Leita í fréttum mbl.is

Skuldabréf Grikklands í ruslflokk. ESB íhugar að taka upp þýsk mörk

Frétt Mbl:- Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn gríska ríkisins í ruslflokk. Gríska fjármálaráðuneytið brást ókvæða við og sagði að þessi lækkun væri ekki í samræmi við raunverulegar hagstæðir í Grikklandi. 

 

Ja vel

Þetta batnar bara með hverri evrunni sem tekin er upp í Grikklandi. S&P henti líka bankakerfi Grikklands í ruslið, - þrátt fyrir evruna. 

Það glæsilega gerðist einnig í dag að lánshæfiseinkunn portúgalska ríkisins var lækkuð líka. Nú er staðan þannig að vaxtakjör portúgalska ríkisins á hinum "eftirsótta" fjármálamarkaði Evrópusambandsins eru HÆRRI en þeir vextir sem Brussel ætlar að skipa Portúgölum að lána Grikkjum peningana sem þeir eiga ekki á. Þetta er kölluð ESB-skynsemi. Maður er næstum á hausnum og tekur peninga að láni hjá alþjóðlegum fjárfestum á meira en 5,45% vöxtum (3ára bréf) og lánar þá svo út til næstum gjaldþrota Grikklands á 5% vöxtum. Svo fer maður í skiptaréttinn og segir dómaranum hafa þetta hafi allt saman verið gert í ákaflega göfugum tilgangi. Maður fer bráðum að sakna áætlunargerðarmanna Sovétríkjanna sálugu. 

FT: The three-year Portuguese yield, by the way, was last seen trading at 5.45 per cent, according to Reuters. 

Hvað gerir Brussel núna? Þá vantar alveg bráðnauðsynlega opinn aðgang að AAA greiðskorti Þýskalands. Það er eina landið sem á ennþá smá pening á evrusvæði. Brussel vantar marga skipsfarma af ferskum ný prentuðum þýskum mörkum því evran þeirra er að verða gjaldþrota.  

Børsen sagði í dag að það væru komnar 58% líkur á að evran myndi gera Grikkland gjaldþrota fyrir fullt og allt.

Í gær gat sænska ríkið fengið lán á lægri vöxtum en stóð þýska ríkinu til boða. Fjárfestar verðlauna lönd sem hafa sína eigin mynt og sjálfstæða peningapólitík. Þau verða ekki atvinnulaus því þau geta leiðrétt klessukeyrslur sínar á réttingarverkstæði gengisfellinga. Tekjur ríkissjóða þeirra þorna því síður upp. Svona lönd keyra áfram þó klesst séu um stundarsakir. Svo rétta þau úr sér og glansa á ný. 

En þannig virka peningaleg klessumálverk Samfylkingarinnar á evrusvæði því miður ekki. Þar fara klessukeyrð lönd bara beint í pressuna og svo er þeim hent á haugana.

Roubini: Scandinavian Currencies: New Safe Havens? 

Hvað skyldi seðlabankastjóri gjaldþrotabandalags evru segja núna? Og Olli Rehn?

FT: Oh dear.


mbl.is Skuldabréf Grikklands í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Og, Grikkland verður gjaldþrota þann 19. maí n.k.

--------------------

Sjá frétt BBCGreek bonds rated 'junk' by Standard & Poor's

"Greece needs to raise 9bn euros by 19 May, but has said it cannot go to the markets because of "prohibitive" interest rates."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.4.2010 kl. 23:36

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stráss Kahn og Jean-Claude Valiant Trichet eru báðir á leiðinni til Berlínar þar sem þeir munu hitta kanslara Brül . . nei. .  kanslara frau Von Merekl og sennilega allt þingið. Þeir eru með plaköt og kynningarefni með sér.

Jean-Claude Trichet vildi ekkert segja um málið (no comment)

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2010 kl. 00:19

3 identicon

Þú ert alveg magnaður í bullinu. Staðan er vissulega erfið fyrir Grikkland, en hún er góð annarstaðar á evrusvæðinu. Sérstaklega hjá þeim löndum sem hafa hagað sér skynsamlega.

Svona þvæla er auðvitað ekki mönnum bjóðandi hérna. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 00:49

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rottur á Íslandi eru skrýtnar fara um í borð í Ms. EU. Hlutirnir er farnir að minna alltaf of mikið á Milli-Stríðsárin.  Eftir EU fjárfestingunna í hagræðingu yngri Meðlima-Ríkja, er þau fæst hæfi til að taka á miklum þrengingum.  Tómatarnir eru á Spáni, Kjúklinga í Pólandi, Öl í þýskalandi. Þótt lágvaran sé ódýr þá kostur hún evrur.

Kína og Indland bjóða upp á lámarks framfærslu sem EU  getur ekki keppt við. Þetta er bara spursmál um tíma.

Ísland heldur ekki uppi lífeyrsjóðum alheimsins eða alvöru fjárfestum.

Júlíus Björnsson, 28.4.2010 kl. 00:59

5 Smámynd: Einar Solheim

Alveg rétt hjá Jóni Frímanni.  Að skrifa með rómantískum hætti "Þau verða ekki atvinnulaus því þau geta leiðrétt klessukeyrslur sínar á réttingarverkstæði gengisfellinga.", lýsir engu öðru en veruleikafirringu á hæsta stigi.  Greinilega sagt af manni sem ekki þarf að lifa og þjást með krónu sinni.

Vandamál Grikkja er að þeir fóru á formúlubíl um gleðinnar dyr.  Grikkland var fyrir 2-3 áratugum tiltölulega vanþróað ríki, sem allt í einu vildi spila með stóru strákunum.  ESB og Evran gerði þeim það kleift.  Landið fékk lán á vöxtum sem þeir aldrei annars hefðu fengið, og þeir kunnu ekki að fara með það.

Krónan gagnast engum nema vitleysum, ábyrgðarlausum stjórnmálamönnum sem þurfa að fela spor óstjórnar sinnar.

Einar Solheim, 28.4.2010 kl. 05:49

6 identicon

Njörður (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 10:29

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Vissulega gleðst enginn yfir þessari stöðu, alls ekki. En það má samt gleðjast yfir því að við erum ekki með evruna.

Haraldur Baldursson, 28.4.2010 kl. 11:00

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Einar þú segir

"Vandamál Grikkja er að þeir fóru á formúlubíl um gleðinnar dyr. Grikkland var fyrir 2-3 áratugum tiltölulega vanþróað ríki, sem allt í einu vildi spila með stóru strákunum. ESB og Evran gerði þeim það kleift. Landið fékk lán á vöxtum sem þeir aldrei annars hefðu fengið, og þeir kunnu ekki að fara með það."

Sjáðu til, vextirnir í Griklandi voru of lágir vegna þess að þeir voru meða EVRU og það bjó til vandan.

Guðmundur Jónsson, 28.4.2010 kl. 11:19

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Endalokum evru fangað fyrirfram í Þýskalandi

Tschüs Euro !

Já það er rétt að ekki dugar að lána öllum peninga á sömu kjörum.

Ökutækjatrygging fyrir steypubíl í fullum athöfnum fæst ekki á sama verði og trygging fyrir hjólastól sem aðeins er í umferð inni í dagstofu.

Ung, kröftug og vaxandi samfélög þurfa aðra vexti (áhættumat og verðbólguviðspyrnu) en stöðnuð hagkerfi sem eru háöldruð.

Þessi heimska ESB-krata og hins háskólaða elítumassa evrópska apakattar samfélagsins er nú að bíta í rassinn á sjálfri sér.

Árangur þessara fáráðlinga eru 10 stykki lönd sem sprengd hafa verið í loft upp. Það þyrfti að lögsækja þetta fólk fyrir heimsku og ábyrgðarleysi.

Danske Bank aðvarar nú fólk sem fær laun eða hefur tekjur sínar í evrum. Þeir álíta að evran sé að fara . . ég veit ekki hvert né hvenær . . en fara samt: Danske Bank: "Det er et kæmpe, kæmpe problem"

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2010 kl. 11:41

10 identicon

Gunnar:  Hérna sérðu það sem ég hef sagt þér ansi oft, þjóðverjar eru ekki á móti evrunni og vilja ekki taka upp gamla þýska markið.  Blaðið talar meira að segja um nostalgíu.

Frankfurter Allgemeine Zeiteung segir: "Die Bürger wollen realistisch bleiben", sem þýðir á íslenku "Þjóðin vill vera raunsæ". 

Hættu að halda einhverju fram sem er rangt!!!!!!

Die Deutschen sagen: "Wir wollen die D-Mark nicht zurück, wir möchten den Euro behalten!"

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 12:48

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

EVRAN er mesta og versta efnahagslega sérfræðilega misfóstur síðan að Sovétríkin sálugu hrundu til grunna.

Nú er þetta skelfilega vanskapaða efnahagslega misfóstur að falla ofan á stóran hluta fólksins í ESB.

Guð forði okkur fyrir að standa utan við þetta rugl. 

Gunnlaugur I., 28.4.2010 kl. 13:06

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Stefán.

Merkileg túlkun hjá faz á þessu :
"Heute, nach einem knappen Jahrzehnt in der neuen Währungswelt, wünschen sich noch 47 Prozent die D-Mark zurück, während 41 Prozent mit diesem Kapitel abgeschlossen haben"

Á íslensku :
"Í dag áratug eftir gjaldmiðlabreytinguna óska 47% sér þess að fá aftur gamla þýska markið, 41% eru búin að loka þeim kafla".
Túlkunin á því að meirihlutinn vilji ekki skipta...tja þetta má greinilega toga og teygja eftir óskaðri niðurstöðu.

Haraldur Baldursson, 28.4.2010 kl. 13:12

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef Grikkir verða látnir kyssa evruna bless þá þýðir það bless fyrir evruna í öllum hinum löndum og þar af leiðandi upprisu þýska marksins fyrir Þýskaland. Evran er ekki elskuð í Þýskalandi Stefán, og hefur aldrei verið það.
 
Það mun þó enginn hlakka til að þurfa að fara í gegnum þann horror sem því fylgir fyrir öll lönd sem heita ekki Þýskaland. En nú er þetta orðið óhjákvæmilegt. Það er öruggt. Það vitum við núna. En ekki er hægt að vita tímasetninguna. Hún er stóra spurningin. En því lengur upplausn myntbandalagsins verður dregin, því átakanlegri verða endalokin fyrir alla.  
 
Feb. 25 (Bloomberg) -- The bankruptcy of a euro-region country would spell the end of European monetary union, said Carl Heinz Daube, the head of Germany’s debt agency.
“If one member were to go bankrupt this would mean, after 10 years, the euro experiment is at its end,” Daube said in a speech at a London conference organized by Euromoney Institutional Investor Plc. It would lead to “a collapse of the whole system,” he said.
 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2010 kl. 13:16

14 identicon

Gunnar:  Ég bý í Þýskalandi og veit hvað Þjóðverjum finnst.  Enda er það staðfest af öllum skoðanakönnunum sem birtar hafa verið í Þýskalandi að undanförnu.

Bentu mér á skoðanakönnun þar sem spurt er um ást þjóðar á gjaldmiðlinum?  Hún er ekki til. Hvað ertu þá að tala um að Þjóðverjar elski ekki evruna?  Spurðu þig af hverju henni þótti vænt um markið?

Ég hvet þig til að benda á eina skoðanakönnun sem sýnir annað!!!!!  Annars skaltu hætta þessari fullyrðingu þinni.

Daube segir einnig:  Es ist aber sehr unwahrscheinlich (Það er mjög ólíklegt!)  En það er best að sleppa því að minnast á það.

Hér er einnig vitnað í Daube frá sömu ráðstefnu.  Financial Times Deutschland leggur allt annan skilning í mál Daube en Bloomberg.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 13:34

15 Smámynd: Haraldur Baldursson

Stefán " Ég bý í Þýskalandi og veit hvað Þjóðverjum finnst" er flott yfirlýsing. Mjög í anda flokksystur þinnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Mikið er það gott að fólk eins og þú og Jóhann hafið vit fyrir okkur hinum. Takk

Haraldur Baldursson, 28.4.2010 kl. 13:42

16 identicon

Haraldur:  Ég orðaði þetta eitthvað rangt;)  Þakka þér fyrir að leiðrétta þessa fullyrðingu. 

Ég bendi á það að skoðanakannanirnar sýna nákvæmlega það sama og kemur fram í þýsku þjóðfélagi sem ég hef verið hluti af síðustu 9 árin?

Ég er einnig að benda á það að ég þekki kanski betur hvað Þjóðverjum finnst því ég bý innan um þá heldur en þeir sem ekki búa innan um Þjóðverja.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 13:52

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Vandamál Grikkja er að þeir fóru á formúlubíl um gleðinnar dyr. Grikkland var fyrir 2-3 áratugum tiltölulega vanþróað ríki, sem allt í einu vildi spila með stóru strákunum. ESB og Evran gerði þeim það kleift. Landið fékk lán á vöxtum sem þeir aldrei annars hefðu fengið, og þeir kunnu ekki að fara með það."

Sjáðu til, vextirnir í Griklandi voru of lágir vegna þess að þeir voru meða EVRU og það bjó til vandan.

Guðmundur Jónsson, 28.4.2010 kl. 11:19"

----------------------------

Alveg rétt, Gummi, en í dæmi Grikklands, voru vextir í reynd neikvæðir.

En, lókal verðbólga, þ.e. kostnaðar-hækkanir, voru klárlega umfram verðlag.

Við slííkar aðstæður, finnst fólki lánin vera nánast eins og gjafpeningar - sem felur í sér hvatningu til lánafyllerís.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.4.2010 kl. 14:26

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég hvet alla til að taka þessa evrukreppu alvarlega. Frá og með nú getur allt gerst.

Ríkisstjórnir, fjármagnseigendur, banka og fjármálamenn heimsins munu ekki líta ESB sömu augum eftir daginn í dag og í gær. Þeir hafa endurmetið ESB, evru og myntbandalagið. Viðhorf þeirra hefur gerbreyst (repriced risk).

Þetta var ekki æfing. This is not a drill.

Kötturinn er úr sekknum. 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2010 kl. 14:54

19 identicon

Já Stefán, þessu hjó ég eftir hjá félaga Stefáni, ég bý.. ÉG VEIT.

Ég missti næstum þvag sökum hláturkrampa.. þetta er lýsandi dæmi um hroka og sjálfsmiðað sjónarhorn þeirra sem kenna sig við hinn fallega rauða lit.

Reyndar er rauði liturinn aðeins rifjaður upp í kosningum, virkar vel á trúgjarna, græni liturinn lýsir þeim betur þess á milli.

Stefán má þó eiga það að hann sá villu sína eftir ábendingu, líkt og úlfurinn þegar hann útskýrði fyrir Rauðhettu galla ásjónu sinnar.

runar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:12

20 identicon

Rúnar: og hvað hefur þetta með staðreyndir að gera?  En haltu áfram að reyna að vera málefnanlegur.  Það er fínt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:57

21 identicon

Takk fyrir það vinur, ég geri mitt besta

runar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 19:01

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

The euro is the second largest reserve currency(a status it inherited from the German mark) as well as the second most traded currency in the world after the U.S. dollar.

Þjóðverjar eru eðlilega stoltir af nafnbreytingunni. Evra  er nýja nafnið á Markinu. Seðlabanki Þýskalands græðir örugglega mest Seðlabankanna á evrusölu. 

Þýska markið [fast frá 1998] er um 2 evrur. Escodo var festur gagnvart evru og vöru 200 escodos í evru 2002.

Krónan er verðmetinn 170 krónur í evru í dag.  Um 85 mörk.

Þannig má finna út að Íslensk Króna jafngildir 1,2 Escodo.

2002 voru 340 Grískar Drökmur í evrur. Krónan jafngildir 2 Dröknum í dag.

Þetta skýrir að t.d. að fyrir 1994 voru utanlandsferðir 60% yngri og tekjulægri hluta Íslensku Þjóðarinnar tíðari og lengri 3 til 5 vikur í sumarfrí til sólarlanda var ekki óalgengt.

Sama lágvara í allri EU.

Júlíus Björnsson, 28.4.2010 kl. 22:00

23 identicon

Þetta eru stórmerkilegir útreikningar hjá þér Júlíus

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:05

24 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ítrekaðar skoðanakannanir undanfarin ár hafa sýnt að meirihluti Þjóðverja vill ekki evruna og vill þýzka markið aftur, enda voru þeir aldrei spurðir hvort þeir vildu leggja markið niður. Hér er nýleg könnun sem gerð var fyrir Financial Times og sýnir að mun fleiri Þjóðverjar telja að hagsmunum þeirra væri betur borgið utan evrusvæðisins (þ.e. með evru) en innan þess:

http://www.eurointelligence.com/article.581+M57c97726a11.0.html

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.5.2010 kl. 09:06

25 identicon

Hjörtur: hver var spurningin í könnuninni?  Ekki var spurningin:  Viltu ganga úr evrusamstarfinu?  Nei, hún var allt önnur.

Ég bend þér aftur á linkana mína hérna í athugasemdunum.

Það er einnig nýrri könnun en viðhorfskönnunin þín.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 10:47

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvort er betra í 2,5 %meðaltals verðbólgu?

10.000.000 Kr. lán til 30 ára með 10% afföllum[færð 9.000.000] og 3% nafnvöxtum.

9.000.000. Kr. lán til 30 ára án affalla með 7,5% nafnvöxtum vöxtum? 

Marktæktir er ekki lengi að reikna það út.

Hver lánaði Grikkjum mest?

Júlíus Björnsson, 1.5.2010 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband