Leita í fréttum mbl.is

Nokia orðið minna en álverið í Straumsvík ?

Disconnecting the People

Í desember 2009 skrifaði ég smá pistil um síðustu verksmiðju Nokia í Vestur-Evrópu. Verksmiðjunni hefur nú verið lokað. Rýnivinna fór fram. Í maí mánuði sama ár skrifaði ég um að Finnland ætti ekki afturkvæmt út úr ESB og evru.
 
Líklega er komið að því að meta megi nú hvort Nokia sé stærra og ábatasamara hlutfall af landsframleiðslu Finnlands en gamla álverið í Straumsvík er íslenska hagkerfinu. Álverið í Straumsvík hefur staðist tímanna fölsku tennur og malar stanslaust gull inn í hagkerfi Íslendinga. Búrfellsvirkjun sér til þess. Það mannvirki malar gullið hvern einasta dag ársins og fer bygging sú bráðum að líkjast gullborg. Náttúran dælir vatni upp. Það fellur síðan til jarðar, rennur því næst í gegnum gulltúrbínur stöðvarhússins og endar sem útflutningur og jákvæður viðskiptajöfnuður. Skip sigla út og inn. Ys og þys verður. Þessi rekstur fer ekki neitt, svo lengi sem við sjálf ráðum okkar eigin málum. 

Neikvæður viðskiptajöfnuður Finnlands vegna hins svo kallaða "tæknigeira" landsins, sem nú er að detta ofan í kisturnar, var orðinn efnahag Finnlands afar erfiður.  Hann var eitthvað annað. Nú er hann næstum ekki neitt.

Gerald_Scarfe_Pink_Floyd_The_Wall_-_Hammers
Finnland er í Evrópusambandinu, það sést, því drepst þar flest. Finnland gæti aldrei gert það sem Íslendingar gera: að selja raforku til langlífra fyrirtækja sem verða ekki að gjalli. Þau álver sem áður voru á Ítalíu urðu að loka því Evrópusambandsaðild landsins bannaði hagfellda raforkusölu til stóriðju þar í landi. Ríkið Ítalía er því komið undir leppstjórn Brussels og standa reglugjörðarlega stífar og blástimplaðar ESB-ljósaperur þar upp úr hálsmálum stjórnvalda, sem sjá minna en ekki neitt. Næst kemur svo hamarinn.
 
Asnar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband