Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing um raun-stýrivexti: Raunstýrivextir = verðbólga mínus stýrivextir

Það er mikið  í húfi 

Mér datt í hug að það væri gaman að sjá hvernig verðbólga (CPI eða vísitala verðlags) í þeim löndum sem núna eru hvað verst sett í kreppunni, hefur verið undanfarin ár miðað við raun-stýrivexti í þessum löndum. Til dæmis í evrulöndunum Spáni og Írlandi. 

Raun-stýrivexti á Írlandi 1999-2009. Í stórum dráttum 

En ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil þá er ég 100% viss um að Ísland myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum - og hætta að geta selt svo mikið sem einn sporð af fisk til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra í gegnum gengið. 

Allur pistillinn er hér: Hugleiðing um raun-stýrivexti 

 

Fyrri færsla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mjög athygliverð lesning, sér lagi hvert ávextirnir að byggingaþenslunni á Spáni fóru.

Samkvæmt Hagstofunni er staðan hér:

Hagvísar í nóvember 2009

Verðþróun

Vísitala neysluverðs í október 2009 hækkaði um 1,14% frá fyrra mánuði (1,09%

hækkun án húsnæðis). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 9,7%

(13,5% án húsnæðis) en breytingin undanfarna þrjá mánuði samsvarar 10,2% ársverðbólgu

(11,1% verðbólgu án húsnæðis). Samræmd neysluverðsvísitala EES á

Íslandi í september hækkaði um 0,55% frá fyrra mánuði en stóð í stað frá fyrra

mánuði í EES-ríkjunum. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði samræmda vísitalan um

15,2% á Íslandi og um 0,4% að meðaltali í EES-ríkjunum. Vísitala byggingarkostnaðar

í október hækkaði um 0,34% frá fyrra mánuði; 7,2% hærri en í október

2008. Vísitala framleiðsluverðs í september hækkaði um 2,7% frá fyrra mánuði;

12,4% hærri en í september 2008.

Það að taka húsnæðið inn í  mun sér Íslenskt, svo að tengja bólguvísitölu við leiðréttingar á höfstólsskuldum með veð í íbúðarhúsnæði heimamarkaðar.

Þar sem eðlilegra væri að fylgja fasteignverðsþróun á þessum lánsflokki sem tengist nær eingöngu venjulegu launafólki.

Þá myndi bólga ekki þrýsta upp mánaðar vöxtum á íbúðalánum af slíkum krafti og gerist hér og valda 80% meiri þrýsting á meðallaunahækkun.

Samræmda bólguvísitalan í EU mælir virkni á mörkuðum m.a. og er ekki æskilegt að hún sé 0 árum saman.

Hinsvegar er gott að láta fasteignavísir og bólgu vísir vinna saman eins og flest þroskuðu ríki gera, fara vextir vegna skammtíma og áhættu útlána upp þá lækkar íbúðafasteignavextir og spenna á meðallaunahækkanir minnkar.

Ísland og Tyrkland [launavísir]geta aldrei orðið evru hæf meðan þessi grunn vaxta spennir er til staðar.

Furðulegt að ekki skulið búið að innleiða fasteignavísitölu til verðtryggingar íbúðahúsnæðis sér í lagi af þeim sem vilja taka upp evru. 

Svo gerist þegar fasteignavísitala er notuð á þennan lánaflokk að lánastofnanir leika sér ekki að því að lána til nýbygginga. Því aukið umfram framboð á húsnæði 1 ár lækkar vexti allra bréfa 29 ár og yngri. Ef meðallánstími er 30 ár.

Júlíus Björnsson, 15.11.2009 kl. 02:36

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Júlíus

Ef ég skil þig rétt þá meinar þú að húsnæðisliður komi ekki inn í mælingar á verðlagsbreytingum í Evrópu á sama hátt og á Íslandi. En það er ekki rétt. Í ESB og víðar eru þessar tölur sóttar til leigumarkaðarins, þ.e.a.s verðbreytingar á leigumarkaði eru teknar í stað beinna verðbreytinga á fasteignamarkaði. Þetta kemur alveg í sama stað niður því næstum "instant" munu breytingar í húsnæðisverði alltaf endurspegla sig í verðagi á leigumarkaði. Á Íslandi er leigumarkaðurinn ekki til staðar svo notast er við markaðsverð fasteigna. En þetta kemur alveg eins út í endanum. Hér er enginn munur. 

Ef menn eru óánægðir með hvernig grunnur verðtryggingar (VTN) er reiknaður út þá myndi ég leggja til að þeir þætti vísitölunnar sem eru á hve mestu flökti (volatile factors) og sem reynslan sýnir okkur að  eru mest megnis verðbreytingar innfluttrar vöru (t.d. erlendar verðbreytingar eða akút erlend verðbólga og svo gengisáhrif) séu teknir að hluta til út úr vísitölunni.

Þetta væri skynsamlegt að gera því "pass-through effect" (þ.e. hve hratt koma erlendar og gengis-tengdar verðbreytingar inn í verðlag á innanlandsmarkaði) er svo einstaklega næmur og sterkur á Íslandi að það er ekki sanngjarnt að hann fái svona stór áhrif í myndun vísitölunnar.

Þetta er hægt að laga með pennastrikum og þetta myndi bæta verðlagningu á peningum því myndun stýrivaxta yrði meira skynsöm.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.11.2009 kl. 07:52

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þú skilur mig ekki alveg rétt, ég meina að langtímalánaflokkur [25-30 45 ár] 80-100% af lánum almennings er ekki fast bundin bólguferli milli mánaða með lögum.

Heldur viðurkennt að ferlar fasteignaverðs, neyslu og launa fylgjast að á löngum tíma og skila jafnri, stöðugri ávöxtun þess sem lánar til lengri tíma litið.   

Með því að tengja skammtíma leiðréttingar fasteignaverðtryggðra langtímalána við bólgu sem mælir það sem hækkar mesti mest milli mánaða [hefur mest vægi] þá myndast óréttlát höfuðstólsskekkja sem fríar langtíma lánastofnanir ábyrgð að veita aðhald hvað varðar lán til nýbygginga og gerir þeim kleyft að setja skammtíma áhættulán í sömu körfu og fasteignaverðtryggð langtímalán.

Líta svo á Innri og ytri markaðir sé eitt og hið sama, ef það er réttlætt með væntanlegri innlimun í EU þá ættu menn að kynna sér betur hvað EU stendur fyrir.

Sjálfstæðar efnahagslögsögur með eigin innri heimamarkaði sem bakland fyrir samkeppni fullframleiðslu og tækniframleiðslu á lokuðum innri markaði heildarinnar fyrir samkeppni 92% heimsins. Þetta er búið að vera grunnur EU síðan um 1957.

Annað aðalatriði hæfs meiri hluta er samvinna um grunn samkeppninnar til að tryggja lækkun framfærslukostnaðar 80-90%  í búa heildarinnar með samkeppni hæfri lávöruframleiðslu að hætti t.d. USA  með því að tryggja á lægstu verði á hverjum tíma orku, hráefni og 1. stig vinnslu þeirra með sameiginlegu dreifikerfi.

Þetta tekur náttúrulega til að keyptra aðfanga frá 92% heimsins og til þess sem er umfram eðlilegar sjálfbærni þarfir sérhverjar sjálfstæðrar meðlima efnahagslögsögu. Sem er grunnurinn fyrir staðgreidda skatta til sameiginlegra verkefna heildarinnar. Svo sem uppbyggingu sýnilegs hernaðarmáttar sem að sumra mati tryggir viðskiptahagsmuni heildarinnar. Sér í lagi hvað varðar aðföng til sjálfbærni og fullvinnslu samkeppni: hávirðisauka lífskjara.

Dæmigert insularity er að setja sig ekki í spor annarra.

Flytja hingað inn 3-5 milljónir lágvörulaunþega frá EU til skapa tekjur fyrir 250.000 súper elítu, ætti skoða m.t.t EU heildarinnar. Þar sem atvinnuleysi er viðurkennt hagstjórnartæki. Alveg örugglega að mati hæfs meirihluta EU á héraðið Ísland utan útjaðars netdreifingar ekki meiri kvóta til hálaunatekna en 2000 til 3000 hausa. Sem er mjög eðlilegt innan þúsunda örhagkerfa sem finnast innan EU. 

Júlíus Björnsson, 15.11.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband