Leita í fréttum mbl.is

Nokkuð satt - og loksins rétt

"Evrusvæði Evrópusambandsins er lokað hagkerfi sem samanstendur af 17 litlum opnum hagkerfum. Summan af 17 litlum opnum hagkerfum er eitt stórt og lokað Evrópusamband." Þetta segir hann. 

Enn fremur segir hann að Evrópusambandið og svo kallaðir leiðtogar þess hafi gert þessa tifandi púðurtunnu að heilu sveitamennsku-heimsveldi og fullkomnu meistaraverki forheimskunnar. Og að allir þeir hagfræðingar sem þetta sautjánda settvirki asna ESB notast við, séu svo heimskir að þeir gætu ekki án aðstoðar opnað tómatsósuflösku án blóðbaðs. Þetta segir hann líka, en óbeint. 

Did I think they were morons, he asked?
 
Þetta eru bein og óbein orð eins fremsta Evrópusambands- og evrufíkils meginlandsins, Wolfgang Munchau, sem ritar þetta brennandi ástarljóð sitt til ESB í Financial Times í dag. Hann er orðinn svo hræddur um að stofnun Bandaríkja Evrópu glutrist niður vegna fyrirþvælings 17 sveitamanna sem koma þarf samstundis fyrir kattarnef, að hann, já hann, er að tryllast af hræðslu við þessi 17 þjóðkjörnu fyrirbæri.   

Já. Þetta var svo frábær hugmynd, þetta myntbandalag. Maður tekur fullveldið af 17 ríkjum í peninga- vaxta- og myntmálum. Læsir þau svo saman í járnföstu gengisfyrirkomulagi við hvort annað í gegnum hina sameiginlega mynt sem allt er að drepa. Svo hendir maður lyklinum burt og lætur þau um að kála hvort öðru í endalausri innbyrðis efnahagslegri styrjöld og í kapphlaupi við hvort annað niður á botn samfélaganna - í krafti regluverka sem virka ekki - og gegnum eilífar innvortis gengisfellingar árhundruðum saman. Og þetta halda jafnvel sumir að enn sé hægt að lagfæra.

Svona fer þegar heilabúi frammámanna er varpað fyrir róða. Þá verður það að utanborðsmótor heimskunnar, eins og þeim sem nú knýr ríkisstjórn Íslands áfram inn í hið stóra og lokaða hagkerfi heimskingja; Evrópusambandið sjálft. Apabúr plánetunnar.
 
Krækja
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Meðlima Ríki EU er í lokaðri innbyrðis keppni um auka sitt árlega framlag  til Heildar GDP(PPP) [stækka sinn árlega evrukvóta á eigin neytendamörkuðum ] á sameiginlegum grunni fjórfrelsis[: ekki fimm frelsis],utanríkjamála, vegna innkaup á hráefnum og orku til hlutfallslegra skiptingar m.a. 

Sumi ríki flagga öllum sínu varasjóðum: önnur eru varkár og vanmeta allar sínar framtíðar eignir í árs uppgjörum.  Hvað ríki vinna innri einka samkeppnina í EU  er spurning sem  gaman væri að fá svar við.

Júlíus Björnsson, 17.10.2011 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband