Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk áhætta ræður ríkjum á Evru-Víetnamsvæðinu

Evrusvæðið nötrar og skelfur vegna þeirra skelfinga sem myntbandalag Evrópusambandsins hefur fært Evrópu og heiminum öllum. Norður-Evru-Víetnam á móti Suður-Evru-Víetnam er landslag sem öllum er að verða kunnugt. Flest er orðið mun verra í Evrópu eftir að pólitískum áhrifamönnum úr elítu ESB í Brussel og aðildarlöndunum tókst að troða geðklofinni pólitískri mynt Evrópusambandsins eins og handjárnum upp á 17 þjóðir Evrópu. Neyðarástand ríkir nú í Evrópu af völdum myntarinnar. Fjármálamarkaðir heimsins finna 1931 lyktina frá 2011 Kreditgaleanstaltinu í Evrópu.
  • Evran fallin um 5 prósent á nokkrum sólarhringum
  • Þýski Deutsche Bank‎ fallinn sem spýta um 9 prósent bara í dag
  • Franski Societe Generale um rúmlega 17 prósent í dag
  • Franski BNP Paribas (PAR)‎ um tæp 13,5 prósent í dag
Bandaríkin, þó ljót séu, eru öruggasti staður í heiminum.

Rauða herdeildin
Atvinnumálaráðherra Ítalíu, Maurizio Sacconi, aðvarar land sitt vegna þeirra fyrirskipana sem Silvio Berlusconi bárust í bréfi frá seðlabankaríkisstjórn Brussels um að umbylta í hvelli atvinnumarkaði Ítalíu. Sacconi segir að þetta geti sett bylgju hryðjuverka af stað í landinu á ný. Einhver hér sem man eftir rauðu herdeildinni (the red brigade)? Hún gæti kannski tekið sér nýtt nafn: blágula herdeildin.

Setulið Evrópusambandsins í Aþenu sá rautt þegar neista af lýðræði sló niður í Grikklandi með því að imprað var á hugsanlegu þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit enn sem komið er hvað er eða hvort verður. 

Nýjustu spekúlasjónir í evrurústum Evrópusambandselítunnar ganga út á það að Silvio Berlusconi geti fundið upp á því að hoppa út úr evrunni og endurnefna skuldir landsins í lírum þegar bankakerfið er undir áhlaupi. Að Ítalía sé eina landið sem gæti þetta vegna þess að megnið af eigendum ríkisskulda landsins eru hvort sem er búsettir í ítalska hagkerfinu.
 
Svarti pétur færist nær og nær Þýskalandi - og Austurríki líka sem skreið yfir 10 prósent líkum á ríkisgjaldþroti á skuldatryggingamörkuðum í dag. Næsta skref fyrir Austurríki, nú þegar með nokkra þjóðnýtta evru-banka í maganum, eru 25 prósent líkurnar á ríkisgjaldþroti.
 
Ný Marshall áætlun þyrfti að fara í smíði handa Evrópu eftir ESB 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú eru Írar skyndilega farnir að finna peninga líka.

Ég get ekki gert af því, en ég er ekki alveg að kaupa þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 19:03

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já.

Þetta er líklega óvæntur hagnaður af afleiðuviðskiptabraski írsku ríkisstjórnarinnar, eins og þeirrar þýsku í gengum beinagrindasafn hennar í marggjaldþrota Hypo Real Estate. Getur gufað eins hratt upp aftur og þetta gufaði niður. 

Gunnar Rögnvaldsson, 1.11.2011 kl. 19:11

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta minnir mann á góðu gömlu dagana þegar 12 af 13 ríkisstjórnum Evrópu svindluðu sér í gegnum Maasticht girðinguna með álíka braksi, fupp og fídusum til að geta tekið upp evru;

Sjá WSJ; Europe's Original Sin 

og The Economist; Those wicked speculators again

og New York Times; 1996: Bonn Accuses Paris of 'Window Dressing' : Germany Assails France Over Budget Maneuvers

og CEPS; CEPS Policy Brief

Gunnar Rögnvaldsson, 1.11.2011 kl. 19:33

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvað ætli Össur segi við þessu? Ekkert, eins og í gær?

Synd, það hefði verið svo spennandi að heyra hann tala af öllu sínu "ekki hundsviti" um málin.

Haraldur Hansson, 1.11.2011 kl. 21:03

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Athyglisverðir hlekkir og upplýsandi.

Í framhaldi af þeim, þá spyr maður sig hvaða fegrunaraðgerðir Jóhanna ætlar að ráðast í til að uppfylla Maastricht skilyrðin.  Ekki hefur hún hernaðarútgjöld, sem hún getur gleymt að færa til bókar t.d.

Ég held að við uppfyllum eitt skilyrði í þessum samningi ef nokkuð í dag.

Er sú staðreynd ekki nægileg til að bíða að minnsta kosti í einhver ár með umsókn. Þetta er gersamlega vonlaust dæmi hjá þeim. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2011 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband