Leita í fréttum mbl.is

Eyðni fullveldis. Sumir segja að þetta sé samvinna . .

Fullvalda ríki? 

Seðlabanki ESB: um skattalækkanir

Eyðni fullveldis, velmegunar og velferðar

Sumir segja að þetta sé samvinna, en ég segi að þetta sé enn einn liðurinn í afnámi fullveldis og sjálfsákvörðunarréttar ríkja Evrópusambandsins í praxís. Sérstaklega þegar lengra er haldið inn í framtíðina - og frá og með nú veifandi glænýju stjórnarskrá ESB framan í löndin, svona til að skerpa minnið

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur lofað Þjóðverjum að lækka skatta um 24 miljarða evrur í Þýskalandi á þar næsta ári. En nú segir seðlabankastjóri Evrópusambandsins að þetta sé ekki æskilegt og geti einungis komið til greina seinna, eða lengra inni í framtíðinni (e. medium term). Hér eru þannig sjálfur lýðræðislega kjörinn kanslari Þýskalands og ekki_kosinn embættismaður Evrópusambandsins ósammála um mikilvægt efnahagsmál sem þó ætti að vera innanhússmál Þjóðverja, þ.e. ef um fullvalda ríki væri að ræða. Embættismaður seðlabanka ESB segir að það sé ekki hægt að framkvæma skattalækkanirnar næstu árin. Þetta segir aðalmaður seðlabankans, Jean-Claude Trichet, vegna þess að fjárlagahalli í Þýskalandi mun verða 6,5% af landsframleiðslu landsins. Tvöfalt meiri en leyflegt er samkvæmt reglum ESB fyrir hagkerfi í góðviðri

Sorry, en reglur Evrópusambandsins segja . .  

Something will have to give in the long run

Hvað skyldi fransmaðurinn Trichet segja við landa sína heima í Frakklandi? Þar verður fjárlagahallinn nefnilega tvöfalt meiri en í Þýskalandi. Seðlabankastjórinn skiptir sér hér gróflega af skattamálum Þýskalands. Þetta land, Þýskaland, er ekki beinlínis neitt smáríki í Evrópusambandinu. Já, reglur eru reglur. Ekkert hægt, frekar en fyrri daginn. "Því miður, reglur Evrópusambandsins segja að . ."

Hvaða land vill hafa AGS'legt apparat inni á gafli hjá sér? - alltaf.

Þessir hömlur og spennitreyjur Evrópusambandsins munu í lengdina vinna bug á velmegun og hagsæld landa sambandsins. Annaðhvort verða löndin að gefa meira og meira frá sér af fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti sínum - og þar meðtöldum möguleikunum á hagsæld og velmegun - eða Evrópusambandið verður að hörfa til baka. Sjálfur er ég sannfærður um að það verður fullveldi og sjálfsákvörðunarréttur landanna sem mun hörfa - meira og meira en þú þegar orðið er - til þess eins að bjarga sjálfu sambandinu, en ekki til að bjarga löndunum.

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Takk fyrir góða grein og skýringar. JÁ VIÐ VERÐUM AÐ VERA Á VARBERGI...

Valdimar Samúelsson, 8.11.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: SeeingRed

Ég hygg að þú hafir rétt fyrir þér í þessu....því miður.

SeeingRed, 8.11.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð færsla hjá þér Gunnar en þessu til viðbótar má segja að þegar lítill og stór "sameinast" væri nær sanni að tala um yfirtöku.

Sigurður Þórðarson, 8.11.2009 kl. 20:14

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka ykkur kærlega fyrir innlitið, kveðjur og athugasemdirnar

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2009 kl. 23:46

5 identicon

Þetta er samvinna, samvinna þeirra sem selja lönd sín og fólk í hlekki fámennrar elítu alþjóðlegra bankamanna.

Hvaða land vill hafa AGS'legt apparat inni á gafli hjá sér? - alltaf.

Þú hittir naglann á höfuðuð - alltaf.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband