Leita í fréttum mbl.is

EES og ESB að verða kirkjugarður Sjálfstæðisflokksins

Sannir skriffinnar spyrja aldrei af hverju þeir eru að þessu. Hendir þú í haus þeirra pappírum þá grúfa þeir sig skilyrðislaust yfir þá og kafna. Já-já forysta Sjálfstæðisflokksins virðist vera að kafna í því sem hent er í haus hennar frá útlöndum

Pólitískir óvinir fullveldisins sjá kærkomið verkfæri í orkumála-pakka-pólitík ESB til að koma gangverandi fjárfestingum í stóriðju í uppnám hér á landi, og grafa undan öryggi slíkra fjárfestinga. Þeir sjá líka það sem Bjarni Jónsson bendir á: Icelink-inn sem endanlega sleggju á þær fjárfestingar

Bara það eitt að snerta á einhverju sem viðkemur orkumálabáknum Evrópusambandsins, hefur vissan dauða í för með sér fyrir þá stefnu sem við sjálf höfum haft í orkumálum. Það sér maður undir eins á því sem þegar hefur verið innleitt hér á landi, og skapað hér skriffinnskulegt erfiðleikalandslag fyrir þann einfalda hlut að fá eitt stykki rafmagn afhent inn á eitt venjulegt heimili. Tveir reikningar, tvöföld skriffinnska, tvöfeldni, tvöfalt bákn og hálfdauða víra úr skriffinnsku. Heill her af þessu ESB-rusli er nú að myndast á meginlandi Evrópu, sem er að tærast upp í Evrópusambandinu. Neytendur borga og borga og lönd þeirra verða smám saman að nýlendupökkum

Eldflaugaárás þjóðfrelsisafla Sjálfstæðismanna á Valhöll á fimmtudag, kom sem aðvörun til þeirra í flokknum sem beita pólitískum eiturefnavopnum á íslenska lýðveldið og stjórnarskrá þess. Það eitur er upprunamerkt Brussel, sem er í vösum tveggja hálf misheppnaðra ríkja á meginlandi Evrópu

USS Newport News (SSN-750) hefur nú siglt um Gíbraltarsund inn í Miðjarðarhaf, en hér er um að ræða harðskreiðan árásarkafbát bandaríska flotans. Viðvera hans þar núna, fylgir auknum ótta um að önnur eitur-efnavopnaárás með aðstoð Rússlands sé í bígerð í Sýrlandi

Bandaríkin réðust inn í Þýskaland fyrir 74 árum, settust ofan á landið, létu það gleypa pólitískar pillur sem Íslendingum líkaði þá vel. Pillurnar hétu valkostur. Sama gerðu Bandaríkin í Japan og Suður-Kóreu. En nú er Þýskaland byrjað að flosna upp aftur, vegna Evrópusambandsins, og byrjað aðhyllast rússneska samninga á ný. Hvernig halda menn að Þýskaland væri stjórnarfarslega séð statt í dag ef Bandaríkin hefðu ekki sest ofan á landið og látið það gleypa. Jú, það væri pólitískt villimannaland enn þann dag í dag. Þar er enn stutt í gömlu pólitísku villimennskuna, eins og sést best á meðferð Þýskalands á Grikklandi og Suður-Evrópu - auðvitað í krafti Evrópusambands, sem orðið er rafmagnsstólaveldi

En þessum nauðsynlegu setum voru margir vesturlendingar búnir að gleyma, þegar tilraun var gerð til að setjast ofan á Írak um stund og láta það gleypa, eftir að landið hafði ráðist á fimm nágrannalönd. Þar er því allt í steik enn, og sömu sögu er að segja af Mið-Austurlöndum öllum, nema Ísrael

Upprunalegu styrkleikamerkin sjást vel á Bandaríkjunum í dag. Um þessar mundir eru þau að tæta út gamlar innréttingar og skipta um lagnir í húsinu, með ofboðslegum hávaða. Þetta er styrkur Bandaríkjanna; Að taka til á fullum útblæstri og klára það verk sjálf. Þau eru fyrst og mest

Fyrri færsla

Bandaríkin senda landgönguliða til Taívan. Hjólastígar, nei takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þannig að þú myndir segja upp EES-samningnum án þess að hika

EF að  þú fengir að vera alvaldur í landinu

og reyna þá að semja upp á nýtt í anda Kanadasamningsins við ESB?

Eða hvað?

Jón Þórhallsson, 2.9.2018 kl. 11:56

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Jón, og sérstaklega eftir að ég horfði á nýsjálenska lambakjötið koma veltandi yfir markaði ESB-landa á sama tíma og Ísland varð EES ríki. En þá hvarf íslenska lambakjötið úr öllum verslunum úti og Íslendingar breyttust í pólitískar paprikur og ættu að þora að draga andann og nema í gegnum tilskipaða fjóshauga ESB, sem kostaði íslenska bændur markaðina.

Nýja Sjáland er ekki í ESB og þar kemst ekkert vont inn þó svo að allt sem renna þurfi út renni út.

En þeir sem hafa fjárfest sig í hel í pólitískum ESB-pyttum á borð við Schengen, þora ekki að bakka út af ótta við að pólitískar paprikur þeirra kæfi þá í leiðinni.

ESB er bara smá brot af heiminum og evrusvæðið er versta meiriháttar efnahagssvæði heims. Þar er framtíðin kolsvört. Svo má ekki gleyma því hverju lagapakkar ESB komu hér í kring í fjármálageiranum: þ.e. bankahruni.

ESB er AIDS fyrir þjóðir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2018 kl. 12:13

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott innlegg Gunnar og Jón ég myndi líka koma mér úr þessum EES samningi ásamt Shengen. Þessir samningar eru stærstu skaðvaldar okkar og eitt er víst að við höfum næga kaupendur. Manstu eftir einhverju veseni eftir að Rússar settu okkur á bannlista. Fiskur selst alltaf og ef ekki þá geymist hann í sjónum og hleður einn vexti. 

Valdimar Samúelsson, 2.9.2018 kl. 17:39

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Valdimar, það er töluvert tjón sem hlaust og er enn í gangi varðandi Rússabannið. Það mun hlaupa á tugum milljarða þegar upp er staðið, varlega áætlað.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.9.2018 kl. 22:20

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sindri ég er viss um að við höfum orðið fyrir tjóni þegar heilt veldi er lokað á okkur en skrítið að ekkert hefir verið gefið út um það mál. Nú er bara að sína skinsemi vegna Bandaríkjanna svo þeir loki ekki á okkur. Eitt skal ég segja að Bandaríska sendiráðið fylgist með öllu alveg niður í NoBorder og neðar t.d. veggjakrot upp í pólitískar vitleysur.

Valdimar Samúelsson, 3.9.2018 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband