Leita í fréttum mbl.is

Joseph Stiglitz; náföl evra í útrýmingarhættu

Evrópusambandslegt ástand ríkir á Íslandi núna.
 
Kirkjugarður ríkisstjórna í Evrópu 
 
Kirkjugarðafréttir ríkisstjórna - allt ber að sama brunni
  • Grikkland þoldi ekki evru
  • Spánn þoldi ekki evru
  • Portúgal þoldi ekki evru
  • Írland þoldi ekki evru
  • Eystrasaltslöndin þoldu ekki pyntingarklefa ERM II
  • Ítalía hangir enn á nöglunum
  • Ísland þoldi ekki umsókn inn í Evrópusambandið

Í vor skrifaði portúgalski hagfræðingurinn og blaðamaðurinn Domingos Amaral í Correio da Manhã að myntbandalagið sé spennitreyja fyrir Portúgal og að hagvöxtur landsins hafi aldrei verið eins lélegur hin síðustu 50 ár og undir evrunni. Allt sé orðið of dýrt. "Ef það var velmegun og hagsæld sem myntbandalagið átti að leiða af sér þá höfum við uppskorið akkúrat hið gagnstæða", segir hann. Hrikalegar reglur myntbandalagsins hafa breytt Evrópu í kirkjugarð fyrir ríkisstjórnir. Það er kominn tími til að gera sér grein fyrir því að evran virkar ekki og að það verður að koma breyting. Að yfirgefa myntbandalagið yrði hrikalegt, en það sama gildir ef ekkert er gert. Evran refsar þeim saklausu og lokar á allar útgönguleiðir út úr óförunum, segir Amaral
 
Stiglitz í gær
 
Nú segir Nóbels-hagfræðingurinn Joseph Stiglitz í nýju ritverki sínu að dagar evrunnar megi vera taldir. Ein leiðin til að bjarga myntbandalaginu sé fólgin í því að Þýskaland segi sig úr því svo evran geti gengisfallið í þágu og fyrir efnahag ekki-þýskra hagkerfa í ESB (verði PIIGS-mynt). Þær niðurskurðaraðgerðir sem nú fara fram á blóðugum skurðarborðum ríkisfjárlaga ríkisstjórna á evrusvæðinu geti þýtt nýja kollsteypu fyrir efnahag heimsins. Ef það voru Bandaríkin sem stóðu fyrir upptökum fjármálakreppunnar þá er Evrópusambandið á góðri leið með að endurgjalda ófögnuðinn, en þó í annarri mynt; nýrri kreppu sem er afleiða björgunaraðgerða á myntinni evru. Myntbjörgunarniðurskurðarfjárlögum Evrópu, allt til þess eins að halda myntinni lifandi á kostnað efnahagslegrar velferðar þegnanna.
 
“Spain may be entering the kind of death spiral that afflicted Argentina just a decade ago. It was only when Argentina broke its currency peg with the dollar that it started to grow and its deficit came down" (hér).

 
Auðvitað!: Við fórnum velmegun, velferð, lýðræði og framtíðarvonum okkar allra á altari myntbandalagsins. Það er svo gott að liggja loks dauður með eina evru í kaldri hönd í evrulíkkistu Evrópusambandsins. Þetta er jú merkjavara.
 
Þegar menn loksins uppgötva að fjármálakreppan orsakaðist af vansköpun útflutningsháðra öldrunarhagkerfa Þýskalands (1 billjón USD í viðskiptahagnað á kostnað hinna) og Asíu, þá verða menn miskunnarlaust knúnir til að viðurkenna að myntin evra er nýlenduverkfæri sem í síðasta enda þýðir örkumlun allra hagkerfa EMU, nema Þýskalands
 
Friðarspillir Íslands númer eitt 
 
Umsóknin inn í Evrópusambandið. Þetta mál er upphaf alls ills sem gerst hefur í pólitík í tíð vinstri stjórnarinnar hreinu. Öll mál byrja og enda í þessum hnút. Ísland og ríkisstjórnun Íslands þoldi ekki þessa nauðgun Samfylkingarinnar á lýðræði okkar. Vinstri grænir tóku þátt í þessari fjöldanauðgun. Hefði þessari umsókn ekki verið nauðgað í gegn þá værum við ekki svona illa stödd, pólitískt, þingfars- og efnahaglega, eins og raun ber vitni. Öll sök á óförunum hvílir á ríkisstjórninni, sem er andlýðræðisleg.
 
Því ríkir Evrópusambandslegt ástand á Íslandi núna. Það er svona sem það er að vera í ESB. Átvinnuleysi, samdráttur, nauðungaruppboð, gjaldþrot, upplausn og spilling í samfleytt 25 ár. Velkomin í ESB.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála hverju orði, Gunnar. ESB- jaðarinn, PIIGS- löndin og þar sérstaklega Írland í dag horfir með öfund til þeirra sem geta fellt gengið sitt og aðlagast fljótt. Verðmunur þýskra og skuldabréfa sýnir að þetta gengur ekki upp. Nú kemur loks í ljós að stærð bankafallsins á Írlandi var hrikalegt. Hvað gerir ESB þá? Setur í gang sjálfvirkar refsingar þannig að engum er hylgt og allur jaðarinn hrapar!

Enginn sem fylgist vel með Evrumálum núna getur haldið því fram að aðild að Evrunni myndi hjálpa okkur. Raunveruleiki dagsins er allt annar.

Ívar Pálsson, 3.10.2010 kl. 11:08

2 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

ESB er magnað monster.

Hver stjórnar eiginlega?

Hvernig getur það verið í raunverulegum heimi að þegar svo illa horfir til hjá mörgum meðlimum þessa myntbandalags að lausnin sé að tæma tæmda almannasjóði enn frekar með sektum?

Ég bara skil hvorki upp né niður.

Þetta er eins og að taka síðustu hænuna frá fátæka bóndanum sem á í vandræðum með að greiða landeigandum "arð" af eigninni.  

Jón Ásgeir Bjarnason, 3.10.2010 kl. 12:03

3 identicon

Ótrúlegt hvað þið eruð upptekin af því hvernig portúgölum, lettum og grikkjum gengur í ESB, á meðan allt kerfið hrinur og brennur á Íslandi.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 15:54

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Gunnar. Þetta er nákvæmlega eins og þú ert búin að segja og spá síðustu 2 árin (eða var það lengur).

En við skulum auðvitað drífa okkur inn í Mytnbandalagið mátulega áður en það hrynur...annars missum við af því hruninu !

Ég er ekki hissa að Samfylkingin logi nú stafnanna á milli, þó það sé af öðruym ástæðum. Draumurinn um Evruna er að brenna upp í höndunum á þeim, enda stendur ESB áhugi þeirra nú eins og berrassað skurðgoð. xS er nú algerlega stefnulaust, enda erfitt annað þegar EINA stefnumálið fýkur á haf út.

Ég spái því að Samfylkingin klofni í Alþýðuflokkinn, Kvennahreyfinguna og hina týndu.

Haraldur Baldursson, 3.10.2010 kl. 17:56

5 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Ástæðan fyrir því Bjarni er ósköp einföld.

ESB er dýragarður þar sem öll dýrin eru sett í sama búrið.

Búrið er í Brussel.  Þar eru það stærstu dýrin, þau með stærstu klærnar og kjaftin sem ráða.  Þau eru ekki frá Portúgal eða Lettlandi eins og dæmin sanna.

Ísland yrði fljótt í þeim leik að reyna að fela sig á bak við eitthvert þeirra stærri til að verða ekki étið í einum munnbita.  En það er hættulegt líf fyrir mús að fela sig á bak við ljón.

 Íslendingar verða nok að bjarga sér á eigin forsendum.

...Sem lengst frá dýragarðinum í Brussel.

Jón Ásgeir Bjarnason, 3.10.2010 kl. 18:25

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir innlitið

Hér er kvöldkveðja úr íslensku sveitinni. Vetrarbrautin skartar sínu fegursta nú í kvöld. Kyrrðin gælir við læki og ár. 

- megi morgundagurinn verða ykkur öllum ábatasamur.

Kvöld í sveitinni

Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband