Leita í fréttum mbl.is

Evran skekur efnahag Finnlands. Fyrirtæki flýja landið

Finnland

Myntin evra er að valda efnahag Finnlands miklum erfiðleikum segir forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen. “Evran er ekki eina vandamálið en samt stór hluti vandamálsins.” Burtséð frá örvunarpakka ríkisins, getur ríkisstjórnin lítið annað gert til að auka útflutning en að horfa á. Landsframleiðsla Finnlands dróst saman um 9,4% á öðrum fjórðungi ársins og útflutningur var fallinn um 36% í ágúst miðað við í fyrra. Um 50% af hagkerfi Finnlands er búinn til með útflutningi. 

Finnska fyrirtækið Stora Enso Oyj, sem er stærsti pappírsframleiðandi í Evrópu, segir að fyrirtækið sé að flytja framleiðslu sína frá Finnlandi til Svíþjóðar til þess að geta notið kosta sænsku krónunnar sem er sjálfstæð fljótandi mynt og fallin gagnvart evru. Stora Enso mun loka tveim verksmiðjum í Finnlandi í ágúst því eftirspurn sé minni og rekstrarkostnaður hár. Gamli gjaldmiðill Finnlands, finnska markið, er ekki lengur til. Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru. Atvinnuleysi í Finnlandi mældist 8,6% í september; Bloomberg

ESB-aðild Finnlands hefur kostað mikið 

Finnland ásamt Álandseyjum gekk úr EFTA og í ESB árið 1995. Síðan þá hefur atvinnuleysi í Finnlandi aðeins farið niður fyrir 8% í tvö til þrjú ár af síðustu fjórtán árum. Á þessu tímabili hefur Finnland greitt yfir þrjá miljarða evrur (3066 milljón evrur) í nettógreiðslu til Evrópusambandsins. Þetta er greiðsla Finnlands fyrir ESB aðildina. Finnland hefur þurft að greiða nettógreiðslu til Evrópusambandsins öll árin frá 1995 til dagsins í dag, nema árið 2000. 

Seðlabanki Finnlands spáir um 7,2% samdrátt á þessu ári. En bankinn lækkaði hagspá sína fyrir Finnland í þar síðustu viku. Spáir seðlabankinn engum vexti í Finnlandi á næsta ári en 1,6% hagvexti árið 2011: Bank of Finland

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband