Leita í fréttum mbl.is

Stuttar evru-fréttir: evran hrynur og óttast er um framtíð hennar. UPPFÆRT: Þjóðverjar treysta einungis þýskum evruseðlum

Evran hefur nú hrunið um tæp 6% gagnvart dollar það sem af er stöðugleika þessarar viku

Írland gefur nú út ríkisábyrgð fyrir öllum innistæðum viðskiptavina í írskum bönkum og skuldbindingum þeirra. Þessi ábyrgð nemur meira en 200% af þjóðarframleiðslu Írlands. Þetta gera Írar með því að stinga sogrörinu ofaní hausinn á Angelu Merkel og þýskra sparifjáreigenda, - séð með þýskum augum. Þetta mun ekki mælast vel fyrir í Þýskalandi, svo mikið er víst. Fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, hefur bent Írum á að þeir hafi ekki samþykki evrulanda fyrir þessum aðgerðum  

Írar virðast þó ætla að skilja þá erlendu banka sem eru starfandi á Írlandi útundan í þessari ríkisábyrgð. Því er Danske Bank hræddur um að missa alla kúnna sína í National Irish Bank, sem bankinn keypti árið 2005, yfir til þeirra keppinauta sem njóta ríkisábyrgðar. Danske Bank hefur kvatað við samkeppnisyfirvöld ESB en þau neita að svara fyrirspurnum bankans. Allt útlit er fyrir að Danske Bank verði látinn borga fyrir þessa ábyrgð á Írlandi. Svona er samkeppnin í ESB

Seðlabanki ESB ákvað að breyta ekki vöxtum á evrusvæði í dag. Sem afleiðing hrynur evra því flestir eru nú sannfærðir um að ESB sé á leiðinni inn í verstu efnahagskreppu svæðisins í manns minnum, og það með kröftugri og hjálpsamri aðstoð seðlabanka ESB og sameiginlegar myntar evrusvæðis

Þýskar evrur eftirsóttar

Aðilar á skuldabréfamörkuðum á evrusvæði aðvara nú yfirvöld á evrusvæði um að það misræmi sem alltaf er að aukast á milli skuldabréfaútgáfu ríkisstjórna á evrusvæði geti þýtt endalok myntbandalagsins í núverandi og komandi efnahagslegu hrakningum, því eitureignir (toxic assets) bankakerfis evrulanda eru miklu meiri og verri en þær eitruðu eignir sem nú eru að grafa undan fjármálastofnunum í Bandaríkjunum. Einnig benda þeir á að húsnæðisskuldir heimilanna í mörgum löndum evru séu mun meiri og erfiðari viðfangs en húsnæðisskuldir heimila í Bandaríkjunum og að fasteignamarkaður þessara landa sé að hrynja. Um 35% af öllum heimilum í Bandaríkjunum skulda ekki neitt í húsnæði sínu. Ef ekkert verður gert til að koma bankakerfi evrulanda til hjálpar gæti komandi eldstormur á fjármálamörkuðum evrusvæðis brennt grundvöllinn undan evru

Í viðtali á CNBC Europe snemma í morgun sagði forstjóri árangursríkasta vogunarsjóðs Evrópu að það myndi ekki líða á lögnu þar til menn færu að grandskoða útlit evruseðla og neita að veita þeim evruseðlum viðtöku sem ekki væru gefnir út af þýska seðlabankanum. Um ríkisábyrgð Íra sagði hann að ef hann væri Þjóðverji þá myndi hann heimta þýska markið til baka, strax.

PS: ef allir þeir taugaveikluðu Íslendingar sem eru búnir að flytja efni sín yfir á evru-gjaldeyrisreikninga í íslenskum bönkum myndu selja allar evrurnar sínar í einu, og flytja þær aftur yfir í íslenskar krónur, þá væri kanski hægt að flýta fyrir að þessar tvær stöðugu myntir gætu kysst hverja aðra á miðri hraðleið - íslenska krónan á uppleið og sogrör Íra á niðurleið. Panic is not a strategy.

Uppfært:

Það sem forstjóri vogunarsjóðsins var að tala um í morgun virðist vera farið að gera vart við sig í Þýskalandi nú þegar. Sjá viðhengda PDF skrá. Þýskir bankakúnnar skila inn þeim evuseðlum sem eru ekki prentaðir í Þýskalandi og heimta þýska seðla í staðinn. Satt að segja hafði mér ekki dottið í hug að þetta væri nú þegar orðið að raunveruleika. En já, í verðmætakreppu getur allt gerst. Þetta undirstrikar einungis alvöru þeirrar fjármálakreppu sem ríkir núna og sem hæglega virðist geta breytst í peningakreppu (value crisis) hvenær sem er 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta sem forstjóri vogunarsjóðsins talar um hefur þegar hafizt, sbr.:

http://www.telegraph.co.uk/finance/economics/2791587/Support-for-euro-in-doubt-as-Germans-reject-Latin-bloc-notes.html

Evra er ekki það sama og evra. Kannski sjáum við innan ekki svo langs tíma mismunandi evrur verða til. Þýzka evru, ítalska evru, spænska evru o.s.frv. þó sennilega verði þá frekar notuð gömlu nöfnin, mörk, lírur og persetar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Hjörtur. Ég ætlaði aldrei að komast inná heimsíðuna sem þú vísaðir á, vefþjónninn var svo önnumkafinn!


Ja hérna!

Hef núna viðhengt "print" af þessari vefsíðu sem PDF skrá neðst í pistlinum.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ekki málið Gunnar. Athyglisvert samt að talað sé um í fréttinni að uppi séu áhyggjur af því að stuðningur almennings í Þýzkalandi við evrusvæðið kunni að vera að minnka í ljósi þess að þýzkur almenningur hefur aldrei viljað evruna samkvæmt skoðanakönnunum. Þeir vilja þýzka markið aftur. En þeir voru auðvitað aldrei spurðir álits.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

En hvað er að frétta af krónunni strákar? Allt gott?

Heimir Eyvindarson, 2.10.2008 kl. 16:57

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað sem henni líður er ljóst að evran er ekki gjaldmiðill sem rétt er að veðja á til framtíðar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 17:03

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Undarlegt að enginn skuli hafa áhuga á að blogga um þessa frétt á Morgunblaðinu í dag. Ekki einn einasti sem hefur sýnt þessu áhuga ?

Evrópskir hagfræðingar kalla eftir björgunaraðgerðum

Nokkrir af þekktustu hagfræðingum Evrópu hafa í ákalli hvatt leiðtoga Evrópusambandsins til að grípa til sam-evrópskrar neyðaráætlunar til að aðstoða banka álfunnar að koma í veg fyrir að „einu sinni á ævi“-kreppa var algjörlega úr böndunum.

 

 

Hagfræðingarnir 10 vara við því að Evrópa standi frammi fyrir kreppu á borð við þá sem við var að etja í kringum 1930 og sparifé hundruð milljóna sé ógnað nema stjórnvöld bregðist við. Ákallið er birt í riti DIW stofnunarinnar í Berlín og birtist í aðdraganda þess að Frakkar hafa boðið forsvarsmenn Breta, Þjóðverja og Ítala til neyðarfundar í París um helgina til að leggja drög að sameiginlegum viðbrögðum við ástandinu á fjármálamörkuðunum.

 

Franski fjármálaráðherrann bar til baka í fyrrakvöld fregnir af því að Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, sem nú er í forsæti Evrópusambandsins, myndi leggja fram björgunaráætlun fyrir bankana upp á 300 milljarða evra undir svipuðum formerkjum og neyðaráætlunin bandaríska gengur út á, þ.e. uppkaup á vondum eða vafasömum útlánum.

 

 

Hagfræðingarnir 10 ganga að vísu ekki svo langt í ákalli sínu og segja að meginvandi evrópskra banka sé mikil skuldsetning fremur er skortur á lausafé. „Af þeim sökum þarf framlag ESB að beinast að endurfjármögnun bankageirans," segir m.a. í ákallinu.

 

 

Þeir telja að aðgerðirnar þurfi að gerast á sameiginlegum forsendum Evrópusambandsins og þá í gegnum Evrópska fjárfestingabankann. „Núverandi aðferð að bjarga einum banka á eftir öðrum með fjármögnun á landsvísu mun leiða til Balkanvæðingar evrópska bankageirans."

 

Á ákallinu segja hagfræðingarnir að traust milli fjármálastofnana sé á hröðu undanhaldi og þar með hættan á að ótti breiðist hratt út. Umrótið verði að stöðva áður en það heggur að stoðum efnahagslífsins og lami lánsfjármarkaði, útrými störfum og atvinnustarfssemi með stórfelldum hætti. 

Evrópskir hagfræðingar kalla eftir björgunaraðgerðum 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 17:34

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Greining Kaupþings segir í dag 

Blikur á lofti í Evrópu

Evran féll í sitt lægsta gildi í þrettán mánuði gagnvart Bandaríkjadal og í sitt lægsta gildi í tvö ár gagnvart jeni eftir að Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði að forsvarsmenn bankans hefðu íhugað að lækka stýrivexti á vaxtaákvörðunarfundi fyrr í dag. Stýrivextir bankans verða áfram í 4,25% sem er í samræmi við spár 58 sérfræðinga á vegum Bloomberg-fréttaveitunnar, en aðeins fjórir mánuðir eru liðnir síðan bankinn hækkaði stýrivexti sína. Að mörgu leyti má segja að Seðlabankinn hinn evrópski sé á milli tveggja elda: Annars vegar berst hann við verðbólgudrauginn sem þrýstir að dyrum en hins vegar þarf bankinn að tryggja fjármálastöðugleika , sem endurspeglaðist í björgun fimm banka í þessari viku, og draga úr áhrifum samdráttarins í Evrulandi. Trichet bendir þó á að óróleiki á fjármálamörkuðum hafi klárlega dregið úr hagvexti á evrusvæðinu og þá hafi lækkun olíuverðs dregið úr þrýstingi á verðlag.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 17:40

8 identicon

Smá pæling Gunnar.

Er ekki rétt að það er dollar sem er að vaxa í verði vegna gríðarlegrar eftirspurnar frekar en að evra eða aðrir gjaldmiðlar fyrir utan krónu séu að dala?

Nýustu tölur um atvinnuleysi í BNA og samdrátt í útflutningi benda sterklega til að þessi stryking dollars sé frekar óvelkomin eins og staða mála er á þeim bænum.

En annars þá er ég alveg hættur að botna nokkuð í þessu öllu saman..

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:51

9 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Það eru allskyns prump hænsni að fjalla um þessi mál í dag. Það er fjármálakrísa víðast hvar, og seðlabankar dæla fé inn á markaði, ýmist til að koma í veg fyrir að gangverkið stöðvist, eða koma því á stað aftur. Nú eru til dæmis alllar vörugeymslur í asíu að fyllast af drasli sem þeir geta ekki selt, hvað þýðir það? Ekki borða þeir barby dúkkur.

Það er mikið til í þessu hjá þér Jóhann, gengismunur getur orðið í allar áttir, ég er nokkuð viss um að allflestir aðilar atvinnulífsins horfi með öfundar augum á stöðugleika evrunnar í ljósi hörmunganna sem upp er komin hér heima.

Það er bjargföst skoðun mín að þegar runnið er af öllum og fjármála heimurinn er kominn í jafnvægi á nýjann leik, þá sjá menn að besti afréttarinn kemur frá sameinaðri Evrópu!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 3.10.2008 kl. 00:10

10 identicon

Sæll.

Nú þykir mér týra!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 02:45

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innleggin.


Jú rétt Jóhann, eins og er þá henda menn frá sér evrum og flytja verðmæti, fjárfestingar og fjármagn yfir í dollara. Efturspurn eftir dollar eykst og veð hans hækkar -> eftirspurn evru fellur og verð evru fellur. Þetta er þessi frægi stöðugleiki sem menn eru að reyna að selja á Íslandi. Eins og ég hef bent á áður þá finnst mörgum hér í ESB að evra hafi verið leikfang spákaupmanna á gjaldreyrismörkuðum, til dæmis þessum þekkta hagfræðingi hér: The Bank must act to end the euro’s wild rise

Ég leyfi mér einnig að benda á eldri pistil minn hér:

Ónýtir gjaldmiðlar

Það sem er að gerast með íslensku krónuna núna hefur ekkert að gera með sjálfa myntina. Það er svæsin bankakreppa í gangi á Íslandi, og hræðileg fjármálakreppa úti í hinum stóra heimi. Þetta tvennt getur ekki farið verr saman eða gerst á óheppilegri tíma.

Þessi umræða um evru og ESB mun EKKERT hjálpa Íslandi í þessu sambandi heldur einungis flækja málin, og gera ykkur allt miklu erfiðaða fyrir. En þetta afhjúpar þó verstu lýðskrumara landsins sem bensín-sölumenn á meðan eldurinn brennur undir þjóðinni. Evrópusambandið er nefnilega ekki gjaldmiðill.

Vonandi fáum við ekki aftur að sjá svona hræðilega alþjóðlega fjármálakreppu næstu 100 eða 1000 árin.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2008 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband