Leita í fréttum mbl.is

Snúast þýsk stjórnmál gegn evruþátttöku Þýskalands?

Innkeyrslan við Bundesbank
Mynd; Aðalstöðvar þýska seðlabankans í Frankfurt
 
Meirihluti Þjóðverja vilja taka þýska markið upp á ný, eða 54 prósent landsmanna. Sé spurt í fyrrverandi Austur-Þýskalandi þá vilja 67 prósent Þjóðverja fá þýska markið innleitt á ný. Þessi skoðanakönnun Forsa á vegum Stern-útgáfunnar gefur til kynna að komi nýtt stjórnmálaafl fram undir fána endurreisnar þýska marksins þá myndi sá flokkur fá 18 prósent atkvæða í kosningum.

Hans-Olaf Henkel, fyrrum forseti samtaka þýsks iðnaðar (BDI) og heiðursprófessor við háskólann í Mannheim, segir að ef flokkur Frjálsra demókrata megni ekki að kom þessu máli í gegn, þá sé hann reiðubúinn að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk sem tæki sig af þessu máli.
 
Having been an early supporter of the euro, I now consider my engagement to be the biggest professional mistake I ever made. Hans-Olaf Henkel, Financial Times 29. ágúst 2011 

Föstudagur þessi endaði svo á því að Fitch lækkaði mat sitt á lánshæfni og greiðslugetu ríkissjóða Ítalíu og Spánar. Ástæðurnar eru hin miklu nánu tengsl beggja við tilvistarkreppu evru myntarinnar. Horfur beggja landa eru sagðar neikvæðar. Portúgal situr enn á aftökubekk Fitch og bíður úrskurðar matsfyrirtækisins, sem mun koma bráðlega.
 
Gauksklukkupakki ESB-ríkisstjórnar Íslands sló þarna einn Össur enn og tifar taktfast áfram á "Evrópuvöxtum" hans úr Morgunblaðsgreininni þriðjudaginn þann 12. október 2010.
 
Bíðið við, það er einum Össuri meira hér; Matsfyrirtækið Moody's setti næstum samtímis evrulandið Belgíu á aftökubekinn með það fyrir augum að lækka lánshæfnismat belgíska ríkisins vegna versnandi aðgengi landsins að fjármangi (þið vitið, peningum til láns) á viðráðanlegu verði á evrusvæðinu. Peningum sem ráðgert er að nota til að bjarga stórbankanum Dexía frá gjaldþroti þarna inni í miðjum kjarna evrusvæðisins á allt að 82 prósent Evrópuvöxtum Össurar á lánum til tveggja ára. 
 
Krækjur
 
Handelsblatt; USE = EUDSSR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband