Leita í fréttum mbl.is

Bankaríkisstjórn Evrópusambandsins ?

Það er eins og mig minnir að núverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé hinn fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker. Frá landinu sem er banki. Síðasti ESB-forseti þessa félagsskapar frá sama landi, Jacques Santer, var ekki rekinn út fyrir spillingu í þessu embætti, fyrr en hún flæddi út um gluggana og varð þar með of sýnileg. Enginn gat rekið þetta fólk. Enginn gat fjarlægt það. Það varð því að bíða og vona að Santer-framkvæmdastjórnin segði sjálf af sér! Ekki er því skrýtið að viðreisn og píratar sæki í svona félagsskap sem enginn kýs og enginn getur fjarlægt. Þetta er betra en var í Sovét

rannsóknarskýrslan: - the report stated that they had not found a single person showing the slightest sense of responsibility

Mig minnir einnig að þessi Juncker-maður hafi sagt að hann gripi til lyga þegar þess þyrfti, sem líklega er, miðað við brunarústina ESB, ansi oft. Maður veit bara aldrei hvenær

En mig minnir líka að 60 prósent vinnuafls Lúxemborgar séu ríkisborgarar annarra landa sem búa í nágrannalöndum stórhertogadæmisins. Þessi maður vill auðvitað engin landamæri, það er skiljanlegt. Nema þau landamæri sem gera honum, og ESB-hagstofu hans, mögulegt að stilla þjóðhagsreikningum sínum þannig upp, að landsframleiðsla Lúxemborgar á hvern íbúa sé bara á hvern íbúa sem býr í landinu, en ekki utan landamæra þess. Þá henta landamærin honum mjög vel. Og auðvitað skorar landið því afar hátt í alþjóðlegum samanburði, á hvern íbúa

Það var vægast sagt sérlega athyglisvert og heillandi að horfa á Theresu May forsætisráðherra Bretlands segja Bretum frá því hvernig hún muni koma landi þeirra út úr þessum félagsskap. Ég hvet alla hugsandi menn til að horfa á forsætisráðherrann segja þjóð sinni frá, því að fátt annað verður mikilvægara fyrir okkur á Íslendinga á næstu árum, en að fylgja einmitt þessum vinum okkar út úr hinum slæma félagsskap sem ESB og EES er:

Horfa: Sögulegasti pólitíski atburður heillar kynslóðar að hefjast


Bloggfærslur 6. október 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband