Leita í fréttum mbl.is

Frosti: Ráðal­eysið al­gert meðan landið er selt und­an þjóðinni

Segir Frosti Sigurjónsson hér

Áfram Frosti!

Í sumarhefti Þjóðmála 2012 ritaði ég greinina; "Byggðastefna undir sjálfstæðisyfirlýsingu - Vegurinn opnaður vegna jarðarfarar?" Þar sagði ég að sú byggðastefna, eða sá skortur á henni, sem viðhöfð er á Íslandi hafi þýtt og muni þýða eftirfarandi:

Tilvitnun hefst:

Af svona byggðastefnu leiðir:

  • Verðbólga verður meiri. Það þekkja þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu því þeir hafa knúið verðbólguna áfram með eins konar hurðaskellum.
  • Bólumyndun í hagkerfinu verður eðlilega meiri.
  • Nýsköpun verður minni því of margir hugsa eins við svipaðar aðstæður.
  • Samkeppni minnkar því svæða- og héraðsöfl landsins eru orðin geld.
  • Fjölbreytni minnkar því svo fáir vita um alla möguleikana annars staðar. Þeir eru í hjörð sem bítur gras á sama bala á sama stað.
  • Fákeppni innanlands og eignaupptaka fyrir utan ferkílómetrana fáu verður ráðandi.
  • Samfélagið verður vanskapað, visnar og gæti veslast upp.
  • Landið verður tekið af okkur og aðrir munu nema það

Fólkið verður að sjá tækifæri í byggðastefnu. Það verður að gera það á sama hátt og það sá tækifærin í Reykjavík og fluttist þangað þeirra vegna. Þegar byggðastefna er nefnd á nafn í dag sér fólkið fyrir sér kjördæmapot þingmanna en ekki tækifæri. Og þegar "byggðastefna" er nefnd á nafn utan höfuðborgarsvæðisins sér landsbyggðin einungis fyrir sér brostnar vonir, svikin loforð og hræsni.

Byggðastefna til góðs eða ills

Það er hægt að nota byggðastefnu sem valdaverkfæri til að ná fram ákveðinni þróun og árangri en oftast til að ná fram öðru af tveimur markmiðum:

a) Byggðastefna er notuð til að mynda, styrkja og halda þjóðríki borgaranna saman. Þá er hún notuð sem verkfæri í þágu þjóðríkis borgaranna og til að styrkja það. Byggðastefna er þá lím (ethos) fyrir land þjóðríkis fólks (demos) sem á sér sameiginleg markmið (telos), þ.e.a.s. þann sameiginlega tilgang og markmið sem myndar þjóðríki þeirra.

b) Byggðastefna (í ESB) er notuð til þess að slökkva og til að sundra og þurrka upp þann jarðveg sem þjóðríki borgaranna getur þrifist í. Undir þannig skipulagi og lagaramma er byggðastefna notuð sem eins konar slökkvitæki og verkfæri niðurrifs. Hún kemur inn í samfélag þjóðríkisins sem tundurspillir. Þannig stefna getur einnig komið innan frá úr þjóðríkinu með aðstoð og fyrir tilstilli utan að komandi afla eins og við erum að upplifa í dag sem Evrópusambandsmartröð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Tilgangurinn er að sundra, spilla, etja fólki saman og upp á móti samfélagi sínu og koma þjóðríkinu fyrir á biðlistanum eftir engu nema þeim hægfara dauða sem ég kynntist svo vel í dreifbýli meginlands Evrópu.

Tilvitnun endar.

Eftirmáli

Varðandi verðbólguna núna; þá er hún einungis lág vegna innfluttra vinnuþræla í ferðaþjónustu, byggingum og öðru. Íslendingar eru byrjaðir að ESB-geldast og ESB-vanskapast, þökk sé EES-aftökustól ESB. Og verið er að selja landið undan þjóðinni! - þökk sé EES-tengingunni, sem orðin er að martröð. Þetta er að gerast á vakt Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem er minn flokkur. Á ég kannski að þurfa að kjósa Miðflokkinn næst?

Fyrri færsla

Viðskiptastríð ljósmæðra - og Bandaríkjanna


mbl.is Aðeins einstaklingar geti keypt jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með ykkur Frosta - og það er ekki eftir neinu að bíða.

Ragnhildur Kolka, 23.7.2018 kl. 17:32

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Miðflokkurinn mylur undir sig, hægt en örugglega, með dyggri aðstoð frá forystu ríkisstjórnarflokkanna. Forystu sem er svo steingeld orðin í innleiðingarhlutverki sínu, fyrir hönd esb, að hún heldur meira að segja hatíðarfund á Þingvöllum og hélt að fullt af þrælum myndi mæta. Athlægi ársins. Algerir aular, enda hrynur fylgið af þeim öllum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.7.2018 kl. 18:43

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Halldór Egill - Um hátíðarþingfundinn á Þingvöllum er það að segja hann var ekki hugsaður sem einstakur fólksmassa atburður, heldur sem byrjunin á því að þingið geti komið reglulega saman á þeim helga stað. Það var tilvaldið að reyna að brydda upp á þannig hefð af þessu tilefni. Allir sem vildu fylgjast með þingstörfum á þessum degi gátu það, alveg eins og þeir geta er þingfundur er haldinn í Reykjavík. Og sjónvarpað var frá fundinum.

Eins og Steingrímur J. Sigfússon sagði:

"Alþingi er bundið Þingvöllum órjúfanlegum böndum og Þingvellir Alþingi. Fram hafa komið hugmyndir um á umliðnum árum að hlúa betur að þeirri arfleifð sem tengir Alþingi í dag við hið forna Alþingi á Þingvöllum. Í þeim efnum hefur helst verið horft til þess að setning Alþingis gæti farið fram á Þingvöllum. Það sjónarmið styð ég heils hugar. Hér á Þingvöllum mætti hafa þingsetningarathöfn að vori að loknum reglulegum þingkosningum hverju sinni og skapa því viðeigandi umgjörð í sátt við náttúruna og helgi staðarins."

Mér finnst sjálfsagt að virða það sem vel er gert. Þessi þingfundur fór fram með miklum sóma þökk sé meðal annars Steingrími, - nema að undanskildu geðvilltu úrhraksskrópi Pírata og pressu-trunti veruleikafirrts þingmanns Samfylkingar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2018 kl. 19:33

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sælt veri fólkið! ÉG hef oft hugsað til Frosta eftir að hann hvarf af þingi,svo sárt saknað af sjálfstæðissinnum.Er ekki rétt að ríkisstjórnin skoði tillögur hans um hertar reglur við kaup á jörðum út um landið, -- m.a.eitt af því sem flest okkar höfum áhyggjur af.- Kæri Gunnar,hvað gerum við ef flokkurinn okkar blindast af EE,jafnvel svo að ekki er lengur við neitt ráðið og eftir korter er það of seint! Þurfum þá ekkert að kjósa.
          Es; Er ekki Steingrímur snúinn heim?


 

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2018 kl. 02:31

5 identicon

Áður en við vitum af verðum við landlaus að læra eigin tungumál. En án gríns, hvað ætla þessir technónördar niðri á Alþingi að gera í þeesu? Líklega ekkert eins og venjulega.

Sigthor Hrafnsson (IP-tala skráð) 24.7.2018 kl. 03:14

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Helga og Sigþór.

Þetta er sama aula-sauðletin, andvaraleysi, kæruleysi, aumingjaskapur, barnaskapur og vítaverða vanrækslan sem stjórnvöld viðhöfðu þegar bankabólan var að grafa um sig og hrundi svo ofan á þjóðina. Eiginlega á ég ekki eitt orð yfir þetta annað en vítaverð vanræksla og aumingjaskapur. Stjórnvöld virðast orðin veruleikafirrt, getulaus og sinnulaus á ný. Manni langar til að öskra!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.7.2018 kl. 04:40

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góðan dag meistari,hvernig væri að láta það eftir sér? Væri ekki okkar kór áhrifamestur? Aðferðin byggir á létti okkar sviknu með orðlausri áminningu til þeirra sem ábirgð bera. -Öskur hljómar vel á völlum eins og Austurvelli; ÚEBé. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2018 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband