Leita í fréttum mbl.is

Hverjum treysti ég minna illa: ráðamönnum okkar eða útrásarbankamönnum?

Einföld spurning. Þegar að fjármálum kemur, hverjum treysti ég minna illa; ráðamönnum okkar og fylgisveinum þeirra, eða útrásarbankamönnum?
 
Þegar allt kemur til alls þá trúi ég frekar á ömurleg fjármál útrásarbankamanna. Ekki vegna þess að þeir séu traustari, heldur vegna þess að stjórnmálamenn eru svo óendanlega ömurlega verri þegar að útrás kemur en útrásarbankamenn voru, og voru þeir þó fullkomlega ömurlegir að of mörgu leyti. Þeir báru of litla virðingu fyrir áhættu og enga virðingu fyrir markaðinum. En þeir báru þó meiri virðingu fyrir áhættu en ráðamenn þjóðarinnar og fylgisveinar þeir sem nú vilja drekkja þjóðinni með Icesave III.  

Stjórnmálamönnum hefði gengið 100 sinnum verr í útrásinni er bankamönnunum. Staðreyndin er hins vegar sú að stjórnmálamenn hefðu aldrei farið í útrás, það er að segja, nema; þeir ætla sér að gera það núna! Þeir ætla að veðsetja og hætta öllu sem til er í þjóðríki okkar. Þetta verður að stoppa. Það verður að stoppa trú þeirra á hæfileika bankaútrásarmanna, á eigin fjármálasnilli og eigið áhættumat.

Það verður að stoppa það að þeir ætli að binda framtíð íslenska lýðveldisins við lánasafn Landsbankans, sem vel gæti endað daga sína eins og Amagerbankinn gerði nú um helgina. Eftir nánari gegnumgang eignasafns Amagerbankans fór hann í þrot. Embættismenn sáu þetta ekki þó svo að þeir væru búnir að fara í gegnum og anda í gegnum lánasafn bankans mánuðum saman og afskrifa heil fjöll. Ég trúi ekki á eignasafn útrásarmanna en ég trúi ennþá minna á áhættumat þeirra sem nú eru ráðamenn þjóðarinnar úr flokki Samfylkingarinnar og Vinstri grænna - og nú síðast einnig nokkurra örþrota fylgisveina ríkisstjórnarinnar úr forystu Sjálfstæðisflokksins.
  • Regla númer eitt: Hættu aldrei því sem þú mátt ekki við að missa fyrir það sem þú getur verið án. 
  • Regla númer tvö; muna reglu númer eitt. 
Allt annað er fjárhættuspil. Icesave III eru fullkomnir fjárglæfrar. True gambling. 
 
Evruríkið Írland árið 2003 - nú á barmi ríkisgjaldþrots
 
Áttum við svona mann eins og írska David McWillimas í samfélagi okkar hér heima? Áttum við svona mann sem þorði? Sem hræddist ekki að verða að athlægi. 

Írska fjármálatískan 2003; Ábyrgðarlaus sölumaður af Egilskynstofni segir lántakendum frá silfrinu. En Davíð vissi betur og sagði það.
 
 
Evrulandið Írland - fyrri hluti 
 
 
Evrulandið Írland - annar hluti 
 
Merkilegt hvað neikvæðir raunstýrivextir seðlabanka Evrópusambandsins á Írlandi, Spáni og Grikklandi gátu blekkt margra lengi - fjárfesta, bankamenn sem og stjórnmálamenn. Áhættumat, einhver?
 
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel útrásavíkinganna hafa skynjað markaðinn. Í almennum veltusamdrætti  á markaði, er vaxta hækkun, og veðslakanir og lánalenginn það sem má búast við, einnig eru einstaklingar sem vilja leggja sig eða sína undir og svífast einskyns eftirsóttir bæði að ábyrgum Bönkum og gráðugum fjárfestum.  Menn ámarkaði sem ekki eru læsir og þarf að segja allt eða gefa skriflegt, lifa ekki lengi á markaði, að mínu mati. Hinsvegar er þeir hörðu [siðspilltu]  þeir sem skynja og sýna frumkvæði, sem sannarlega fellur í kramið í fjármálaheiminum.

Ég tek meira mark á Björgólfi  og Jón Ásgeir en skynja alls ekki stjórnmála menn öðruvísi en vera ólæsir á markaðamál.

Á frumskógarmörkuðum gengur keppnin út að að uppræta varnir keppninautanna í þeim tilgangi að útrýma þeim og sitja einn að öllu saman í kjölfarið.

Varnir eru varasjóðir, sjálfbærni [=traustir viðskiptavinir og lándrottnar.

Veikingar eru freistingar í formi væntinga sem byggjast upp á of góðum viðskipta samningum til að byrja með.   

Árásir eru að kaupa upp allar kröfur á  þann sem á að útrýma og gjaldafella svo allar í einu. Fella verð á markaði  í kjölfar yfirburða markaðstöðu, slá marga flugur  í einu höggi.

Varnarárásir eru eða að ofurskuld setja sig gagnvart grandlausum lándrottni og koma svo í fyllingu tímans og kefjast niður meiri lánafyrirgreiðslna gegn því að setja ekki allt í þrot.  Regla lánadrottins er því að passa upp á að enginn einn skuldi honum meira en 3% af veltu.

Þetta er nokkur algengustu dæmin.

Til að koma í veg fyrir óeðlilaga samkeppni markað í siðmenntuðum ríkjum er að setja reglur um að minnst 100 jafn stórir óháðir keppendur séu í hverjum samkeppni geira og rekstrarleyfi séu háð skilyrðum um lámarks hagnað á tímabilum. Tryggir eðlilega nýliðun. 

Gera sér sér grein fyrir hvað er grunnur og þjónusta virkrar samkeppni, því um þann hluta gildir frekar keppni um að halda verðum í lámarki og skilvirkni í afhendingu. Þetta má fjármagnstengja með hlutdeild í lægri kostnaði en gert er ráð fyrir þó ekki að þjónusta eða gæðin séu skert.

Það sem hentar einni efnahagslögsögu í útfærslu á hvað er grunnur og hvað er virk samkeppni fer eftir aðstæðum hennar.

Stjórnsýslu samkeppni sem er stunduð í EU undir leiðsögu misvitra efnahagsfræðinga er rétlætt með skort hugmyndafræði og fækkun efnameiri þó ekki nema til að þeir sem eftir úr þeim hópi borgi meira í auðlegðarskatta.

Gaman væri að vita hvað margir einstaklingar á jafnaðarkjörum þurfi að að standa undir sérhverjum auðlegðarskattgreiðenda í ríkjum EU.

Mér segir sá sá hugur að hlutfallslega samburðreglan eða EU menningararfleiðin geri ekki ráð fyrir að þetta sé meira en 0,1% af íbúafjölda í ríkjum hæstu meðal tekna.   300 Íslenskir ríkisborgarar. 

Jafn vel minna hér vegna fjarlægðar frá Brussel.

GDI [GDP] er að uppstöðu almennur vsk. til að auka hann er best að að jafna ráðstöfunar tekjur sem mest og innræta gæða kröfur og eftirspurn eftir kostnaðarvöru.

Ekki eins og hingað til forgangsraða með tilliti sem fæstra vsk aðila. Þá næstum einhliða  í fasteignatengdum eða skammtíma vsk sem virkar eyðandi til langframa.  

Ekki eins og hingað til með aukinni skattheimtu í formi vaxta til að tryggja meir verkefnakaup og fasteigna kaup af hendi löggjafans, sem yfirleitt er ekki skipaður viðskiptatengdum aðilum sem  skynja markaðinn frá fyrstu hendi vegna reynslu að eðlilegum markaði heldur liði sem sem markaður hefur engan áhuga á að hafa í sinni þjónustu vegna skammsýni og sínku.    

Vitlausar grunn áherslur hafa minnkað hér raunþjóðratekjur dag frá degi, í  öfugu hlutafalli við forréttindi og lífeyrissjóðs væntingar stjórnsýslunnar og hennar vildar vina í ríkis og lífeyrisjóðavernduðu séreignargeirunum.

Hæfustu efnahagslögsögunnar í EU mun gera það best til langframa í samanburði ekki þær sem sína mestar eignir heldur þær sem fela þær í varasjóðum. Þær deila drottna í gegnum Miðstýringu sem mun í næsta áfanga rýra fjárvöld millistjórnsýslanna til vsk neytenda EU.

Þetta hefur alltaf gerst í EU hingað til. Þá geta líka allir séð að Ísland verður hliðstætt Nýfundnalandi og gleymist í sögunni smátt og smátt.

Þegar fjármagnið þverr hverfur líka glæpa vsk.

Júlíus Björnsson, 9.2.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband