Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýni á seðlabanka færist í aukana

Það er einungis gott að greiningadeildir banka hafi frelsi til að bera skoðanir sínar til markaðar því þær eiga rétt á sér a.m.k. til jafns við skoðanir annarra aðila. Varðveita þarf þennan möguleika greiningardeilda og ýta ætti undir sjálfsæða og gagnrýna hugsun þeirra því hún ætti að koma flestum til góða. Skoðanir greiningardeilda eiga að vera sjálfstæðar og því sem oftast óháðar stefnumörkun þeirra banka sem þær starfa í. En það má þó ekki láta hjá líða að koma með skoðanir á stefnumörkun þeirra banka sem þær starfa hjá. Í gær viðraði greiningardeild Glitnis vangaveltur sínar um stefnumörkun og starfsemi íslenskra fjölþjóðabanka (sem ég túlka svona: Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata)

Þessi gagnrýni á stefnu Seðlabanka Íslands er sennilega að sumu leyti réttmæt og það er alveg öruggt að það verður hlustað á hana því einungis hin samfélagslega, hagsmunalega og landfræðilega nálægð við Seðlabanka Íslands mun tryggja það. Boðskapurinn þarf ekki að ferðast 4.000 kílómetra leið til Babelsturna í Frankfurt. Það verður því hlustað, þetta verður rætt og jafnvel tekið til greina

Gagnrýni á hina og þessa seðlabanka heimsins tekur nú til. Í fyrradag ásakaði Financial Times seðlabanka Danmerkur um að hafa komið af stað stórdansleik lánahátíðar hjá dönskum heimilum með því að hafa notað fasta bindingu dönsku krónunnar við evru sem svæfil mörg undanfarin ár og sem átyllu fyrir því að hafa ekki aðhafst neitt dönskum efnahag til framdráttar. Það er ekkert sem hindrar seðlabanka Danmerkur í að hafa stýrivexti hærri en á evrusvæði, nema ef vera skyldi sjálfur sáttmáli myntsvæðis Evrópusambandsins (EMU). Þessu smáatriði virðist Financial Times hafa gleymt. Ef danski seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti dönsku krónunnar umfram stýrivexti evru að einverju verulegu ráði, þá hefði gengi dönsku krónunnar að öllum líkindum hækkað og þar með brotið ERM II fastgengis samkomulagið við EMU. Þá hefði seðlabanki Evrópu kanski þurft að grípa til aðgerða til að fella dönsku krónuna með handafli beinna aðgerða í markaði, þ.e. selja birgðir af krónum og þar með fjarstýra gengi dönsku krónunnar úr turninum í Frankfurt. Þetta hefði getað orðið athyglisverð aflraun tveggja seðlabanka

En afleiðingar stórdansleiks lánahátíðar seðlabanka Danmerkur hefur núna haft þau áhrif að dönsk heimili eru orðin ein skuldsettustu heimili allra landa. Þessi skuldsetning í húsnæðislánum er núna að skila sér í hruni fasteignaverðs og sem er búið að kosta okkur skattgreiðendur hér í Danmörku allt að 37 miljarða danskra króna með því að ríkið ákvað að yfirtaka hinn gjaldþrota Roskilde Bank í fyrradag. Ég er samt ekki viss um að þessir atburðir hafi borist mönnum til eyrna í Babelsturninum í Farnkfurt. Hvað heldur þú? 

Tengt efni:

17 aura frávik

Mun ESB hefja herför gegn fjármálageiranum ?

German Bundesbank annual target ranges missed around fifty percent of the time in Germany in the 1980s and 1990s 


mbl.is Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Meðtilhlyðilegri virðingu fyrir greiningardeildum okkar banka, vil ég bara benda á afar einfalda staðreynd, sem öllum svona meðalgreindum íslendingi hefur verið ljóst fráalda öðli en það er sú mannlega art, að kenna öðrum um ófarir sínar og að þegar svíður undan hlandi í brók, vilja menn ólmir dreyfa athygli manna um víðan völl.

Í viðatali við einhvern blaðamann á Eyjunni eða mbl sagði viðskiptaráðherra okkar, sá greindi maður,  að niðurstaða skoðunarkönnunar he´rlendis, að yfir 84 af hundraði aðspurða á aldrinum 15 til 75  ára um hvort menn vildu Verðtrygginguna af, sagði hann efnislega, að það væri pupulismi og hjal að vilja afnema Verðtrygginguna og það væri EKKI sjálfgefið, að hún færi með aðild að ESB, aðild, sem sami hefur mjög svo mært í öllum ræðum og einmitt LOFAÐ skuldugum kjósendum hléi frá ofurvaldi Verðtryggingar BARA EF OG AÐEINS EF að menn kysu ESB aðild.

SVo ætlast menn til, að borin sé virðing fyrir okkar ráðherrum eða ráðHERFUM eins og Stormskerið vill nefna kvenkyns ráðherra, aþr sem Femmurnar vilja kvenkenna ef kona gegnir.

Nei minn kæri. við verðum að heimta að fréttamenn MUNI hvað viðkomandi hefur verið að bulla áður í kosningabaráttunni og inna viðkomandi efit því, þegar hann bullar næst annað.

Miðbæjaríhaldið

vill halda í það sem hald er í en henda hinu

Bjarni Kjartansson, 29.8.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband