Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Hugbúnaðurinn í höfði forsætisráðherra aflúsaður

Hún situr þarna límd, jafn steingerð og Steingrímur, en getur ekki að því gert, því hún getur ekki staðið. Hið stafræna óvit forsætisráðherrans hefur tekið völdin af henni og nú leikur það Ísland grátt. Í ljós er kominn alvarlegur umhverfisgalli í hugbúnaði forsætisráðherraínunnar. 

Gallinn er þessi: Henni er orðið um megn að skilja það að allir Íslendingar eru ekki - og vilja ekki - verða bístands klíentar um alla framtíð. Eftir hennar samtals 500 ár í betliráðuneytum sem aðeins eyða og eyða fólki og fé, og sem stanslaust er með haugsuguna ofaní vösum vinnandi fólks á Íslandi, þá lætur hugbúnaðargallinn ekki að sér hæða. Nú heldur hún að Evrópusambandið sé félagsmálastofnun og evran sé félagsmálamynt sem hún getur sogað upp með hálmstrái, jafnvel þó svo bæði væru útdauð fyrir ljósárum síðan. Svo líða nokkrar vikur og slær þá aftur út og stofnuð er nefnd eða ráð. Bara sí svona. Stofna. Svo tekur við smá pása þar til hugbúnaðurinn slær yfir í næsta þrep slaufunnar. Þá er farið í gerð nýrrar áætlunar sem á að skila árangri eftir 50.000 ár. Svona gengur þetta og ferlið byrjar upp á nýtt á cirka 6 vikna fresti. 

** PROGRAM **

(begin) vantar peninga, soga og hækka skatta
(do) ganga í ESB og taka upp evru (Ha, útdauð?)
(while) skipa ráð og nefndir, margar 
(sitting) gera áætlun, strax

loop

(begin) vantar peninga, soga og hækka skatta
(do) ganga í ESB og taka upp evru (Ha, útdauð?)
(while) skipa ráð og nefndir, margar 
(sitting) gera áætlun, strax

loop

(begin) vantar peninga, soga og hækka skatta
(do) ganga í ESB og taka upp evru (Ha, útdauð?)
(while) skipa ráð og nefndir, margar 
(sitting) gera áætlun, strax


Raunveruleikinn er hins vegar þessi
  • Evrulandið Írland, komið í meðferð hjá AGS
  • Evrulandið Grikkland, komið í meðferð hjá AGS
  • Evrulandið Belgía án ríkisstjórnar í meira en sex mánuði
  • ESB-landið Rúmenía, komið í meðferð hjá AGS
  • ESB-landið Lettland, komið í meðferð hjá AGS
  • ESB-landið Ungverjaland, komið í meðferð hjá AGS
  • Portúgal; yfirvofandi hætta á hjálparbeiðni
  • Spánn; yfirvofandi hætta á hjálparbeiðni
  • Ítalía; stóra hættan
  • Nú áhættusamara að vera frönsk ríkisskuld en indónesísk ríkisskuld
  • Þýskaland; hve lengi sætta Þjóðverjar sig við ástandið innan myntbandalagsins
 
Stríðsfréttir frá Evru-Víetnam, á meðan Jóhanna og Steingrímur berja Ísland af
 
Svissneski seðlabankinn neitar frá og með nú að taka á móti skuldabréfum írska evru-ríkisins sem veðhæfri tryggingu fyrir lausafé í mynt Sviss sem nota þarf í viðskiptum í bankakerfi Írlands. Bannið nær til allra pappíra írska ríkisins og einnig til pappíra stærstu banka og tryggingafélaga landsins. Gæði þeirra standast ekki kröfur seðlabankans: Bloomberg
 
Yfirmaður útibús fréttastofu þýska ARD-ríkissjónvarpsins í Brussel, Rolf Krause, á að hafa sagt að myntbandalagið og evran sé "hræðileg tilraunastarfsemi" og lýsir yfir stuðningi við upplausn myntbandalagsins í sinni núverandi mynd/t. En Jóhanna og Steingrímur eru því miður upptekin við áætlanagerð.
 
Þetta er svo erfitt, svo erfitt. 
 
Fyrri færsla

Danskir lífeyrissjóðir vilja ekki snerta ríkisskuldir gjaldþrotinna evruríkja

Denmark's Biggest Pension Fund ATP Says It Won't Touch Peripheral EU Bonds 
"Þegar við fjárfestum í skuldabréfum þá gerum við þá kröfu til fjárfestinganna að enginn vafi sé á að við fáum peninga okkar greidda til baka. Við snertum ekki ríkisskuldabréf evruríkja á borð við Grikkland, Írland, Spán, Portúgal og svo framvegis. Við kaupum eingöngu ríkisskuldir af Þýskalandi og - en samt í minna mæli - af franska ríkinu."
 

Skuldatryggingaálag: 5 ára ríkisskuldabréf. Vika 1 2011

Evruríkið Grikkland---1031 punktar

Evruríkið Írland ------610 punktar

Evruríkið Portúgal-----496 punktar

Evruríkið Spánn--------346 punktar

Fullvalda Ísland-------259 punktar 

Danskir lífeyrissjóðir hafa sem sagt ekki komið auga á Evrópuvexti Össurar Skarphéðinssonar (því miður ráðherra) sem af þjóðkunnri fávisku, og þar að auki að eigin sögn, hefur ekki hundsvit á banka- og fjármálum samfélags þess sem hann utangátta er fulltrúi fyrir. Evrópuvexti þessa auglýsti maðurinn í hálfsíðu auglýsingu fyrir heimsku sinni í Morgunblaðinu, fyrir all nokkrum vikum og gjaldþrotnum evruríkjum síðan. 
 
Anders Dam forstjóri Jyske Bank heldur ræðu í evrópunefnd danska þingsins
 
Þegar fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, Andesb Fogh Rasmussen hélt því blákalt fram í Evrópunefnd danska þingsins að allir sæju að það kostaði að standa utan við evruna, þá sagðist bankastjóri Jyske Bank, Anders Christian Dam, ekki heita Allir. Hann benti þessum þáverandi forsætisráðherra á að þau ríki sem hafa sinn eigin gjaldmiðil eru alltaf álitin vera betri skuldarar en þau ríki sem eiga engan eigin gjaldmiðil, hafa ekkert peningavald lengur og ekkert vaxtavopn í verkfæratösku samfélagsins. Hvers vegna er þetta svona? Jú, vegna þess, sagð Anders Dam, að markaðurinn veit mjög vel hvað það er sem býr til greiðslugetu og þar með lánstraust ríkisjóða; það er atvinnustigið og atvinnan í landinu. Hún sér ríkissjóði fyrir öllum tekjum sínum. Ef þessi atvinna þornar upp vegna þess að myntin útilokar samkeppnishæfni hagkerfisins, þá verða of margir atvinnulausir og tekjur ríkissjóðs gufa hraðar upp en hagstofan nær að slá þurrafúa innviða samfélagsins inn í stóru töflurnar fyrir glataða landsframleiðslu hagkerfisins.

Þess vegna, mínar dömur og herrar, er betra en vera sænsk, norsk, íslensk og svissnesk ríkisskuld í dag en að vera ríkisskuld sem enginn vill og ekkert getur í gjaldþrotnum ríkjum gangslausustu myntar veraldar; evrunni og myntbandalagi Evrópusambandsins.
 
Uppskrift: Fyrst lýgur maður einu myntbandalagi að 16 löndum með aftansöng níundu rúgbrauðssymfóníu Evrópusambandsins. Svo sprengir seðlabanki Evrópusambandsins hagkerfi nokkurra landa myntsvæðisins í loft upp, með neikvæðum raunstýrivöxtum í heilan áratug. Svo neitar markaðurinn að fjármagna vandræði þessara ríkja. Þau eru því orðin reköld og verr sett en flest ríki veraldar. Svona er að missa fullveldið.
 
Lönd ársins 2011 í Evrópu verða Noregur og Sviss. Þau eru ekki í Evrópusambandinu - og verða það aldrei.
 
 
Tengt efni
Fyrri fræsla

Síðasti farmiðinn með ESB-Titanic var neyddur upp á Eistland

Síðasti farmiðinn með Titanic 

Mynd; plakat fullveldissinna í Eistlandi 

Það var ekki um neitt annað að velja fyrir Eistland þegar landið tók niður fána fullveldis landsins í peningamálum, og hysjaði upp úr pólitísku svaði Evrópusambandsins eina pólitíska mynt sem heitir evra, þann fyrsta janúar, sem var í fyrradag. Komu evru til Eistlands er líkt við snjókomu, ekkert annað hægt að gera en að sitja og horfa á.

Sú mynt, evran, er að reynast Evrópu jafn illa og sovéskur áætlunarbúskapur reyndist þegnum Sovétríkjanna. Um það bil 80 af 500 milljón manns Evrópusambandsins lifa nú í skugga og á barmi fátæktar og hefur bæði fátækt og atvinnuleysi aldrei verið meiri og algengari í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hér spilar evran stórt hlutverk því hún hefur fjarlægt hagvöxt og velmegun úr hagkerfum evrulanda og sett þar inn í staðinn stöðnun, hnignun, visnun og eytt trú þegnanna á efnahagslegar framfarir og einnig eytt lýðræði, sjálfsákvörðunarrétti og gjörvileika þeirra þjóða sem búa undir oki þessarar pólitísku myntar embættismanna Brusselveldis Evrópu.

Hér með sendi ég Eistlendingnum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fullveldismissisins. Það sama gerir Nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman. Svona fer þegar lönd ganga í Evrópusambandið. Tönn fyrir tönn er fullveldi þeirra eytt.

Sorry sagði forsætisráðherra Eistlands, við urðum að gera þetta þó svo að meirihluti þjóðarinnar sé þessu andvígur. Öllum þjóðum sem ganga í Evrópusambandið frá og með 1994 er skylt að eyða sinni eigin mynt, afsala sér öllum rétti til peningaútgáfu um alla framtíð og þar með öllu sjálfsforræði í mynt, vaxta og peningamálum. 

Sumum þykir þetta fínt. En einu sinni voru falskar tennur í tísku. Þegar flugbeittar tennur fullveldisins eru einu sinni farnar, þá koma þær aldrei aftur. Þegar fullveldið hverfur, þá deyja þjóðfélög. Fullveldi þjóða vex ekki á trjám. Frelsi og fullveldi eru vöðvabúnt velmegunar og farsældar. 

Krækjurnar; Congratulations to Estonia - or Maybe Condolences? | 1. januar 2011: Estland får sidste billet til Titanic

Fyrri fræsla

Brakandi ESB-þurrkur. Gefið okkur tífalt bankahrun. 


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband