Leita í fréttum mbl.is

Engar útgönguleiðir úr ESB

Slóvakía nokkrar lykiltölur árið 2009
 
Það þýðir ekki að kjósa, því þá er bara kosið aftur og aftur þangað til það kemur niðurstaða sem er Brussel þóknanleg. Bratislava veður látin kjósa aftur. Í gærkvöldi sagði Slóvakía nei, en þá eru endurkosningar strax komnar í pakkann. Já, endurkosningar!
 
Slóvakar sögðu að verið væri að biðja þá um að sýna perversa samstöðu um brot evruríkja á grunnreglum ESB með atkvæðagreiðslunni um björgunarsjóð evrunnar. Þetta væri ekki sú evra sem þeir tóku upp.
 
Slóvaíka tók upp evru 1. janúar 2009 og mælist nú atvinnuleysi þar 13,4 prósent þrátt fyrir að tíundi hver Slóvaki hafi flúið landið í atvinnuleit og það hafi öll Samfylkingarvopnin; ESB-aðild, evrur og hina svo kölluðu "Evrópuvexti" Össurar.

Eins og Rómarríkinu, þúsund ára ríki nasista og Sovétríkjunum, þá er Evrópusambandinu ætlað að endast að eilífu. Engar útgönguleiðir eru til og verða aldrei gerðar. Þessi þrjú eru öll afurðir úr evrópska apótekinu. Þetta er í pakkanum sem ekki er til sýnis. Þetta er kjánum ósýnilegt eins og þegar Þjóðverjar kusu vissan mann til valda vegna atvinnuleysis, vanmáttar og eymdar. Það sem á eftir kom var ekki upphaflega í pakkanum. Það kom í pakkann seinna. Kom bara.

Eftir 25 ára búsetu í Evrópusambandinu minnist ég algengustu röksemdafærslna fársjúkra Evrópusambandssinna um ESB og flest sem því tilheyrir; "jú þetta er bara eins og að fá sér brunatryggingu", sögðu þeir hvað eftir annað þegar kjósa átti um hitt eða þetta. Nú er Evrópusambandinu sjálfu hins vegar lýst sem brennandi bygginu með engum útgönguleiðum og það af sjálfum utanríkisráðherra Bretlands. Það er svo gott að hafa fengið sér brunatrygginguna um leið og maður fuðrar upp.

Ég fer að hallast að því að það sé þrátt fyrir allt rétt og satt að engin leið sé út úr Evrópusambandinu nema í formi ösku í gegnum skorsteina eilífðarinnar. Það þýðir ekki að kjósa um neitt varðandi ESB, því þá er bara kosið aftur og aftur um pakkann þangað til þú nennir ekki meiru. En loga mun þó lengur í fullveldi sumra ríkja en annarra.
 
Desember 2010;
 
Forseti slóvakíska þingsins, Richard Sulik, skrifaði þá í blaðagrein í Hospodarske Noviny: "ESB lofaði okkur stöðugum og traustum gjaldmiðli. Því lögðum við mikið á okkur við að uppfylla skilyrðin fyrir evruupptöku. Okkur hafði verið lofað stöðugum gjaldmiðli byggðum á vönduðu og traustu regluverki. Tveimur árum síðar er hins vegar dapurlegt að sjá að þessar reglur og regluverkið allt er ekki eins fyrir öll löndin, svo maður komi sér nú hjá að þurfa að segja að engar reglur gildi um myntina í þessu myntbandalagi. Tíminn er kominn til að við gerum okkur áætlun-B, hættum að treysta blint á það sem leiðtogar evrusvæðis segja, segjum okkur úr myntbandalaginu og tökum aftur upp okkar eigin mynt." - sjá; Slóvakar vonsviknir með evru. Bjuggust við gjaldmiðli. Vilja skila henni.

mbl.is Evran gæti leitt til hruns á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sá eini sem er fársjúkur hérna ert þú Gunnar. Sá málflutningur sem þú stundar hérna er fyrir neðan allar hellur.

Hvorki evran eða Evrópusambandið er að fara neitt. Þú getur hinsvegar kvatt breska pundið og íslensku krónuna fljótlega. Enda eiga þessir tveir gjaldmiðlar það sameiginlegt að verða ekki til um miðjan næsta áratug.

Hvað "áhyggjufulla Evrópubúa" varðar. Þá er þetta aðalega hópur af fólki sem notaði fjármálamarkaði til þess að græða, en vilja núna ríkisvæða tapið sem það verður fyrir. Því verður ekki sú kápan úr klæðinu.

Jón Frímann Jónsson, 12.10.2011 kl. 14:56

2 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Haha haha.. Ehh hehh... Sukk.

Eda kanski bara Gulp! eins og Guffi greyid segir stundum a Donsku.

Hvernig fer Brussel ad tessu?

Einstaka ting tista motmæli eins og i Finlandi og Slovakiu en tad verdur merkilega litid ur tistinu. Tad bara kafnar i kokinu a orfaum dogum. Nyjar kosningar, ja...

Mutur?

Tad verdur ekki fallegur endir a tessum kafla Evropu. Ekki spennandi ad vera nefndur nema i einni setningu max i teirri bok, hugsa nu eg.

Jón Ásgeir Bjarnason, 12.10.2011 kl. 16:29

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jón Frímann, hvernig væri að koma með rök og tilvísanir? Ég get ekki munað betur(frá 2008) en að Evran hafi átt að bjarga öllu og að öll heimsins vandi hafi átt að hverfa við upptöku hennar að ykkar sögn? Grikkland, Spánn, portúgal, Írland, ítalía og fleiri til hafi afsannað ykkur.

Jón ásgeir, verður endirinn hjá þessum kafla evrópur með einu orði; búmm

Brynjar Þór Guðmundsson, 12.10.2011 kl. 19:36

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Richard Sulik, sem þú vitnar í, er sá sem stoppaði "pakkann" í Slóvakíu. Hann segist heldur vilja vera úthrópaður í Brussel en þurfa að skammast sín framan við börnin sín.

Hann var sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra 2003 og frá honum eru komnar reglurnar um 19% flatan skatt á allt: Laun, fjármagnstekjur og virðisaukaskatt.

Þetta er sú aðgerð sem ýtti undir erlendar fjárfestingar í Slóvakíu og kom fátæku landinu úr mestu efnahagslægðinni. Þar eru m.a. margir bílaframleiðendur með verksmiðjur. En svo kom evran.

Þessi sérfræðingur í skattamálum vill standa í lappirnar, standa með þjóð sinni og verja slóvakíska skattgreiðendur.

Sá sem kemur í stjórnina í staðin - og mun tryggja það að "pakkinn" komist í gegn er að sjálfsögðu krati. Allt snýst um það hjá krötum, rétt eins og hér á Íslandi, að líta vel út í Brussel.

Reikningurinn sem Slóvakar fá jafngildir því að Ísland þyrfti að borga 72 milljarða í pakkann. Það gerir tvær Hörpur, ein Vaðlaheiðargöng og nokkur þúsund milljónir í afgang. Gætum við ráðið við það? Nei.

Þetta sýnir af hvaða stærðargráðu vandinn er sem töframyntin evra hefur skellt í fangið á venjulegu fólki. Það vantar fleiri menn eins og Richard Sulik.

Haraldur Hansson, 13.10.2011 kl. 00:12

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.youtube.com/watch?v=ULEfalVnMJI&feature=share

Evran er metin á meðal ársgengi  á Alþjóðgengismarkaði sem heildar GDP[PPP] evru ríkjan: Meðalframleiðsla sem dregdt sam um 1,0% á hverju ári frá Lissbon og heldur áfram vegna óvildar Alþjóðasamfélagsins gangvart þessum 8,0% minnihluta.  Ríki vilja helst ekki vörur [lávöru drasl] frá Evruríkjum í skiptum fyrir hráefni og orku svo EU verður að greiða í dollurum.   Fjármállega standa Íslendingar sig vel að mati Brussel, segir Össur, þá hljóta þeir vera vísa í tap rekstur hér gagnvart EU frá 1994 í heildina litið.  Einangrast í EU er ekki gott né að búa við reglufjarstýringu frá Brussell, sem lýtur hæfum fjármála meirhluta lykil ríkja á öllum tímum.

Júlíus Björnsson, 13.10.2011 kl. 02:19

6 identicon

Alveg er þessi Jón Frímann Jónsson dæmigerð Evru mannvitsbrekka, koma inn á bloggið með fjálglegar yfirlýsingar ef þeim er svarað með rökum þá eru þeir á bak og burt gjörsamlega steingeldir.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband