Leita í fréttum mbl.is

St Louis Fed: Bandaríska hagkerfið keyrði á 90 prósent afköstum

Viðtal við James Bullard hjá Saint Louisdeild Seðlabanka Bandaríkjanna

****

Það er vel þess virði að horfa á þetta viðtal við James Bullard seðlabanka-stjórnarformann Saint Louisdeildar bandaríska seðlabankans; Federal Reserve

Þar kemur fram að á dimmustu dögum lokana vegna kínversku Wuhan-veirunnar í Bandaríkjunum, skilaði hagkerfið í heild 90 prósent afköstum, og hann býst við að það muni í heild hafa náð fullum afköstum –við að framleiða landsframleiðslu Bandaríkjanna– nú þegar um næstu áramót. Eins og sumir vita eru það fyrirtækin og aðeins fyrirtækin sem búa til og framleiða landsframleiðsluna, en heimilin og hið opinbera neyta hennar. Þess sem er ekki neytt innanlands er flutt út til annarra landa eða sett á lagar (sparað). Bandaríkin flytja aðeins um það bil 13 prósentur landsframleiðslunnar út til annarra landa, á meðan útflutningshlutfallið í til dæmis Þýskalandi er um 45 prósentur. Þýskaland er því ofurútflutningsháðasta meiriháttar hagkerfi veraldar og er hagkerfi þess því afmyndað og afbakað samkvæmt því, sérstaklega fyrir þýsk heimili sem varla eru lánshæf lengur og er sparnaður þeirra því einnig fluttur úr landi

James Bullard segir að búast megi við því að flugrekstur taki grundavallarbreytingum þar sem miðaverð mun hækka og eðli rekstrarins breytast. Það sama mun gilda um veitingageirann og ferðaþjónustu

Það er víst óþarfi að taka það fram hér –en ég geri það samt því það er greinilega nauðsynlegt– að ferðaþjónusta er aðeins 2,7 prósentur af landsframleiðslu Bandaríkjanna og er landið því ekki á sömu leið til aukinnar fátæktar og Ísland, þar sem ferðaþjónusta var 8,6 prósentur af landsframleiðslunni 2017; samkvæmt tölum OECD. Ef maður vill halda hagkerfi sínu á fastri stefnu til nútíma steinaldar, þá er um að gera að vera ferðamannaland. Sú ferð tekur ekki langan tíma, og uppþornun skattatekna til hins opinbera reksturs í landinu fylgir auðvitað ókeypis með

Þeir sem neyðast til að fresta ferðalögum eða máltíðum á veitingahúsum munu ekki ferðast tvöfalt meira á næsta ári og heldur ekki borða tvöfalt meira. Þarna í þessum geirum hagkerfisins er því um varanlegan skaða að ræða og sem ekki er hægt að bæta upp né fyrir. Þannig er það ekki með flesta aðra geira hagkerfisins. Þar munu tómatsósuflöskuáhrif verða og má því búast við aukinni verðbólgu, en samt ekki neinni sérstakri, miðað við fyrri tíma

Atvinnuleysi og einaneysla í US í GFC

Mynd WSJ: Þróun einkaneyslu og atvinnuleysis í Bandaríkjunum í fjármálakreppunni (GFC) sem hófst 2007/2008 

V-laga bati í Bandaríkjunum er þegar orðinn í smásölu, sem nú er aðeins 7 prósentustigum undir því sem var áður en veiran sló til og er smásalan því að ná sér ofsaharðar núna en hún gerði í fjármálakreppunni sem hófst 2007/2008. Einkaneysla í landinu náði sér að fullu löngu áður en atvinnuleysi byrjaði að lækka, þegar um fjármálakreppuna var að ræða. Hafði hún þegar náð sér að fullu haustið 2010, en þá var atvinnuleysi vegna fjármálakreppunnar enn í hæstu hæðum eða um 9,5 prósentur. Reikna má því með að atvinnuleysi vestanhafs verði komið niður í 6 prósentur í nóvember þegar forsetakosningarnar fara fram, eins og Lars segir fyrir um í bloggpistli sínum hér

Fyrri færsla

Íslenska þjóðin slær hring um embætti höfðingja hennar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þriðjudagur, 30. júní 2020 kl. 07:32:04

Nú þegar heimurinn breytist hratt undir fótum svo margra íslenskra fyrirtækja, þá væri ekki úr vegi að breyta háskólum okkar þannig að einnig þeir verði hluti af heiminum.

Til dæmis mætti leggja þær háskóladeildir niður sem frekar hafa skaðað Ísland en gert gagn. Deildir sem kenna alþjóðatengsl ætti að breyta í deildir sem kenna þjóðartengsl, þannig að háskólarnir séu að sinna því sem ekki hefur verið sinnt, og þeir tengist þar með aftur þeirri þjóð sem heldur þeim uppi, þ.e. íslensku þjóðinni. Komist jafnvel í samband við hana, með því að kenna þjóðartengsl.

Alþjóðastjórnmál, sem reyndar eru ekki til, ættu að verða Þjóðarstjórnmál, því enginn vildi vera alþjóðin þegar á reyndi, eins og til dæmis núna þegar kínverska Wuhan-veiran bankar á. Þá vill enginn vera heimsborgarinn. Allir vildu fyrst og fremst vera heima í sínu eign landi; vera í þjóð sinni og hluti af henni.

Meistarapróf í Þjóðlegum tengslum er mun betra en meistarapróf í því sem ekki er til. Öll stjórnmál eru staðbundin og allar þjóðir eru staðbundnar nema þær sem ekkert land eiga, og þeim fer ekki vel fyrir á meðan staða þeirra er þannig; þeim er jafnvel reynt að útrýma. Við skulum ekki láta útrýma okkur.

Seðlabankamaðurinn hér fyrir ofan er þjóðlegur, og seðlabanki hans er þjóðlegur líka; þ.e. bandarískur. Á erfiðum stundum heldur hann þó svo gott sem öllum heiminum gangandi líka, sérstaklega Evrópusambandinu, og það gæti hann ekki gert ef hann væri ekki þjóðlegur. Ef hann hins vegar væri alþjóðlegur þá væri hann ekkert og gæti ekkert.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2020 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband