Leita í fréttum mbl.is

Stungið upp í smjattpattana

Kæru Íslendingar

Sökum þess hve mikið afhroð öll Evrópa beið á fjármálamörkuðum í dag megnuðu fjölmiðlar hér í Danmörku ekki að sjóða nema smágraut úr fréttum dagsins frá Íslandi. Menn megnuðu einfaldlega ekki að gleypa meira en alla Evrópsku súpuna í einu. Það slettist smávegis út úr skálinni, en það var samt ekki banvænt.

Munið það kæru Íslendingar að lang flestir af þeim bönkum sem eru farnir á hausinn í heiminum voru mjög heilbrigðir og velreknir bankar. Ég er sannfærður um að sama gildir um íslenska banka. En þegar það geisar hræðsla um að svarti dauði ríki á fjármálamörkuðunum þá þolir markaðurinn ekki að apótekinu með öllum bólusetningarlyfjunum sé lokað vegna þess að apótekið sé svo hrætt um að smitast af þeim sem vilja fá bólusetningu. Þar að auki þá lifa bankar á því að lána út peninga. En þeir þora því ekki núna, og eru því einnig þar með að éta sjálfa sig upp innanfrá.

Baráttukveðjur til okkar allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallið á hlutabréfamarkaðnum á Íslandi er reyndar slíkt að hann verður hugsanlega ekki til eftir morgundaginn.

Egill (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guð hjælpe dronningen.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, þarna munu skapast ný tækifæri. Eitt hverfur og annað kemur í staðinn.

Það sem gerðist á Íslandi í dag túlka ég svona - í grófum dráttum:

Til öryggis þá yfirtekur lóðsinn og landhelgisgæslan skipstjórn og siglingar risaolíuskipa um Sundin Blá á meðan veðrið er svona slæmt. Svo munu þau skip sem þola ekki siglingar á norðuríshöfum verða seld í brotajárn og endurbyggingu. Hinum verður sleppt úr gæslu þegar veðrinu slotar og lóðsinn yfirgefur brúnna. Lóðsinn tekur gjald samkvæmt taxta hins opinbera.

Er þetta réttur skilningur hjá mér?

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mér sýnist mikil spenna vera í Svíþjóð um hvaða domino áhrif fall Íslands hafi þar. Sennilega mun það hafa mikið áhrif, íslensku bankarnir eru stórir. sjá e24.se það er ágætt greining þar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.10.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Salvör, það hugsa sumir um þá möguleika. Enda gætu þeir hæglega orðið.

En þetta er svo pínku lítið miðað við það nýja perspektíf að myntbandalag Evrópu sé núna eins og járnbrautarlest án lestarstjóra og sem datt út af teinunum á undaförnum mánuðum og ekur nú stjórnlaust um alla garðana í götunni (ekki sjómannamál í þetta skiptið af því að við erum að tala um meginlandið :) og er að eyðileggja efnahag allra.

Menn eru hreinlega í angistarsjokki og óttast risa-dómínó áhrif frá því að allir séu á móti öllum í sama leka bátnum (sjómannamál - erfitt að venja sig af því :) og svo stóra og mikla kryppu á brotnu hagkerfi ESB næstu 8 árum. Greinarnar um ónýtt ESB, ónýtt myntbandalag og ónýtan gjaldmiðil streyma inn eins og foss.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 22:50

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Annars ætti maður að halda sig frá því að lesa e24.no og di.se - þetta eru sorprit -> Séð & Heyrt efnahags- og atvinnumála.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 22:54

7 identicon

Fyndið að þú skulir bera e24.no við Se og Hør, því bloggið þitt er svona eins og Fox and Friends sorpþátturinn sem spýr ný-konservatívu propaganda á hverjum morgni á FOX gamanþáttastöðinni í Bandaríkjum Norður Ameríku.

Er ég þá ekkert að taka upp handskann fyrir e24.no, heldur að benda þér á kaldhæðnina á þessari samlíkingu þinni.

Danir eru greinilega ekkert með á hreinu hvað veldur slæmu efnahagsástandi á sínum bæ, sem er hreint ekki svo slæmt ef miðað er við lönd eins og Ísland, sem standa utan EU og myntbandalagsins að fara mörgum stærðargráðum verr út úr þessari kreppu en EU yfirleitt.

Danir geta prísað sig sæla að hafa mynt tengda Evrunni, sem ekki hrynur með bankakerfinu svo að passað sé upp á að ekki bara fyrirtæki fari á hausinn heldur fólk flest um leið. Þúsundkallinn er um 40 DKK í dag. Evran í 170 krónum.

Það þýðir lítið að útskýra þetta fyrir bókstafstrúarmönnum eins og þér, Gunnar. Þú er vonlaust dæmi, en já-kórinn sem safnast hér og kommentar á þetta sorp sem þú kallar blogg - honum er kannski við bjargandi.

Bestu kveðjur úr EU.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:20

8 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Tek undir með Una, maður er farinn að kíkja hingað inn af sömu ástæðu og maður skiptir stundum á Omega .

Bestu kveðjur og takk fyrir hressilegt bull .

Heimir Eyvindarson, 6.10.2008 kl. 23:31

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mig langar að benda Una með ip-tölu á Íslandi á að hann myndi ekki skrifa svona ef hann þekkti smávegis til efnahags meginlands Evrópu.

Þessi hérna lesning gæti hinsvegar aukið skilninginn töluvert, nema að blindan sé alger

Evrópa sex mánuðum á eftir Bandaríkjunum

Þetta vita hinsvegar flestir sem hafa búið lengi á meginlandi Evrópu. Þetta er því grafalvarlegt mál.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.10.2008 kl. 00:10

10 identicon

Það vill svo til að Uni með IP tölu á Íslandi er einmitt á Íslandi þessa dagana, en það segir ekkert til um hvar Uni dvelur mestan part ársins. 'Kveðja frá EU' er alveg afskaplega viðeigandi.

Að vera á Íslandi í dag á þessum áhugaverðu tímum er gaman, en með tekjur sínar í Evrum er jafnvel miklu skemmtilegra að vera hér, get ég sagt þér og líður mér eins og ég tilheyri yfirstétt sem þarf ekki að neita sér um neitt hér á landi.

Ólíkt venjulegum Íslendingum sem þurfa að horfa upp á matador-myntina sína vera að engu í höndunum á þeim. Staðreyndin er sú að bróðurparturinn af kreppunni sem skellur nú yfir Ísland er vegna þess að landið er ekki í myntbandalagi EU. Bankarnir stóðu ekki sem verst, en innlánsreikningar þeirra á Íslandi urðu verðlausir og gjaldeyrismarkaðir hættu að taka við krónum.

Ég þekki ágætlega efnahag meginlands Evrópu, enda vægast sagt vel tengdur meginlandinu. Ég hef búið meira en áratug á meginlandi Evrópu, í fleiri löndum en einu. Ég fæ mínar heimildir um efnahag Evrópu ekki frá pólitískum talsmönnum eða greinum úr Spectator, en les slík blöð mér til gamans. Bloggið þitt er eins konar samsuða af því versta er ég les í þeim blöðum.

Skemmtilegt að þú minnist á blindu, því það á afskaplega vel við afstöðu þína gagnvart EU og ekki síst hvað varðar stöðu Íslands gagnvart sambandinu. Þá stöðu ættir þú að kynna þér nánar áður en þú 'breiðir út boðskapinn'.

En samt ekki, því bókstafstrúarmönnum eins og þér gæti ekki verið meira sama. Það er málstaðurinn sem gildir, ekki raunveruleikinn.

Með kveðju frá EU - IP tala á Íslandi.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband