Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi er að aukast á Íslandi, ekki minnka

Oftar en ekki gleypa menn hrátt það sem sagt er. Sagt var í gær að atvinnuleysi væri að minnka á Íslandi. En er það rétt?

Nei, það er ekki rétt. Það sem hefur minnkað er sú traffík sem menn leggja á sig til að skrá sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun því þeir eiga ekki rétt á neinu. Sem sagt; dregið hefur úr vinnu þeirra sem vinna við að skrá fólk sem á rétt á einhverju atvinnulaust. Það er allt og sumt. 

Þeim sem eru atvinnulausir - fólk án atvinnu - hefur hins vegar fjölgað, þrátt fyrir fólksflóttann. Og hér eru einnig mældir þeir sem eiga ekki rétt á bótum. Þessi tala stækkar - og stækkar. Og vinnustundum í hagkerfinu fækkar. Og atvinnuþátttaka minnkar. Og hagvöxur, hvar er hann? 

Atvinnuleysi: 

  • Árið 2008; 3,0%
  • Árið 2009; 7,2%
  • Árið 2010; 7,6%
  • Árið 2011; 7,8 % (1.ársfj) og 8,5% (2.ársfj)

Atvinnuþátttaka:

  • Árið 2008; 82,6%
  • Árið 2009; 80,9%
  • Árið 2010; 81,1%
  • Árið 2011; 79,2% (1.ársfj) og 83,0% (2.ársfj)

Vinnutími:

  • Árið 2008; 41,6t
  • Árið 2009; 39,6t
  • Árið 2010; 39,5t
  • Árið 2011; 39,5t (1.ársfj) og 40,0t (2.ársfj)

Ekkert gengur árfam. EKKERT! Fólkið dettur bara út af bótaskrá og missir kaupmátt enn frekar.

Tölur Hagstofu Íslands, vinnumarkaðsrannsóknir; Laun, tekjur og vinnumarkaður

Þetta er líklega mesta atvinnuleysi á Íslandi síðan mælingar hófust! Að minnsta kosti síðan AGS fór að fá tölur frá Íslandi. Hvorki meira né minna. Og það mun aukast enn frekar í vetur.

Þetta er óbærilegt atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða. Uppskriftin að fátækt og áframhaldandi skattahækkunum. Tekjur ríkissjóðs koma allar frá atvinnustarfsemi og þær eru mun minni en gert var ráð fyrir. Svo skiptir einnig höfuðmáli við hvað fólk vinnur, enda sést það á hagvaxtarhryllingnum.

Þetta er stórfellt atvinnuleysi, alveg sama hvað gerðist árið 2008. Og árið 2012 er að ganga í garð eftir rúma tvo mánuði.

Fjárfestingar og einkaneysla að aukast? segið þið. Nei. Þetta er bara hið klassíska dead cat bounce sem þið sjáið; dauði kötturinn sem hoppar 3,2 prósent upp í lofið þegar hann skellur líflaus á steinsteypunni. That's all.

Með þessu áframhaldi verður kreppan kannski búin eftir 50-100 ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Mér þætti forvitnilegt að vita hvort inni í þessum tölum séu þeir sem hafa dottið út af atvinnuleysisbótum?  Og hvað með þá sem hafa flúið land sökum atvinnuleysis?

Sigríður Jósefsdóttir, 15.10.2011 kl. 00:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Sigríður 

Já inni í tölum hagstofunnar eru einnig þeir sem dottnir eru út úr bótakerfinu og einnig þeir sem ekki hafa skráð sig inn í bótakerfið af einni eða annarri ástæðu - en eru allir án atvinnu og eru að leita að henni og eru á vinnualdri. 

Þeir sem búa ekki á landinu lengur ("flúnir") eru aldrei í neinum tölum yfir atvinnuleysi hér á landi. Þeir teljast ekki lengur til vinnuafls á Íslandi og heldur ekki til mannfjölda.

Þetta eru þær tölur sem eru samanburðarhæfar við t.d ESB-lönd. Sjá t.d. færsluna Þrjú hundruð þúsund Danir í lausu lofti ef illa fer, þar sem fjallað er um mismuninn á skráðu atvinnuleysi og mældu atvinnuleysi á borð við þær sem ég tók saman hér að ofan.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.10.2011 kl. 00:24

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hagvöxtur GDP[OER] er vsk. tekjur vegna mannavirkja [veða að mati Íslensku fjármála yfirbyggingarinnar] og stafsmanna skattar af erlendu leigu vinnuafli frá 1994.  Þetta gat gerst vegna þess að Brussell sá fyrir að lánafyrirgreiðslur  á Kauphallmörkuðum myndu setja Ísland í skuldsetningu sem tryggir EU öll spil á hendi í svokölluðum sýndar aðildarviðræðum um af hafa áhrif á framtíð sína innan reglustýringar hæfs fjármálmeirihluta í EU.   EU er Seðlabanka þrepaskipt  og á efsta þrepi eru höfundar EU og UK. Hitt eru bara drasl þjóða Seðlabanka undir sátur.

GDP [PPP] eru árs raunvirðistekjur seldra framleiðslu vöru og þjónustu á loka stigi til neytenda á heimamarkaði, og út úr honum.   Þessar er það sem má kalla uppsetning allrar fjármáluppbyggingar. Raunvirðið á alþjóðgjaldeyris markaði miðar við sambærilega vöru og þjónustu á neytenda markaði USA.  Vandmálið á Íslandi er að fjármagnskostnaður er alltof hár í loka sölu verði á vsk. vöru og þjónustu.  Þetta fellir gengið OER gengið hér á Íslandi.  Flytja inn láraunvirði frá EU og bæta vöruviðskipta jöfnuðinn með uppbyggjum á fasteignveðum er í lagi  ef íbúar í þessum veðum er yfir meðaltekjum í EU og rekstur í þessum veðum er hávirðisauka.  Með því að flytja inn betri gæði inn á Íslenska neytendamarkaði frá EU, minnkar þessi þörf fyrir byggingar á veðum. Veðum sem fylgja raunvirðismati á fermetra sambærilegu og í USA. 

Heildar árs tekjur GDP[PPP] endurspegla gengi Krónu [eða evru skammts ef við kaup evrur af Seðlabanka Evrópu] á Alþjóðagjaldeyrismarkaði. Þessar tekjur eru alltaf að minnka á hverju ári frá 1994 og munar þá mestu um leiðréttinguna 2007. Sitja upp með 80% óvirkan neytenda markað, er ekki glæsilegt breyta þessu hlutfalli með  að flæma  óvirka neytendur úr landi eykur ekki heildar neyslutekjur á Íslenska  neytenda markaðinum, þá á grípa til þeirra sem einræðisstjórnirnar í S-EU gerðu eftir upp úr 1960 að selja sína framleiðslu og þjónustu til erlendra ferðamanna, aðallega frá N-EU til að þeirra elítur gætu tekið þátt í Alþjóða samstarfi.  Þetta gekk upp meðan innfæddir þjónuðu og hráefnið var innlent. 1994 kom fjármagnsflutninga frelsi og sama lávara út um alla EU og þetta breytist þetta gjaldeyris betl í iðnað og skatttekjur heima manna snar minnkuðu, Ferðamennirnir koma með sina lögaðila og líka banka svo sem þjóðverjar.  Þau ríki sem byggja ekki sinn eigin arðbæra neytendmarkað verð undir í keppni ríkja um ríkustu neytendamarkaðina, fjármáluppbyggingar öflugar bankaþjónustustarfsemi.  

Júlíus Björnsson, 15.10.2011 kl. 02:34

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mig langar að benda á að Írar hafi ekki tekið um Námslánakerfi eins og Íslendingar, og atvinnuleitendur þar geta sótt háskólanám á bótum=styrkjum.  Fjölgum háskólmanna hér þegar ekki er til vinna fyrir þá háskólmenn sem þegar eru útskrifaðir eftir ansi langa námsdvöl og flýja landi æ fleiri með hverjum degi vekur spurningar.

Skipta út í efnahagreikning kostnaði vegna atvinnuleysis í raunvaxta tekjur framtíðar vegna námslána er dæmigert fyrir Íslenska þorpara. Ekki verður bókvitið í askanna látið. Gæði menntunnar og námsmanna skiptir öllu máli.  USA og UK stórgræða á að selja útlendingum útskriftar skírteini. Mjög fáir háskóla í Heiminum útskrifa lið sem getur gert raunverulegar kaupkröfur.  Lenging námstíma og þynning námskrafna er falið atvinnuleysi.

Júlíus Björnsson, 17.10.2011 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband