Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptaþvinganir á Rússland eru glórulaus mistök

Charles de Gaulle forseti hins þriðja Frakklands af þeim fimm til sex, neitaði Bretum um inngöngu í Evrópusambandið, því hann sagði að Bretland passaði ekki þar inn. Passaði ekki þar inn, sagði hann, því Evrópusambandið ætti að ná frá eystri-ströndum Atlantshafs og austur að Úralfjöllum. Að Bretland ætti ekki heima á því meginlandi Evrópusambandsins. Þetta var og er alveg rétt hjá honum, enn þann dag í dag: Ó-hagganlegar stærðir

Það er stutt síðan að þjóðkjörnir þingmenn og ráðherrar ESB-landa flykktust á ESB-bótum úr á götur í Kænugarði til að steyta hnefana framan í það sem þeir vissu ekki hvað var. Í siðuðum löndum mæta þjóðkjörnir stjórnmálamenn ekki með hnefana á lofti út á torg og stræti annarra landa, og alls ekki í fylgd skríls. Þessir menn voru frá löndum sem hafa stjórnmálasamband við Úkraínu í gegnum sendiráð og utanríkisþjónustu. Hvað héldu þeir að þeir væru að gera þarna? Vinna landi sínu gagn? Nei það voru þeir ekki að gera

Hvað hefðu íslensk stjórnvöld hugsað ef að erlendir þingmenn og jafnvel utanríkisráðherrar annarra landa hefðu staðið með skríl í rassvasanum á Austurvelli og steytt hnefana framan í Alþingi Íslendinga?

Að láta ESB-fífl fara þannig með sig að einn þjóðkjörinn maður í Rússlandi sé gerður að hálfgerðum glæpamanni í augum veraldar, er sjúkt. Gersamlega sjúkt

Að láta ESB-fífl fara þannig með sig, útaf þessum eina manni, að troða eigi nú ísmolunum aftur í kaldastríðsvélina, er algerlega óviðunandi. Þetta allt, eins og Kissinger segir, er "ekki stefna heldur sjúkdómseinkenni stefnuleysis". Menn verða að gjöra svo vel að gera miklu miklu betur enn þetta

Og á svo að láta Siggu Jóns og Gumma kokk fara í viðskiptastríð við rússneska fólkið út af fíflum Evrópusambandsins? Nei takk segi ég

Fyrri færsla

Kína fellir kommúnistagengið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Utanríkisráðherrann okkar virðist nú ekki vera meiri "bógur" en það ,að hann fer algjörlega eftir "utanríkisstefnu" ráðuneytisstjórans í utanríkisráðuneytinu.

Jóhann Elíasson, 12.8.2015 kl. 13:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jóhann

Helmut Schmidt kanslari og lið hans léku einu sinni þá leikfléttu í Kalda stríðinu að kýla Carter Bandaríkjaforseta utan undir með Ostpolitik sem vel hefði getað kostað svo mikið að Bandaríkjamönnum hefði ekki tekist að létta járntjaldinu ofan af þessu volaða meginlandi taparanna í Evrópu þannig að sólin gæti loksins sést þar á himni.

Þetta gerði þýski kanslarinn til að vinna sig upp í Ameríku-haturs-áliti hjá Frökkum sem hötuðu Bandaríkin jafn ákaft og stærstu valdablokkir Þýskalands hafa alltaf gert og hvers hatur er helsti sameiginlegi drifkrafturinn á bak við upprisu Evrópusambands Þýskalands og Frakklands. Restin af Evrópusambandinu er eins og allir vita, grænmeti.

Með Ostpolitik trixinu tókst ESB-federalistanum Schmidt að láta Frakka éta hugmynd hans um EMS sem er ERM og sem í dag er evran: one imperial federalist money

Og nú etja þessi uppsköfnu ESB-öfl demókrata-kjánanum Obama saman við Rússland og leika sér að því. Það er átakanlegt að Bandaríkin skuli ekki sjá í gegnum þessa fléttu. Sjá að það er 100 prósent ábyrgðarlaust Evrópusamband sem stendur á bak við þetta allt.

Ekkert réttlætir þessi anti-Rússlands tilþrif sem við sjáum í dag. Hér er enginn málstaður. Hvorki móralskur né hagsmunalegur. Þetta er allt ein helvítis ESB-þvæla með æ-undirliggjandi dagskrá ESB sem drifkraft

Sem betur fer er kosið í Bandaríkjunum á fjögurra ára fresti. En svo er ekki í ESB

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.8.2015 kl. 15:51

3 identicon

Hvernig telur þú Frakklönd? CdG var fyrsti forseti fimmta lýðveldisins, sem samkvæmt síðustu talningu er enn við lýði.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 19:22

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigurður.

Þar sem Vichy-France á öxli Lotharinga hefur nú sigrað undir fánum Evrópusambandsins og loksins loksins komið Frakklandi undir langþráða þýska mynt, eins og reynt var 1940 er herr Henri Ardant aðalbankastjóri Société Générale fór til herr Hitlers til að biðja hann um það og eitt stykki myntbandalag, þá hefur sá sigur lokað fyrir það að franska fimmta lýðveldið geti sinnt því hlutverki sem var sjálfur stofntilgangur þess: að starfa í þágu frönsku þjóðarinnar og gæta hagsmuna hennar, en ekki að eyðileggja pólitískt lögmæti fimmta lýðveldisins og lýðræðis í landi Frakka.

Þetta er hið sjötta Frakkland í mínum augum. En í augum Vichy ESB-elíta landsins er ekki talað um hið sjötta á þessum nótum. Gáir þú nánar að og með lagni er Google ef til vill vinur þinn. 

Halló ERM-Bonn, ERM-París hér

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.8.2015 kl. 19:56

5 Smámynd: Snorri Hansson

Þessi grein er einfaldlega frábær. Ég las alt sem ég  komst yfir meðan á þessu stóð og þín lýsing er nákvæmlega rétt.

 Og  svo mætti  utanríkisráðherra íslands og gerði sig að fífli á ógleymanlegan hátt.                                  

Snorri Hansson, 13.8.2015 kl. 09:58

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann þarf nú ekki að hafa mikið fyrir því að gera sig að fífli.

Jóhann Elíasson, 13.8.2015 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband