Leita í fréttum mbl.is

17 aura frávik

Eins og er þá er leyfilegt frávik dönsku krónunnar í umsjá Danmarks Nationalbank frá gengi Evru aðeins 17 danskir aurar í plús/mínus. Danmarks Nationalbank hefur að undanförnu eytt töluverðum fjárhæðum af gjaldeyrisforða sínum til varnar dönsku krónunni. En danska krónan er gagnkvæmt bundin gengi Evru í gegnum EMS gjaldmiðlasamstarfi ESB.

Um þessar mundir er hér í Danmörku á ný dálítið rætt um upptöku evru. Athyglisvert fannst mér að hlusta á aðalbankastjóra danska fjárfestingabankans Saxo Bank, en hann hefur í þessu tilefni sagt að hann muni leggja inn mannorð sitt í baráttu geng upptöku evru í Danmörku. Hann segir að Danmörk eigi of lítið sameiginlegt með þeim vandamálum sem evru-svæðið þarf að glíma við í formi lágs hagvaxtar og stórra vandamála Suður Evrópu (stundum nefnd junk-economies) og að Danir megi fyrir engan mun missa stýrivaxtavopn sitt niður til Brussel og Frankfurt. Að Danmörk þurfi nauðsynlega á eigin peningastjórntækjum að halda.


mbl.is Danski seðlabankinn hækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband