Leita í fréttum mbl.is

Síðasta styrjöld meiri-menntunar fetishista? Fallandi eftirspurn eftir heilum. Hagtölur 4jórða voru því alger hryllingur

Hve oft höfum við heyrt að meiri menntun sé svo að segja lausnin á öllum vandamálum þjóðfélags vors. Sennilega allt of oft. Paul Krugman er með ágætis áminninu til okkar þar sem segir:
 
In my mind this raises several questions. One is whether emphasizing education — even aside from the fact that the big rise in inequality has taken place among the highly educated — is, in effect, fighting the last war. Another is how we have a decent society if and when even highly educated workers can’t command a middle-class income. 

Á meðan skipið okkar sekkur með 18.000 manns sitjandi við háskólamenntun í brúnni, þá er það orðið kristalklart, ja, að það verða ekki þeir sem bjarga skipinu frá því að sigla í strand. Nei, þeir munu sökkva því ef svona heldur áfram því það er fallandi eftirspurn eftir heilum. 

Það var vegna þessarar meinloku um meiri menntun sem tölurnar um landsframleiðslu Íslands á síðasta ársfjórðungi 2010 voru endursýnd hryllingsmynd um hárris Steingríms J. Sigfússonar. Sjómenn Íslands geta hreinlega ekki fóðrað svona marga kommúnista, skriffinna, opinbera starfsmenn, bókauglur í háskólanámi og skaffað svona allt of mörgum þá peninga sem sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn færir þeim til að byggja upp restina af hagkerfinu með. Á að hvolfa skipinu? Ég spyr.  

Þeir sem láta byggja skipin og þróa veiðarfæri og hátæknivæddan sjávarútveg eru heldur ekki endilega háskólamenntaðir menn. Ef þeir væru það þá myndu þeir alltaf geta reiknað sér til að ekkert borgi sig lengur. Reyndar er þetta að verða ein verðmætasta vitneskjan í allra manna fórum. Ekki gera neitt er það eina sem borgar sig.   

Svo ætti að setja það sem skilyrði að fjármálaráðherra geti ekki orðið fjármálaráðherra nema að hafa farið á hausinn með rekstrarfyrirtæki að minnsta kosti einu sinni. Fyrst þá mun hann geta eitthvað, saggði Kenneth Clarke fjármálaráðherra Bretlands undir John Major.

Svo get ég sagt ykkur frá því að opinber stuðningur við svo kallaða frum-kvöðla mun ekki skila neinu og hefur aldrei skilað neinu nema rusli. Járnið verður ekki hamrað til stáls með opinberum styrkjum. Got that?
 
Það er eins öruggt og að sólin kemur upp á morgun að hið opinbera veit alltaf minnst um það sem okkur er fyrir bestu. Þetta gildir líka um opinbera menntun. Summa summarum: Misskiljið mig ekki, menntun er góð en hún er stórlega ofmetin. Ríkið er alltaf óvinurinn. The State & government is always the enemy.
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Basic -Trivium-quadrivium: greindur -greindari-greindastur. Rússar, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar t.d. forðast miðstök. Aðgangur í lykil stöður  takmarkast við úthald, hollust og greind.

Við erum ekki öllum eins. Ég þarf ekki tölvu til að teikna línurit og súlurit: ég hef myndsýn inn í heilanum á mér.

Júlíus Björnsson, 9.3.2011 kl. 07:07

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Menntun er góð en hún er ekki allt. Hér hefur verið rekinn stífur áróður fyrir bóknámi, verkmenntun hefur verið vanrækt og hagnýtt hugvit sniðgengið. Stefnan hefur verið að leggja öll eggin í sömu körfu.

Við uppskerum eins og við sáum.

Ragnhildur Kolka, 9.3.2011 kl. 10:35

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er algjörlega ósammála þessari greiningu.

Hvað eru margir menntaðir menn í Össur HF, Marel HF, CCP... þetta eru þau fáu fyrirtæki sem nota ekki auðlindir íslands (einsog sjávarútvegurinn) og er að skapa gjaldeyristekjur.

Tölvunarfræði, hugbúnaðraverkfæði og fleiri raun og tæknigreinar eru ómetalnegar fyrir samfélagið. (það þurfti bara tvo doktarsnema til að stofna CCP)

Menntun er mikilvæg en svo má deila um hvernig menntun er góð... ég er ekki viss um að heimspeki, kynjafræði eða bókmenntafræði mun skila okkur gjaldeyristekjum í sama mæli og raungreinarnar.

 "skaffað svona allt of mörgum þá peninga sem sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn færir þeim til að byggja upp restina af hagkerfinu"  þessi setning er að sjálfsögðu geðveiki þegar maður spáir í því. Ég skil þetta með sjávarútveginn en landbúnaðurinn er ekki að byggja upp hagkerfi á Íslandi. Landbúnaðurinn er haldinn uppi með 11milljarða framlag frá skattobrgurum á ári hverju.

Það er skritið að höfundur heldur svona mikið uppá landbúnað og þeirra styrki frá okkur skattborgara .. sérstklega í ljósi þessara setningar frá höfundi

" Ríkið er alltaf óvinurinn"

Ertu kannski að leggja til að við hættum að stiðja við landbúnaðinn??

Heldur þú að hann mun standa einn og sér?

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2011 kl. 17:30

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bókaðar tekjur reikninga með virðisaukaskatti leggjast saman á hverju ári og gefa upp þjóðartekjurnar áður en leiðrétt er fyrir viðskiptahalla við Útlönd. Þessar tekjur er mælikvarði á raunvirði peninga sem voru setti í umferð á sama tímabili.  Þegar fimm ár eru notuð fyrir uppgjörs tímabil verður raunvirðismat nákvæmara og nánast hárrétt í alþjóðalegum samanburði miðað við 30 ára tímabil.

Verð og veð bólgur eru leiðréttingar vegna og mats á undanförnum tíma.

Bæði m.t.t. innri starfsemi hér og gagnvart vöru viðskiptum við aðrar efnhagslögsögur [Ríki].

Til að fá fram almenna og jafna rauntekju aukningu verður allt að hækka um 2,0%: t.d. launavísitala, neysluvístitala og fasteignvísitala.

Ef hefur heildar rauntekjur hafa verið 10 %  á fimm árum þá hafa öll laun [tekjur] hækkað um 10 % annars hefur hefur verið ójafnt skipt.

Ávinningur af því að byggja á vsk. tekjum frekar en vaxtatekjum er augljós.

Hinsvegar verða menn að átt sig á að virðisauka framleiðsla getur verið neikvæð: bygging fangelsa, meðferðarstofnanna, félagasmálastofnanna,og allra stofnana tengdum glæpum og eftirliti þeirra.

Fyrirbyggjandi og viðhalds virðisauka framleiða  er jákvæð  ef hún minnkar í framhaldi neikvíða virðisauka framleiðslu.

Menntun: er iðnmennt, handmennt, verkmennt, og tengist líka bókmenntum, viðskiptamenntun. Öll reynsla dýpkar skilnings og bætir greind.

Bókvit er alltaf trívial. Skiptir máli ekki þótt það kallist tölvuvit.    Ég lærði mjög mikið í stjórnun og ábyrgð á því að fara í sveit á sumrin sem barn, og vera til sjós með námi frá 13 ára aldri til 24 ára.  Bókvit gagnast reyndum og greindum betur en þeim sem litla reynslu og greind hefur.

Vitur nærri getur, reyndur veit þó betur.  Bókvit er að læra sértækar merkingar orða fyrst og fremst miða að við að við áherslurnar í dag eða alla fremur að læra að geta kallað þær upp á skjáinn á tölvunni.

Ég fer oftast styttri leið og bý að þeirri gáfu að vera langminnugur og þeirri greind að geyma það sem máli skiptir.  Geta því notað heilann í svefni og vöku mér til hagsbóta.

Það er mjög gott að hafi í heilanum reiknivélar, ljósmynda og langtíma minni og ímyndunarafl til að kalla fram í huganum myndrænt niðurstöður  viðfangsefnisins hverju sinni.

Þar sem fjártekjur verða að að fá vsk. stimpill til að teljast rauntekjur, þá ættu allir að skilja að fjármagn sem aldrei fer í umferð [vsk.vinnslu] en lendir í sjóði sem eignarfærsla í bókahaldi er sýnd veiði en ekki gefin og oftast tálsýn latra og greindarminni.

Gullkálfur sem enginn étur og muna aldrei skila neinni mjólk eða sæði.  

Losna við þess persónuleika úr ákvörðunartökum er þjóðráð.

Júlíus Björnsson, 9.3.2011 kl. 18:03

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Bókvit er að læra sértækar merkingar orða fyrst og fremst" ég held að stærðfræðingar, eðilsfræðignar, verkfræðingar, tölvunarfræðingar og forritarar eru ekki sammála þessari fullyrðingu.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2011 kl. 18:27

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innliitð

Eins og ég sagði: menntun er góð en hún er ofmetin. 

Ríkið á ekki að skipta sér af menntunarvali með því að finna upp tískusveiflur sem passar að pólitík sitjandi ríkisstjórnar á hverjum tíma eða nota menntun sem gámageymslu til a fela atvinnuleysi og getuleysi sitt. Dæmi: "fjármálamiðstöðin Ísland" og hvað er hægt að "gera í atvinnuleysinu núna". 

Menntun verður að kosta eitthvað. Því annars veit enginn hvaða menntun á að bjóða uppá. Það er best að láta einstaklingana sjálfa um þarfagreininguna. Þeir verða að taka áhættu.

Erfitt er að taka stuðning frá landbúnaði á Íslandi á meðan 70 af hverjum 100 krónum af tekjum bænda í Evrópusambandinu koma frá skattgreiðendum. En ég er sannfærður um að bændur sjálfir myndu verða fegnastir þeirri sund er ríkið og ríkisstjórn færi burt með puttana úr landbúnaðinum.

CCP var og er ríkisstyrkt með menntuðu fólki. Annars hefðu þeir þurft að mennta fólkið sjálfir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2011 kl. 18:44

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En erlenda fólkið sem kemur t.d frá USA og er að vinna hjá CCP. Ekki eru þeir ríkisstirktir frá íslenskum skattborgurum.

Já.. af hverju berjast bændur þá ekki fyrir því að afnema ríkisstyrkina.

Það er ótrúlegt að heyra einstakling sem heldur að lanbúnaðurinn er að halda hagkerfi Íslands uppi. Allt er nú til :)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2011 kl. 18:54

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir þessi orð:

"Bókvit er að læra sértækar merkingar orða fyrst og fremst"

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.3.2011 kl. 19:05

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jakobína

Sammála að þetta á við í mörgum fögum t.d stjórnmálafræði og heimsspeki.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2011 kl. 20:30

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já. Í líkamlegum skilningi - "lanbúnaðurinn er að halda hagkerfi Íslands uppi" - þá var þetta þannig. Það er eðli undirstöðuatvinnuvega. Þeir halda lífi í þjóðum í bókstaflegum skilningi orðanna.

Svona byrjaði velmegun okkar hér á Íslandi.   

1) Landbúnaður og sjávarútvegur tóku það sem náttúran gaf okkur. Á því nærðist þjóðin og hélt lífi.

2) Því næst fór hann að pakka vörum sínum í kassa og selja í útlöndum. Þetta var upphaf velmegunar. 

3) Í staðinn fékk sjávarútvegurinn peninga sem hægt var að nota til að kaupa þær vörur sem við búum ekki til sjálf. Byggingaefni, innviði í heilbrigðiskerfið, mennta fólk erlendis, bifreiðar, flugvélar, fjarskipti, og svo seinna munaðarvörur. 

4) Landbúnaður kom svo í veg fyrir að eyða þyrfti öllum þessum dýrmætu tekjum í að flytja inn mat handa þjóðinni svo hún gæti lifað og starfað áfram við að búa til enn meiri velmegun.

5) Þessir tveir atvinnuvegir bjuggu til velmegun Íslendinga. Lögðu grunninn og byggðu upp Ísland.

6) Fyrir þessa velmegun var svo seinna hægt að nota hluta teknanna til að byggja áfram upp restina af hagkerfinu með.

Smáþjóðir þola ekki að missa undirstöðuatvinnuvegi sína. Við megum ekki verða svo veruleikafirrt að við getum ekki lengur skilið á milli hænunnar og eggsins.

Akkúrat núna eru undirstöðuatvinnuvegir Íslands að bjarga efnahag landsins. Og íslenska krónan gerir þeim það kleift. Annars værum við Grikkland eða Írland. Lönd án framtíðar.

Menntun er góð - en áhættutaka er betri. Við þurfum fólk sem þorir að viðhafa sjálfsbjargarviðleitni. Litla manninn sem þorir. Marga litla menn sem þora.

Ég er mjög hissa á því að um það bil 1000 atvinnulausir viðskipta- og hagfræðingar sem núna vinna á kassanum í Bónus eða við að stimpla pappíra skuli ekki hafa fattað að okkur sárvantar hlutabréfamarkað fyrir smáfyrirtæki. Litlu Kauphöllina þar sem lítil fyrritæki geta sótt sér fjármagn. En nei, við höfum bara monster OMX NASDAQ ÍS. Hvaða heilvita manni datt þetta í hug?  

Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2011 kl. 21:12

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er mikil kvöð sett á fyritæki sem vilja fara á almennan hlutabréfamarkað. Allir reglur sem þarf að fara eftir eru íþyngjandi.

Vissulega hefur sjávarútvegurinn bjarga okkur Íslendingum á seinustu öld. En nú eru breyttir tímar. Við Íslendingar fjölgum en fiskiauðlindin er að minnka. 

Þetta er vissulega mikilvægur atvinnuvegur en hátæknifyrirtæki og ýmis sprotafyrirtæki er framtíðin. Þau skapa gjaldeyristekjur. Bæði menntafólk og ómenntaðir.

Það vill enginn fá landbúnaðinn og sjávarútveginn feigann. En þessir atvinnuvegir er ekki þeir sem við eigum að treysta engöngu á í framtíðinni.... 

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2011 kl. 22:14

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er vissulega mikilvægur atvinnuvegur en hátæknifyrirtæki og ýmis sprotafyrirtæki er framtíðin. Þau skapa gjaldeyristekjur. Bæði menntafólk og ómenntaðir.

Að vissu leyti rétt. En nýjar greinar munu alltaf hvíla á öxlum grunnatvinnuvega okkar. Hjá því verður aldrei komist þegar um smáþjóðir er að ræða. 

Tæknifyrrirtæki fara og koma eins og veðrið. Hátækni er mjög ofmetin og tískusveifla á borð við pappírsfólk Wall Street 2000-2009. Og hún sem atvinnugrein er reikul eins og gas.

Og talandi um meiri menntun: Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að það var hámenntað fólk sem setti Ísland næstum því á höfuðið.

Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2011 kl. 22:54

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er ekki að tala um pappírsgróðann á fjármálamarkaðinum.

það voru fjármálafólkið sem setti okkur á hausinn

hámentaða fólkið í ccp, össur og marel er að halda okkur uppi.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2011 kl. 23:46

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

okkur sárvantar hlutabréfamarkað fyrir smáfyrirtæki.

Þetta er aðalatrið og skýrir gagnrýni á EU kauphallarútibúið sem er staðsett á Íslandi, í þjónustu fjármögnunar  stjórnsýslu eininga og þjónustu fyrirtækja með óbeinni ríkisábyrgð. Þetta viðrini skilar ekki reiðufé.

Hér þarf allt að vera í hlutfallslegu samræmi við sem gerst í stöðuleika efnahagslögsögum. Stórfyrirtæki hér í samræmi smá fyrirtæki í Danmörku og í innri ríkjum Þýskalands. Sérhæfð kauphöll.

Hér þarf líka kenna muninn  á lág virðisauka, meðal virðisauka, og há virðisauka.

Þrep 1. söluverð 100 ein. vsk 25 kr.    skil 25 kr.

Þrep 2 söluverð 300 ein . vsk 75 kr.    skil 50 kr.

Þrep 3 söluverð 900 ein.  vsk 225 kr.  skil  175 kr.

Vsk skilar sönnunum  fyrir raunvirði krónu. Því fleiri eignaðilar í há virðisauka því meiri kostnaður því meiri virðisauki, því hærri lágmarkslífskjör því lægri tekju tekjuskattar.  

Taxtation in Germany [sjá netið] þá sést að þjóðverjar hafa ekki mikinn áhuga á að hvetja til sparnaðar og frádráttar upphæð frá tekjum raunvaxta er mjög lág. Sveltur sitjandi kráka. Allir gjaldmiðlar rýna um tugi prósenta á 30 árum: þess vegna þykkir verðtrygging eina og sér góð fyrir afætur og letingja.

Lág raunvaxtastefna til að kaupa eigin húsnæði og endurgreiðsla vsk. vegna viðhalds, gerir þetta að mjög góðum sparnaðarvalmöguleika í Þýskalandi sér í lagi ef greidd er, áður spöruð útborgum í 5 ár.

Eining tryggir þetta eftirspurn [hluta] bréfa vsk fyrirtækja.

Þessi anti Íslenska viðskiptafræði er mjög örugg til langframa. [Þjóðverjar er í orku og hráefnis vandamálum].

Hversvegna er mest sala [nánast öll] í bréfum sem byggja á Íslensku íbúðalánum íslensks vinnuafls á flötum tekjum allan lánstímann?

Það er vegna þess að hér trúir [íhugar ekki] illa grunnmenntaður mannauður á fjármálsviði að þetta sé besta langtíma verðtryggingin vegna þess að regluverkið hér gerir þetta fræðilega að góðum skammtíma fjárfestingarosti.  

Gera tekjur látekju og meðaltekjufólks að ávöxturkröfu og veði í erlendu braski, gera þeir sömu og vilja Icesave verði ekki borgað af skilanefnd Landsbanka. Sönnun sem bakkar upp viðbrögð  UK við hryðjuverka árás [efnahagslegri] einkaframtaks er í farveginum. Þess viðrögð voru ekki gegn Íslensku þjóðinni, því ef þetta hefði verið skipulagt af Íslenska ríkinu, þá jafngildir það stríðsyfirlýsingu. Hinsvegar var samningaleið líka aðferð til að tefja málið meðan væri verið að bjarga vildar vinum.

Ef Ísland ætlar að borga allan þann skaða sem Íslenskar kennitölur taka þátt í erlendis í framtíðinni, þá sofa eftirlit í þessum ríkja líka í framtíðinni. 2005 kláruðust veð á Ísland [koma fram eftir hrun 50% afföll veðsafna].        Erlendir EU bankar máttu ekki endurfjármagna. Íslenskir bankar í lausreiðufjárskorti fá aðgang að líknarstofnum og almenningi í UK , með meðmælum frá hinu opinbera í UK. Þetta lyktar stjórnmálegt bakktjaldamakk. Það er er hluti EU menningararfleiðarinnar. Þjóðartekjur Norðmanna á haus eru 56.000 í dag, hér miðað við áframhaldi veðbólgu [nýbyggingarkostnaður er vsk: líka skipasmíðar: fasteign eru veð]  ættu tekjur að vera um 62.000 dollara. En að kröfu EU [hjá AGS] er búið að skella þeim niður í 34.000 dollara sömu og í Danmörku. Það verður ekki ábætandi að borga Icesave fyrir þrotabúið.

Í hinum hefðbunda viðskipta hernaði ríkja heimsins eru það þjóðar bankarnir sem vinna saman gegn útlendingum, engin Bresk stofnun eða banki lætur saka sig um landráð.  

EU gengur úr á VSK viðskipti, og reglur um vaxta viðskipti er ekki komar fram opinberlega. UK mun aldrei gefa upp sín alþjóðlegu fjármálaforréttindi til  Þjóðverja og Frakka.    

Júlíus Björnsson, 10.3.2011 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband