Leita í fréttum mbl.is

Fullkomin Evra í fullkomnum ríkjum ESB árið 2004 - samkvæmt Jean-Claude Trichet

Jean-Claude Vigliant Trichet
 
Spurður að því í Dyflinni árið 2004 hvort evran ætti ekki á hættu að rakna upp sem mynt margra ólíkra ríkja vegna þess að það væri engin alríkisstjórn með nein alríkisfjárlög til staðar á evrusvæðinu til þess að koma í veg fyrir ójöfn áföll (asymmetric shocks) á myntsvæðinu, þá svaraði hinn 2004-fullkomni seðlabankastjóri Evrópusambandsins og landföðurímynd íslenskra ESB-sinna, Jean-Claude Trichet, þessu svona:

"Nei alls ekki. Fyrir það fyrsta þá mun bara sjálf tilvist stöðugleika- og hagvaxtarsáttmála Evrópusambandsins (e. Stability and Growth Pact) gera okkur kleift að eyða þessum efasemdum fullkomlega; Maastricht sáttmálinn og stöðugleika- og hagvaxtarsáttmálinn mun veita fjármálaráðherrum evruríkja möguleika á gagnkvæmu eftirliti - þ.e. umsjármönnum ríkisfjármála þjóðríkja evrusvæðisins -  með ríkisfjármálum ríkjanna, þannig að þau séu því sem næst alltaf í hagnaði til miðlungs tíma litið. Því næst mun stöðugleika- og hagvaxtarsáttmáli Evrópusambandsins einn og sér síðan sjálfkrafa sjá til þess að engin ríki lendi í því að brjóta lögin um hámarks þrjú prósent halla á ríkisfjármálum, skyldu þau lenda í efnahagslegum vandræðum (via automatic stabilisers)." (gróf þýðing)
 
In this respect, the very existence of the Stability and Growth Pact actually allows (us) to refute these two arguments: first, the Maastricht Treaty and the Pact provide a mutual surveillance by the “peers”- i.e. the Ministers of Finance - of national fiscal policies; second, by calling upon Member States to maintain their budget close to balance or in surplus over the medium term, the Pact allows the automatic stabilisers to play in full in countries facing an economic downturn, without breaching the 3 % ceiling for the deficit.” 

Hahh!

Nú jæja. Hvar ættum að að byrja? Á árinu 1998, 2001 eða 2007 eða 2008 eða 2011.
Í Grikklandi (gjaldþrota + AGS + ríkisgjaldþrotasjóður ESB) ?
eða í Portúgal (AGS + ríkisgjaldþrotasjóður ESB) ?
eða á Írlandi (AGS + ríkisgjaldþrotasjóður ESB) ?
Spánn?
Þýskaland?
Frakkland? 
 
- eða á þeirri staðreynd að ekkert evruríki uppfyllti Maastricht sáttmálann árið 2008 og allar götur síðan, nema Luxembúrg og Finnland (kannski). Svo kemur sú staðreynd líka að flest ríki evruvæðisins fölsuðu hagtölur sínar til þess að komast um borð í þetta Titanic ESB; evruna árið 2001. Evrusvæðið er bara rúmlega sex árum seinna ein rjúkandi rúst, eins og hagfræðingar á Ugebrevet A4 lýstu því í Danmörku í fyrra. 
 
Nú þurfa evruríkin sem sagt ekki að hafa áhyggjur af neinu: Jean-Claude Trichet mun sjá um þetta - en - bara eitt smáatriði í viðbót; það þarf að stofna alríkisstjórn Bandaríkja Evrópu í einum helvítis hvelli, áður en allt er um bloody seinan. Reddum þessu. Immed!

Á maður að hlægja eða gráta? Ekki fer ég að gráta yfir þessu. Þá er það víst bara hláturinn sem er einn eftir.
 
Jafnvel Sovétríkin hefðu gert betur. 
 
 
Bíddu, það er meira. Hagfræðingar (on the other hand) Handelsbankans í Danmörku spá 23 prósent gengishækkun Bandaríkjadals innan árs - miðað við evru - og mun sterkari útflutningi en hjá Þýskalandi, sem þeir segja að sé frekar hlutfallslega hjáróma miðað við útflutningsstyrk hagkerfis Bandaríkjanna um þessar mundir. Ríkisskuldavandamál evruríkja . . . . (púff) . . . nei nú nenni ég ekki meiru . .  Skoðið krækjuna.  
 
Krækjur:
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vantar ekki Ítalíu í upptalninguna?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 02:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má benda Trichet á að það þarf ekki að vera hönnunargalli í bílum til að keyra þá í klessu.  Annars er mér ómögulegt að skilja hvað maðurinn er að fara. Hann er gersamlega delerandi ef orð hann eru færð úr útópíunni yfir í raunheima.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 03:01

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Segðu bara að þú skiljir þetta, minn kæri Jón Steinar, það gerðu ráðamenn evrulandanna. Notaðu bara þessi þáverandi nýju hugtök "automatic stabilisers" og "Stability and Growth Pact" og blandaðu svo inn á milli orðum eins og "á hinn bóginn" eða "komið góðan farveg" eða "borðliggjandi" og "hins vegar". Þá ertu líklega betur settur en utanríkisráðherra Íslands Ossur Skarphéðinsson sem sagði þó á manna máli fyrir framan rannsóknarnefnd Alþingis að "hann hefði ekki hundsvit á peningamálum og bankamálum". Hann er því settur í það verk að taka evruna hingað upp til Íslands.

Sannleikurinn, Jón Steinar, er sá að fæstir fjármálaráðherrar evruríkja vissu hvað þeir voru að gera þegar þeir tóku upp evru, þeir vissu ekki hvernig peningakerfi virka, vissu ekki hvað það er sem býr til góða mynt, vissu ekki hvað átti að bera uppi evruna sem er mynt og myntsvæði án ríkissjóðs - sem þýðir að evran er mynt án himnesks og heilags jarðsambands við skattgreiðendur og auðæfi þess lands sem á myntina og stýrir henni.

Flestir fjármálaráðherrar evrulanda höfðu áður lifað lífinu eins og barn sem bundið er við staur inni í garði via EMS/ERM og ECU; þannig læra menn aldrei læra að umgangast umferðina á götunni með virðingu.  

Evran var einfaldlega uppátæki draumóramanna sem enginn skildi til fulls, því þetta fyrirbæri var svo þétt pakkað inn í tungumál sem líkja má við það mál sem talað var í íslenskum bönkum á meðan allt var að rísa.

Í þessari samlíkingu freistast maður til að álykta að í samanburði við allsherjarfíaskó evrunnar (enginn vöxtur, enginn ábati, ekkert nema hrun og vandræði) að þá hafi íslenskir bankamenn verið hreinir og tærir snillingar.

Diagnosis 

Neyðarástandið á evrusvæðinu er til komið vegna þess að engin lönd myntbandalagsins þoldu lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn sem Brussel ákvað að þau væru með. Brussel segir því nú að löndin verði fyrst að verða heilbrigð svo þau geti þolað lyfið sem lækna átti sjúkdóminn sem lyfið var framleitt gegn.

Náðir þú þessu? Nei, og ekki lái ég þér það. En það er samt þetta sem Brussel er að segja núna.  

Það sem átti að sameina Evrópu er að rífa hana í tætlur. Eins og spáð var.

En hvað með þessa "automatic stabilisers" ? - ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha 

Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2011 kl. 13:48

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég gleymdi orðinu "convergence" eða "the convergence process". Notaðu það líka. Það fer vel með hinum fínu orðunum. 

Það graf-alvarlega við evrukrísuna er það að hún er óleysanleg. Tímarnir eru þannig núna, í fyrsta skiptið í sögu okkar, að fjármagnið hefur góða og varanlega valkosti. Það hefur hingað til átt og haft sitt höfuðsæti á Vesturlöndum. Það hefur oft leitað út í hinn stóra heim, eftir ávöxtun og tækifærum. En það átti samt alltaf sitt höfuðból eða sína heimilisfestu hér hjá okkur á Vesturlöndum. Þetta var ómetanlegt. Eins og fyrir bónda í Sahara að eiga bæði áburðarverksmiðju og vatnsveitu.  

En núna eru heimurinn breyttur. Í fyrsta sinn í sögunni geta peningar Vesturlendinga vel átt og haft fulla og varanlega heimilisfestu í hinum mörgu nýmarkaðslöndum heimsins, fyrir fullt og allt. Þeir geta í fyrsta sinn í sögunni flutt varanlega til nýrri og hagstæðari heimahaga. Eins og þegar þeir fóru á sínum tíma til Bandaríkjanna.

Þegar við skoðum evrusvæðið og allt Evrópusambandið þá er næsta öruggt að þetta svæði mun þjást mikið í framtíðinni. Peningarnir munu ekki vilja vera þar, hvorki setjast að eða eiga heima þar fyrir fullt og allt. Þeir verða rifnir upp með rótum og fluttir til nýrri og hagstæðari (fyrir þá) staða. Til nýmarkaðslanda.

Evrópa er búin að vera fyrir fullt og allt. Hnignunin er svo alger og svo grunnleggjandi, bæði í þróun og samsetningu mannfjölda, barnseignum og viðhaldi þeirrar einu óendurnýjanlegu náttúruauðlindar sem ESB á; fólkið sjálft.

Evran er einungis einn enn af seinustu nöglum í líkkistu Evrópu, sem svæði eða "parking place" fyrir fjármagn. Það mun halda á brott og lítinn áhuga hafa á að koma aftur eða fjárfesta í þessu deyjandi efnahagssvæði. Hver vill fjárfesta í deyjandi eignum? Enginn. Evran hefur á vissan hátt innsiglað þessa þróun. Hún hefur drepið hagvöxtinn og forsendur hans og eyðilegt lönd innanfrá. Tíminn fjarar smá saman út fyrir Evrópu. Aðal sökudólgurinn hér er sjálft Evrópusambandið. 

Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2011 kl. 16:52

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

*** 

Nýjar "faldar" viðbótar-skuldir hins opinbera á Spáni virðast hafa komið í leitirnar í gær og skuldabréfamarkaður veitir þessu evrulandi endurnýjaða sérathygli: Spain’s peripheral problems – €26.4bn of hidden debt?

*** 

Niðurstaða nýlega afstaðinna álagsprófa á bankakerfi evrusvæðis er þegar orðin úrelt; aðstæður í dag eru þegar skriðnar fram úr þeim erfiðleikastigum sem prófað var fyrir: Standard & Poor’s speak the truth on Europe’s stress tests

*** 

Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2011 kl. 17:02

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég þarf nú að fara í sétækan málaskóla til að læra þetta innihaldslausa en imponerandi hagfræðidjargon sem talað er í Brössel.  Það tekur áratugi í vernduðu diplómatísku umhverfi að ná færni í að tala með rassgatinu.

Hmmm? Sá Goldman Sachs líka um bókahaldið a spáni? Gövöð almáttugur hjálpi þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 18:24

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er annars fyrst núna að ná samhengi í umkvartanir Evrópusamtakanna um að RÚV hafi ekki sýnt kynningu á ESB nægilega. Það hljómaði algerlega absúrd fyrir mér að það hallaði á ESB trúboðið þar, enda er hefur heill dagskrárliður verið undir þessu í mörg ár.

Nú kemur í ljós að umkvörtunin snertir meinta einhliða umfjöllun um kvótafrumvarpið, eins og merkja má af Ólínu Þorvarðar og enn frekar frá formanni samtakanna.

Þau sjá semsagt engan mun á kvótafrumvarpinu og ESB umsókninni. Þetta er sama málið í þeirra augum.  Ansi upplýsandi, þótt maður hafi svosem vitað  þetta.  Allar aðgerðir og frumvörp ríkistjórnarinnar hafa jú verið undanfari eða afleiðing þessarar umsóknar.

Got að þau hafa komið því skilmerkilega frá sér, svo enginn misskilji agenda þessarar ríkistjórnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 19:24

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef Ísland fer í ESB getum við hætt að eiða kröftunum í að búa til einhver fiskveiði-frumvörp!

 Því þá stjórnar ESB því að hér verður ekki neinn fiskur eftir fyrir Ísland, því ESB-samfylking Evrópu á þá jafnan rétt að fiskveiðunum, og hlutur Íslands miðað við höfðatölu yrði um það bil 0% í þeim sameignarpotti!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2011 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband