Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Not made in the EU

2007 
 
Ég held að þetta sé eina auglýsingin í tækni- og tölvugeiranum þar sem hluturinn er auglýstur með því bara að nota hann. Fáir gera sér grein fyrir því sem til þarf til að geta gert svona einfaldan hlut sem er svo ofboðslega flókinn að ekkert annað fyrirtæki en Apple tókst að koma honum í þannig form að þín og mín eðlisávísun sá sjálf um áframhaldið. Aðeins þannig er hægt að nota allar sekúndur auglýsingarinnar eins og þær eru notaðar þarna.
 
Ég hef notað eftirfarandi stýrikerfi;
  • UNIX á midrange frá DEC
  • MS-Dos
  • Microsoft Windows 3.1 og næstum allt þar á eftir
  • Apple System 6 til System 9
  • Linux of endalausar útgáfur
  • IBM OS/400 á midrange IBM AS/400
  • Apple Mac OS X frá upphafi
. . og það eru aðeins tvö kerfi sem enn standa upp úr í mínum augum:
  • Apple Mac OS X
  • IBM OS/400 (nú System i)
Restin,  satt að segja, mætti vera brotajárn á ruslahaugum frá mínum bæjardyrum séð. En auðvitað og sem betur fer eru ekki allir á sama máli, því þá væri heimurinn fátækari. 
 
En merkilegast af þessu öllu er þó sú staðreynd að Evrópusambandið á ekkert í neinu af þessu lengur. Þar blása vindarnir bara um gjörvalla eyðimörk Brusselveldisins. Framtíðin er bara sandur; Disconnecting People . . Disconnecting People . . 
 
Þetta er ennþá síminn minn þarna fyrir ofan. Hann færi í kistuna með mér ef svo bæri undir.
 
Ég minnist Steve Jobs með söknuði
 
Ennþá bara 29. júní 2007  
 

ECB seðlabanki evru orðinn ríkisstjórn evrulanda

Undanfarin ár og misseri höfum við séð eins konar nýja einræðisstjórn fæðast í skúmaskotum Evrópusambandsins. Það sem er merkilegast við hana er sú staðreynd að hún er sú fyrsta heilsteypta á öllu meginlandi Evrópu síðan þjóðkjörinn Adolf Hitler lét þar skyndilega af síðar hrifsuðum völdum þann 30. apríl árið 1945.

Þessi nýja einræðisstjórn heitir seðlabanki Evrópusambandsins, ECB. Og hann er ekki kosinn af neinum sem hann skipar fyrir.
 
Þann fimmta ágúst síðastliðinn, eftir fæðingu Krists, sendu einræðisherrar seðlabankans bréf til forsætisráðherra Ítalíu, þar sem bankinn skipaði Silvio Berlusconi fyrir um hvernig hann ætti að innrétta innviði ítalska lýðveldisins — Repubblica Italiana — og einnig hvenær sú innréttingarvinna ætti að fara fram - og hvað hún má kosta.

Verði forsætisráðherra Ítalíu ekki við óskum seðlabankans þá mun bankinn hækka vaxta- og fjármögnunarkostnað ríkissjóðs landsins þangað til hann gefst upp og verður gjaldþrota, ellegar borgar í formi innréttingar ríkisins að ósk seðlabankans. 

Við vissum alltaf að þessu myndi koma. Það er að segja við ESB-efasemdarmenn vissum það. Við vissum að þegar búið er að taka fullveldi pólitískra- peninga- og vaxtamála af ríkjum, þá eru þau orðin auðveld fórnarlömb afkomenda þess stjórnarforms sem svo hógværlega er getið um hér í fyrstu málsgrein að ofan. Og alveg sérstaklega þegar ekkert hefur komið í stað þess sem fyrir róða var kastað, annað en elítufólk Brusselveldisins og seðlabanka þess, sem enginn kaus.

Á sama máli er Þjóðverjinn Wolfgang Proissl á Financial Times Deutschland. Wolfgang Munchau skrifar í dag:
 
The ECB is the eurozone’s economic government, Wolfgang Proissl argues. "The letter by Jean-Claude Trichet and Mario Draghi giving instructions to Silvio Berlusconi on how to reform Italy shows that the ECB has become the eurozone’s economic government, Wolfgang Proissl of Financial Times Deutschland writes."
 
Hollt er fyrir alla að lesa viðskiptahluta Morgunblaðsins í dag. Þar eru Bandaríki Norður Ameríku borin saman við Evrópusambandið. Og útkoman er ekki glæsileg - fyrir Evrópusambandið.
 
Umsókn Íslands inn í Evrópusambandið, sem nauðgað var ólýðræðislega í gegnum Alþingi — án umoðs frá kjósendum landsins og undir skammbyssustjórnmálum Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Össurar Skarphéðinssonar — á að draga til baka samstundis! Hún er með öllu ófyrirgefanleg og skammarblettur á lýðræði í landi okkar.
 
Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda - en ekki öfugt!

Af hverju var ekki haldin stefnuræða um botnlokur

Stefnuhræða Jóhönnu og Steingríms hefði —ef allt væri satt og rétt— átt að fjalla um lífið eftir dauðann. Þannig var röksemdafærslan þegar þau svikahjónin í tvígang hótuðu þjóðinni öllu illu ef hún samþykkti ekki Icesave dægurlagadundið hans Svavars DDR. Ef við dirfðumst að segja nei þá væri lífinu eins og við þekkjum það á Íslandi þar með lokið. Það sögðu þau. Tvisvar. Við yrðum þar að auki Norður-Kórea sagði fagmaðurinn í DDR-ríkisstjórn þeirra. 

En nei; Í stað stefnuræðu um botnlokur fengum við horfa í rauðar stefnuljósaræður Jóhönnu og Steingríms í allar áttir, nema áfram. Neyðarljósa blikkræður. Við fengum að vita að allt gengi svo svakalega Icesave-vel og að djúpfrystur ríkissjóður hefði snúið sér aftur í gröfinni til lánatekju úti á útlenskum peningamarkaði, sem átti að vera honum gaddfreðinn um aldur og æfi. Og lokast átti á fyrirtækin. Andríki skrifar um þá fluglygi ríkistjórnarinnar hér.
 
Mikil blessun var það fyrir þjóðina að svo vel skyldi vilja til að hún átti ektamanninn hann Davíð Oddsson á verði gegn þessu fólki í Seðlabankanum, þegar hrunið varð. Annars hefðum við og þjóðin öll heldur betur lent í skjaldborginni. 

Ég endurtek;

Í hundasleða ESB-aðlögunarferðar fimmtu herdeildar Íslands

Í fullkomlega löglausum hundasleða aðlögunarferðar Íslands inn í Evrópusambandið, standa menn við borðstokkinn á Alþingi og flytja hinar og þessar stefnuræður um ferðalagið sem þeir eru í.

Er þetta ekki stórkostlegt? Tryllitækið brunar áfram með hár þingmanna standandi svo þráðbeint upp í loftið að halda mætti að sjálf fimmta herdeildin væri þar á ferð.
 
Umsókn Íslands inn í Evrópusambandið var framkvæmd án umboðs frá þjóðinni. Umsóknina þarf að draga umsvifalaust til baka. Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda hér á Íslandi, en ekki öfugt.
 
Evrópusambandið önnum kafið í skjaldborginni
 
Francois Baroin fjármálaráðherra Frakklands þurfti skyndilega að yfirgefa skaldborgarakrísufund fjármálaráðherra evruríkja til að getað flýtt sér heim í öryggissvítu Frakklands á evrusvæðinu og bjargað stórbankanum Dexia frá gjaldþroti - og sem getur kostað Frakkland AAA lánshæfnismatið sem átti að bera uppi skuldabréfaútgáfu björgunarsjóðsins fræga. Þetta virkar allt svo vel þarna í draumalandi fimmtu herdeildar Íslands.
 
Lánshæfnismat Ítalíu lækkað á ný og nú um þrjú skjaldborgarþrep. Horfur neikvæðar
 
Moody’s skellti köldu mati sínu á framtíðarhorfum Ítalíu á borðið hans Össuar í yfirlánshæfnissvítu hans á evrusvæðinu. Össur Skarphéðinsson utanríkissráðherrra Íslands hefur immed gengist í persónulega ábyrgð fyrir öllum skuldum ríkissjóðs Ítalíu því Ítalía er með evrur og þar getur því ekkert hrun orðið frekar en neins annars staðar á evrusvæðinu sem liggur nú í rústum. Lánshæfnismat Ítalíu var lækkað vegna ríkisofurskulda, erfiðari fjármögnunar þeirra í mynt sem Ítalía ræður litlu sem engu yfir, aukinni peningalegri áhættu, - og svo vegna öngvra hagvaxtarhorfa (sem munu vara svo lengi sem landið er læst inni í myntfangabúðum Evrópusambandsins af Skjaldenburg).
 
Lánshæfnismat Moody's á ríkissjóði Ítalíu, sem er þriðji stærsti ríkisskuldari heimsins og þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins, er nú komið niður fyrir þá einkunn sem Moody's gefur ríkissjóðs Eistlands og er orðið það sama og hjá ríkissjóði Möltu. Moodys aðvarar um að til enn frekari lækkana geti komið ef fjármögnunarvandræði evruríkjanna haldi áfram að versna.  
 

Hagfræðilegir sveitamenn standa að baki, segir þýska ESB-elítan. Þýskaland útkjálki

Í bæði þýsku og ensku útgáfunni af umræðuþættinum Quadriga á Deutsche Welle sést vel hvað er að í Evrópusambandinu og hvað klesst hefur því upp sem nýja Berlínarmúrnum sem bíður krossfestingar af hálfu fólksins eins og gerðist með þann gamla.  

Ferlið er svona; öll lönd Evrópusambandsins hýsa ákveðinn hóp eins konar elítu fólks sem alltaf heldur að hún viti betur en allir aðrir hvað öllum sé fyrir bestu í öllum löndum Evrópu. Þessi elíta er mjög oft fjárhagslega tengd óskabarni sínu. Það eru sem sagt ekki bara bankastjórar og bankamenn sem eru fjárhagslega beintengdir óskabörnum sínum. Hugsa sér.

Þegar ómálga, óferjandi frekt, ólæst og óuppalið óskaeinbirni Evrópuelítunnar rekst á veggi og svimar í frekjuöskrum sínum, þá gerist hið eina sem elítan kann. Jú; "umræðan" er sögð vera svo "ómálefnaleg og óupplýst". Kallað er á ljóskastaralið Göbbssels.
 
Samkvæmt elítunni er hið "illa upplýsta" jarðbundna fólk allt saman asnar. Og afleiðingarnar eru þær að sífellt er grafið dýpra og dýpra undan einu lögmætu stofunum meginlandsins; þjóðríkjunum sjálfum og völdum þeirra. Vilji og atkvæði kjósenda í þjóðríkjunum eru einfaldlega kæfð á svipaðan hátt og gerðist þegar fyrsta lýðræðistilraun Þýskalands í Weimar lýðveldinu mistókst og einræðið komst þar til valda. Elítan vissi þá allt betur. Og hún þurfti á einræðinu að halda til að lýsa umræðuna loksins alveg upp. 

Í þessum þætti kemur fram að þýska elítan álítur alla seðlabankastjóra Þýskalands vera asna og alla fulltrúa Þýskalands í stjórn ECB-seðlabanka evrunnar vera gamaldags grasasna. Allir þýskir hagfræðingar eru ennfremur asnar með illa upplýst eyru. Og af hverju skyldi þetta nú vera svona? Jú, vegna þess að seðlabankastjórar Þýskalands, allir fulltrúar Þýskalands í ECB-seðlabanka evrunnar ásamt flestum þýskum hagfræðingum vissu frá upphafi að evrumynt Evrópusambandselítunnar gæti aldrei gengið upp. Þetta sögðu þeir skýrt og skorinort þegar henni af ESB-elítunni var troðið ofan í þýsku þjóðina, sem aldrei var spurð að neinu. Nú vita þeir að allt er að hruni komið. En það sama veit elítan líka. Og hún er reið og ráðalaus. Þess vegna sjáum við að þetta ómálga, óferjandi freka, ólæsa og óuppalda óskaeinbirni Evrópuelítunnar er við það að farast úr frekjukasti einu sinni enn. Þetta er Jóhanna Sigurðardóttir Evrópusambandsins. Hún vill fá Bandaríki Evrópu hér og nú. The Federal Union. Því það var frá upphafi alltaf eini og sanni tilgangurinn sem helgað hefur alla þessa ESB-ólyfjan hennar.
 
Öll þau 25 ár sem ég bjó í ESB-Danmörku var okkur alltaf sagt að Danmörk myndi breytast í útkjálka ef ekki væri farið eftir óskafrejkjubarni elítunnar og sagt já og amen við ljóskastaraliði Göbbssels að öllu leyti. Nú er efri kjálkinn í sviðahaus ESB elítunnar orðinn sjálft Þýskaland. Og svo kemur sultan. 

Í gærkvöldi komu Bjarni Benediktsson Jr. og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mér þægilega á óvart. Sigmundur Davíð er að tengjast sál Íslendinga á aðdáunarverðan en þó einfaldan hátt; með því að vera hann sjálfur. Íslensku moldaráhrif Ásmundar hafa haft góð áhrif. Og Bjarni er tekinn að hressast. Takk fyrir það. Nú hefst vonandi sláturtíð.
 
Tengt;
 
 
Fyrri færsla;
 
 
Quadriga á Deutsche Welle 

 


Í hundasleða ESB aðlögunar

Í fullkomlega löglausum hundasleða aðlögunarferðar Íslands inn í Evrópusambandið, standa menn nú við borðstokkinn á Alþingi og flytja hinar og þessar stefnuræður um ferðalagið sem þeir eru í.

Er þetta ekki stórkostlegt? Tryllitækið brunar áfram með hár þingmanna standandi svo þráðbeint upp í loftið að halda mætti að sjálf fimmta herdeildin væri þar á ferð. 


Eftir antabussinn; Bókin "Sekir menn" komin út; hægt að nálgast hér

Eftir ofurskammta antabus inngjafa sósíalista-ríkisstjórnar Íslands í þrotlausri meðferð hennar á þjóðinni — sem þar með loksins hefur verið bólusett gegn frumhvötum sínum; lönguninni til athafna og til að njóta afraksturs þeirra, og þar sem stór hluti samfélags okkar er orðið kyrrt, hljótt og dautt, nema ef vera skyldi undir regnhlífa-skjaldborginni hjá ESB-Jóhönnu Steingríms og Össuar fyrir utan Alþingishúsið — þá er hægt að tilkynna það hér og nú að út er komið í Bretlandi 100 síðna fagnaðarefni.

Þetta fagnaðarefni er bókin Sekir menn, eftir Peter Oborne, sem áður vann hjá BBC en er nú ritstjóri efnahagsmála á breska dagblaðinu The Daily Telegraph, sem fyrst kom út árið 1855, og hún er einnig skrifuð af rithöfundinum Frances Weaver. 

Formáli; Guilty Men

Bókin rekur hvernig Bretland missti næstum fullveldi sitt í peningamálum og frelsi sitt í efnahgsmálum, þegar elíta pólitískra rétttrúarmanna hliðholl Brussel-kremlinu reyndi að lauma breska konungsveldinu inn í dritskituverk myntbandalags Evrópusambandsins með lygum, falsi, áróðri, hönnuðum raunveruleika í RÚV stíl - og endalausum tilraunum til að sverta til og gera lítið úr þeim sem stóðu fast í fæturnar og andmæltu þessari stærstu lyga og falsherferð samtímans, helvítis Evópusambandinu og myntþrælabúðum þess. Rakin er áróður og hultdrægni BBC, Financial Times og hagtöluherbúða samfélagsins sem að mestu voru alfarið á höndum rétttrúnaðarsinna Evrópusambandsins.

DEDICATION Guilty Men

"Þökk sé fámennum hópi gamaldags jarðbundins fólks sem var ekki með í tískunni", tókst ekki nauðga Bretlandi gegn vilja fólksins inn í þessi ragnarök fullveldis þjóðríkja Evrópu; EMU.

Hér fyrir neðan er mynd af forsíðu bókarinnar og krækja sjálfa bókina í formi PDF-skráar sem hægt er að lesa í tölvu, eða prenta út, og svo einnig myndskeið sem sýnir frá kynningu bókarinnar á skrifstofum Centre For Policy Studies (CPS) í Bretlandi, sem gefur bókina út.

Forsíða bókarinnar

Guilty Men eftir Peter Oborne og Frances Weaver - forsíða CPS útgáfa 

Myndskeið; Kynning bókarinnar

Bókin á PDF formi; Guilty Men - Centre for Policy Studies 

Fyrri færsla

Einn stærsti bóndi Danmerkur fer í gjaldþrot

 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband