Leita í fréttum mbl.is

Hver á að taka við flóttamönnunum frá Evrópusambandinu?

Sýrland er eins og Evrópusambandinu er ætlað að verða. Sambruni margra þjóða. Í sumri þessu á Sýrlandi búa nú fimm þjóðir, innan hannaðra landamæra með Schengen bragði. Landið er hannað af Frökkum eins og Evrópusambandið, sem arkitektónískt og stjórnsýslulega er einnig frönsk hönnun elíta þess miðstýrða lands. Franska sýrlenska hönnunin er sprungin og samsteypan brennur. Stendur bara í ljósum logum sem algert misfóstur fyrir borgarana. Evrópusambandið brennur einnig. Það logar. Klerkaveldi þess hefur kveikt marga elda. Og eldar þessir skapa vakúm. Í vakúmi þessu skjóta ömurleg öfl rótum og vaxa sig sterk

Svona er að neita að horfast í augu við þá staðreynd að þjóðríkið er fremsta manngæskuberandi skipan veraldlegra mála. Þess vegna vill Evrópusambandið drepa þjóðríkið. Drúsar þurfa til dæmis þjóðríki eins og Gyðingar, en hafa það ekki. Þeir leita ásjár í Ísrael, sem er eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum 

Vegna ESB-dýrkandi fjölmiðla og afglapa margra Vesturlanda er þjóðríkið Ísrael nú jafn hatað í Evrópu og Norður-Kórea er. En þökk sé þó fyrst og fremst sjálfu afglapaveldinu ESB, sem hatar Ísrael af því að það er nýtt þjóðríki og bara þjóðríki og sem þorir að verja sig og borgara sína. Það er frumskylda hverrar kjörinnar ríkisstjórnar að verja líf, limi og eignir borgarana. Alger lágmarks frumskylda!

Evrópusambandið er að búa til vakúm, sem verður fyllt upp. Flóðgáttirnar eru opnar, fyrst og fremst fyrir of mörgu illu. Hvert eiga þjóðir Evrópu þá að flýja, er ESB samkvæmt miðstýrðum áætlunum elíta þess, logar stafnana á milli og komandi blóðugir bardagar byrja að geisa?

Fyrri færsla

"Samstaðan" að ofan - eins og síðast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband