Leita í fréttum mbl.is

Deiliskipulag Bjarna Benediktssonar

Kæri Bjarni. Af hverju sagðir þú þetta ekki strax. Af hverju sagðir þú ekki strax að þú vildir ekki borga skuldir fjárglæframanna af því að þér fyndist upphæðin of há? Af hverju sagðir þú ekki eins og var frá byrjun? 

Þeir sem framleiða og búa til kröfur á hendur okkur íslenskum skattgreiðendum vita þá framvegis hvernig þeir eiga að haga innheimtuaðferðum sínum. Fyrst koma þeir til þín með falskan reikning sem þér ofbýður. Ekki vegna þess að hann er fabirkeraður heldur vegna þess hversu hár hann er. Þú skellir hurðum en opnar svo stærri og stærri gátt því oftar sem þeir koma. Á endanum gefstu upp og borgar hvaða kröfur sem er - og innheimtir síðar peningana fyrir þessu pólitíska hugleysi þínu hjá ömmum, öfum og börnum. 

Eru einhverjir fleiri reikningar Bjarni minn sem eru á leiðinni til okkar á Íslandi? Hvað næst? Hvað þegar það mun sýna sig að eignasafn útrásarmanna reynist eins lélegt og jafnvel enn lélegra en þeir sem bjuggu það til? Hvað ef? Hvað ef allt fer á versta veg alls staðar? Finnst þér gaman að spila fjárhættuspil með þjóðina?
 
Dómstólar fjalla um réttmæti fjárskuldbindinga. Og þeim er hnekkt ef þær eru vafasamar. Slíkt gerist. Það er ekkert hollara að hafa greitt of lítið bara vegna þess að maður hræðist bæði rétt og rangt. Best er að rétt sé rétt. Efinn drepur, hægt en örugglega, með sífelldu narti sínu í þjóðarsálina áratugum saman. 

Ef til væri innheimtustofnun stjórnmála þá værir þú gjaldþrota núna og sætir í pólitísku skuldafangelsi með Steingrími J. og Jóhönnu S. Þið gætuð átt góðar stundir saman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Gunnar.

Takk fyrir norska þýðingu greinar um EES samning og fl.

Eg er þér hjartanlega sammála.  Hvers vegna á brjóta "prinsipp"?.Hvervegna á að hafa reglur og brjóta þær?

Hversvegna hefur siðfræði mótað lög á hverjum tíma? Til hver er að hafa lög?

Ég vil fá að sjá þetta kalda mat formanns Bjarna og 39 annarra þjóna okkar á Alþingi, þ.e samanburð á hagsmunum Íslandsþegna gagnvart greiðslum til Breta og Hollendinga, á móti hagsmunum á sömu greiðslu til heimila og íslenskra fyrirtæja í erfiðleikum. 

Ég vil fá að sjá þetta mat og þann samanburð í hagsmunamati.

Ég mun hafa skömm á þeim öllum, þar til þetta mat verður gert opinbert fyrir mér og íslenskri þjóð

Eggert Guðmundsson, 3.2.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef dómstóll í EU myndi dæma Íslendingum í óhag væri það fordæmisgildi og sannaði að fjármálgeirinn í EU væri gervi séreignavæddur  [dulbúinn skattheimta og tæki til að eyðileggja eignarétt einstaklinga sem flokkast undir almennt vinnuafl] og tilskipun 94 sýndarmennska. Það myndi stórlega skaða þá ímynd sem áróðursmeistararnir í Brussel vilja hafa á sér utan litla Alþjóðasamfélagsins.  Einnig skap mikla ókyrrð í veltu minni ríkjum EU. 

Breskar og USA laghefðir og túlkanir eru ráðandi í EU.

Á öllu Norðurlöndum hefur aðdragandi að formlegri aðild verið eins, Brussel fjármagna samþættingar verkefni. Fjármálgeirar vaxa og græðgi í  löndum vex  [gallinn við banka er að þeir verða að losna við allt umfram fjármagn sem fyrst, slaki Brussel á kröfum til þeirra þá slakar á kröfum til sinna skuldunauta]. Svo einn góðan verður dag minnkar eftirspurn eftir samþættingar verkefnum og geirarnir hrynja  nokkur ára almenn kreppa, gengislækkun til að geta sýnt hagvöxt, ekki nauðsynlega raunhagvöxt, þjóðaratkvæði og EU stöðuleiki í framhaldi.

Sviss flýtt sér út. Norðmenn einir höfðu þann sjálfsaga sem þurfti til að sleppa úr Miðstýringar hramminum.

UK hefur mikla fullvinnslu hagsmuni af Íslandi.

http://www.matis.is/media/radstefnur-matis/Tvofoldum_Verdmaetin_Sveinn_Margeirsson_3.12.2009.pdf

Samfo fær eignarréttinn á silfurfati og afhendir svo Brussel forræðisréttinn og skiptingu úr nýja grunninum.  Það er búið að skipta upp fuglum og landdýrum og ávöxtum og grænmeti og frumvinnslu úr þessu til útboðsdreifingar.

Hagræðing við að fækka aðilum  í Íslenska grunninum hefur gengið ævintýri líkast. Nú er bara eftir að borga þá fáu formlega út sem eftir eru.

Gengið er orðið hagstætt fyrir EU. Íslendingar gerast almennt leiguliðar og labba í vinnuna.  [þeir sem fá ekki vinnu  í öðrum ríkjum utan Íslands].

Júlíus Björnsson, 4.2.2011 kl. 01:23

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Breskar og USA laghefðir og túlkanir eru alls ekki ráðandi í EU.

Júlíus Björnsson, 4.2.2011 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband