Leita í fréttum mbl.is

The Endgame? Evru-þrotabú kaupir hlut í öðru evru-þrotabúi. ESB-aðför að danska húsnæðislánakerfinu

Vill að Írland verði sett í gjaldþrotameðferð

David McWilliams: hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankamaður á Írlandi

Írski hagfræðingurinn David McWilliams segir að Írland eigi að fara fram á að verða tekið til gjaldþrotameðferðar. Stuttur úrdráttur: Nú er svo komið að Írland hegðar sér eins og óábyrgt útrásar?fyrirtæki. Það safnar skuldum til að halda sér á floti. Salan (landsframleiðslan) hefur verið fallandi árum saman. Það ríkir verðhrun (verðhjöðnun). Fólkið er að fara á hausinn. Skuldastaðan miðað við framleiðslu er að springa. Hvar eigum við að fá peninga til að borga allar þessar skuldir?

 
Unfortunately, that buyer of Greek bonds is our government using borrowed money to buy Greek bonds when even the Greek public is selling. How mad is that?
 
 
Hvað kemur svo? Jú, rétt í þessu vorum við að tapa 480 miljón evrum sem við ætlum að gefa Grikklandi. Ríkisstjórn Írlands ætlar að kaupa grísk ríkisskuldabréf af þeim fjárfestum sem þora ekki lengur að eiga þessi bréf. Ríkisstjórn okkar ætlar að taka fleiri lán til að getað gefið ríkisstjórn Grikklands peningana? Jafnvel grískur almenningur vill ekki lengur eiga grísk ríkisskuldabréf. Hversu geðbilað er þetta?

Næst þarf að bjarga Spáni. Þetta er eins og á gullfótarárunum. Ríkin reyndu að bjarga gullforðanum sem tryggði myntina með því að skera niður útgjöld. Þar var það gullið sem átti að binda löndin saman á einu gengi. Það gekk ekki upp og löndin yfirgáfu gullfótinn til að bjarga sér. Nú er það pólitík sem á að binda gengi landanna saman á einum fæti (evru). Þessa pólitík þarf að leysa upp. Hvar ættum við að fá tvo miljarða af evrum til að bjarga Spáni? Við þurfum að undirbúa ríkisgjaldþrot Írlands; David McWilliams
 
ESB-aðför að danska húsnæðislánakerfinu

Nýjar ESB-reglur (CRD directive) um aukið eigið fé lánastofnana sem gefa út skuldabréf sem eru veðhæf (covered bonds) verða þess sennilega valdandi að hin svo nefndu dönsku "flexlán" til húsnæðiskaupa verða að láta lifið, eða þarf að breyta verulega. "Flexlán" eru lán þar sem samið er um vexti til eins til fimm ára í senn. Menn eru ennþá ósammála um hverjar afleiðingarnar verða, en talið er víst að húsnæðislán munu þurfa að verða mun dýrari en þau eru núna, svo þau eigi séns sem söluhæf vara á skuldabréfamarkaði.
 
PA Consulting hefur gert þá útreikninga fyrir dagblaðið Børsen að til dæmis eins árs flexlán yrðu tveimur prósentustigum dýrari í vöxtum en þau eru núna. Þessi breyting á regluverkinu mun þýða að húsnæðisverð í Danmörku verður sprengt til baka í tíma um 18 ár, segir PA Consulting. Það yrði það mikið dýrara að taka lán eftir að reglum ESB verður breytt. Børsen segir að danska ríkið sé nú þegar búið að tapa málinu. Að útför "flexlána" hafi þegar farið fram; Børsen

Nýjar ESB reglur munu kosta 40.000 manns vinnuna í DK

Samtök fjármálastofnana í Danmörku (Finansrådet) segja að nýjar og hertar kröfur ESB til fjármálastofnana muni kosta Danmörku 40.000 atvinnutækifæri og því til viðbótar munu reglurnar kosta hvern Dana um 4.000 DKK á ári. Lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja munu minnka, hagvöxtur verður lélegri fyrir vikið og samfélagshagkerfið mun því rýrna um 20 miljarða danskar krónur á hverju ári. Kaupmáttur mun einnig lækka vegna nýju reglna ESB um húsnæðislán og eignir fólks munu lækka að verðmætum. Þetta verður samtals um það bil 16.000 danskra krónu tekjutap á fjögurra manna fjölskyldu á ári. Einkaneysla mun dragast saman; Berlingske | Folkebevægelsen mod EU
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Spánverjar hafa nú ekki verið þekktir fyrir gott atvinnuástand.

En er þetta ekki orðið ansi slæmt?

Eftir allar stimulerinarnar frá ESB planleggjurunum er atvinnuleysi meira en 20%..

Hvernig hjálpar Evran og ESB þar?

Eiga Þjóðverjar líka að borga fyrir Spánverjana?

http://www.hegnar.no/okonomi/article421965.ece

Jón Ásgeir Bjarnason, 27.4.2010 kl. 12:24

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Jón. Þetta er góð spurning. 

Því hærra sem atvinnuleysið er því brýnni þörf er á að grípa til góðra ráða. 

Ef bara Spánn. Grikkland (er í meðferð hjá AGS), Portúgal og Írland myndu ganga í Evrópusambandið og taka upp evru þá væri allt þar miklu betra.

Þetta myndi líka bjarga Lettlandi (er í meðferð hjá AGS), Eistlandi, Litháen, Ungverjalandi (er í meðferð hjá AGS) og Rúmeníu (er í meðferð hjá AGS).

Fréttablaðið 2009: ESB eykur efnahagslegt öryggi

Gunnar Rögnvaldsson, 27.4.2010 kl. 12:37

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gott dæmi um eðli Miðstýrðs stofnanna Kapítalisma, þar sem meðalgreindir í umboði 80% sinna líkra að greind stjórna á ábyrgð kjósenda sinna.

Rök og greind fara saman.  Meðalrök eru ófullnægjandi og valda áhættu tilfinningu að mati sömu aðila.

Fullnægjandi rök tryggja öruggi og lámarka áhættu, sem sýnir sig í þrengri verðbólguspöng og vaxtastefnu viðkomandi Ríkisstjórna. 

Áhættufíkn er andstæða áhættufælni sem fer betur að kalla öryggissækni.  Í heimi stefnufestu í stað stefnumótunar þroskaleysis.

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 14:40

4 identicon

ESB eykur efnahagslegt öryggi!!!

Hvað segja spekingarnir um evru löndin í ruslflokki?

Ég er viss um að þú finnur eitthvað skemmtilegt varðandi það.

Er það notalegra að vera í ruslflokki stöðugleikans??

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 17:21

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

ESB eykur efnahagslegt öryggi!!!

Þjóðverja vegna þess að þeirra sérreglur [lög] á sínu eigin séreignarefnhagssvæði og grunnmenntun tryggir þeim það.

 Salazar tryggði Portugölum stöðugleika í meiri en hálf öld.  

Lettar búa þeir við meiri stöðuleika undir Brussel en undir Moskvu?

Atvinnu öryggisleysi er orðið meiriháttar vandamál hjá nýja þjónustu svæðinu Svíþjóð.  Það fellur undir heimilisefnhag.

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 20:48

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í hrunskýrslu starfsmanna AGS fyrir Ísland 2005 eru sýndir greinilegir gallar á íbúðafasteignaveðmarkaðinum  á Íslandi.  Niðurgreiðslur til hinna tekjuhærru þekkjast ekki utan Íslands.

Hinsvegar fara félagslegar niðurgreiðslur til íbúðakerfis Norðalanda og Þýskalands hrað minnkandi með hverju ári.    

Kannski eru þær óþarfar vegna þess að almennar neysluráðstöfunartekjur fjöldans hafa lækkað með EU lágvörunni: þökka verkskiptingu og hagræðingu.

Líka kannski vegna nýbúa sem genalega og menningarlega  eru mat eða neyslu grannari.

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband