Leita í fréttum mbl.is

Fjórða (evru)ríkið að falla

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996
Þá: Brusseldagar 1996
 
Kommúnistaríkisstjórn Kýpur yfir 800 þúsund sálum eyjunnar, hefur sent frá sér neyðarblys. Landið er statt á um það bil 2000 metra dýpi suð-austur af yfirvofandi ríkisgjaldþroti Grikklands; evruskjóli Samfylkingarinnar. 

Þetta litla land gekk í ESB árið 2004 og tók upp evru árið 2008. Það er þar af leiðandi þegar á leiðinni í þrot. Swift sökkvandi. Við hinn enda eyjunnar bíður ESB-umsækjandi hins tyrkneska trúarlega himnaríkis — þið vitið hverra — tækifæris á að frelsa alla íbúa eyjunnar. Velkomin í Evrópusamband framtíðarinnar. 

Einn af veikustu mönnum Evrópu, valdhafinn Vladimir Putin í miðjum rústum Sovétríkjanna, hefur í skyndilegu örlætiskasti ákveðið að gefa nágrannaríkjum sínum gasið beint í æð. Heil þrettán ár eru liðin frá síðasta ríkisgjaldþroti Rússlands. Kornforðabúr landsins í Bandaríkjunum bíður átekta.
 
America is merely wounded, Europe risks death - "buy a shotgun and prepare for 1932" 
 
AEP á breska Telegraph segir Evrópusambandið við það að komast í dánarblómabeð sögunnar. Hann ráðleggur fólki að búa sig undir endursýningu á 1932 með því að kaupa sér skammbyssu. Nei, afsakið, haglabyssa kallast það víst. 

Vaxtamunurinn á því að vera þýsk og hins vegar ítölsk ríkisskuld í sameiginlegri mynt beggja, braust austan megin upp í gegnum bárujárnsþak Brusselskúrsins í dag. Aldrei hefur þessi mismunun á útlögðum fjármögnunarkostnaði þessara stærstu hagkerfa myntsvæðisins verið eins mikil og grótesk, undir sama seðlabankanum!
 
Stöðva þurfti viðskipti með hlutabréf stærsta banka Ítalíu, UniCredit, í dag vegna mikils óróleika og verðhruns. Bréf bankans höfðu í lok dagsins fallið um rúmlega fjögur prósent en bréf Intesa Sanpaolo, umsvifamesta viðskiptabanka Ítalíu, lækkuðu um 7,9 prósent í dag.
 
Skuldatryggingaálag á ríkissjóð Ítalíu er nú um 331 punktar, eða um það bil 32 prósent hærra en á ríkissjóð Íslands, sem nú liggur á ca. 250 punktum. Skuldatryggingaálag á ríkissjóð Grikklands er 1750p. Spánn 390p. Írland 825p. Portúgal 950p.    

Þetta voru góðu fréttirnar frá Evrópusambandi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Verður ekki Kýpur fyrsta landið til að falla? Þar sem það fékk þó nokkuð yfir sig af evrum frá Grikklandi, síðan þegar fólk ætlar að færa það annað, þá kemur vandamálið!

Ómar Gíslason, 1.8.2011 kl. 17:49

2 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það er ekkert grín að vera svín.

Ekki einu sinni , eh eða kansi alveg sérstaklega í Evrulandi...  Hehe..

Jón Ásgeir Bjarnason, 1.8.2011 kl. 20:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"buy a shotgun and prepare for 1932"

Ægir Geirdal er búinn að því fyrrnefnda.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2011 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband