Leita í fréttum mbl.is

Sögulegasti pólitíski atburður heillar kynslóðar að hefjast

Theresa May, Birmingham 2-5. október 2016 (bein krækja)

Flokksþing breska Íhaldsflokksins stendur yfir. Þar greindi Theresa May forsætisráðherra Stóra Bretlands, frá því hvernig Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið

Hún sagði: Brexit þýðir Brexit. Það er ekki til neitt sem heitir "mjúk Brexit" né "hart Brexit". Brexit þýðir einfaldlega að Bretland mun yfirgefa Evrópusambandið og öll lög sambandsins veða afmáð úr breskri lögsögu og réttarkerfi

Um komandi ný tengsl Bretlands við Evrópusambandið, sagði frú May:

"Þetta verður ekki norska módelið (EES). Þetta verður ekki Svissneska módelið. Brexit mun þýða samkomulag á milli sjálfstæðs og fullvalda Bretlands og Evrópusambandsins". Hún bætti við: "við skulum hafa það alveg á hreinu, að við erum ekki að yfirgefa Evrópusambandið til að láta nokkru sinni aftur af hendi fulla stjórn okkar yfir innflytjendamálum og við erum ekki að yfirgefa Evrópusambandið til þess að snúa aftur inn undir lögsögu Evrópudómstólsins. Eins og ávallt þegar um alþjóðlegar viðræður er að ræða, þá munu fara fram samningaviðræður. Þær munu krefjast þess að aðilar gefi og taki."

Frú May sagði ennfremur:

"Ég vil hámarka tækifæri breskra fyrirtækja til viðskipta og starfsemi á hinum innri markaði meginlandsins og gefa evrópskum fyrirtækjum tækifæri á að gera hið sama hér í Bretlandi", - en, bætti hún við, -"við munum verða algerlega sjálfstætt og fullvalda ríki á ný - ríki sem ekki er lengur hluti af pólitísku sambandi (European Union) með yfirríkislegar stofnanir sem valta yfir þjóðþing og dómstóla lands okkar."

***

Bjarni Benediktsson: sýndu okkur 1944 á ný !

Breski Íhaldsflokkurinn er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Báðir þessi flokkar eru sögulegar stofnanir um varðstöðu lýðræðisþjóða. Sjálfstæðisflokkurinn er eini slíki stjórnmálaflokkurinn á Norðurlöndum. Ekkert hinna Norðurlandanna getur státað af að hafa slíkt stjórnmálafl í ríkjum sínum. Einn flokk þar sem allir á hægrivæng við miðju fylkja sér saman undir einum fána (e. catch all)

Þessi sögulegi atburður í Bretlandi sem Íhaldsflokkurinn þar er að setja í framkvæmd og leiða til lykta, mun setja Sjálfstæðiflokknum ný viðmið, sem ekki verður undan vikist

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur einn íslenskra stjórnmálaflokka eðlislægs styrks, breiddar og forystu sem fær er um að taka á þessu máli og leiða lýðveldið Ísland úr úr yfirríkislegri lögsögu erlends valds sem aftekur með öllu að lúta þjóðþingi okkar og dómstólum. Þjóðþing Íslendinga er Alþingi og æðsta stofnun Lýðveldisins - og það á að vera svo í sannleika. EES-samningurinn er fyrir löngu kominn fram úr því sem hann átti og mátti verða. Þannig fer með allt sem hefur með Evrópusambandið að gera. Það verður að umboðslausum yfirdrætti sem hvergi er til innistæða fyrir. Yfirdrættinum er því þegjandi kyngt og framlengt með biturð í 28 löndum, því annars fer þessi gjaldþrota ESB-banki einfaldlega á höfuðið og hrynur yfir borgarana. Það er hann reyndar nú þegar byrjaður að gera. Það hrun og umbrotaferli getur orðið skelfilegt og ekki er hægt að útloka stríð. Það ættu menn ekki að gera. Hvaða lönd munu yfirgefa Evrópusambandið næst, mun ég fjalla um á næstunni

Bjarni Benediktsson er rétti maðurinn til að leiða Ísland aftur inn á þjóðbraut sjálfstæðra og fullvalda þjóða og á ný inn í þéttan félagsskap með okkar mestu og bestu bandamönnum, sem jafnframt eru voldugustu ríki veraldar: Bandaríki Norður-Ameríku og Stóra-Bretland. Noregur mun fylgja efir, ef hann verður ekki á undan okkur. Á landsþingi norsku verkalýðsfélaganna næsta vor mun norska ASÍ senda ríkisstjórn landsins einróma ályktun þar sem þau krefjast úrsagnar Noregs úr EES

Það þarf engan nýjan stamstarfsgrundvöll í neinu svo hallærislegu eins og í svokölluðum "Evrópumálum". Samstarfsgrundvöllurinn er hér nú þegar og nógu hart var berist fyrir honum á sínum tíma. Hann hefur verið til það lengi að of margir menn vilja helst eyðileggja hann, áður en hann nær að blómstra að fullu. Hann er þessi: sameiginlegir hagsmunir fullvalda þjóða um, að það er fullveldi þjóða sem geir þeim kleift að starfa sem fullvalda þjóðir með öðrum fullvalda þjóðum. Það er þetta sem er hornsteinn þess sem við erum: Vesturlönd

Um daginn gekk ég í Sjálfstæðiflokkinn. Hann er eini stjórnmálaflokkurinn sem ég hef gengið í á æfi minni. Og ég ætla að kjósa hann. Sé þér annt um Ísland, ættir þú að gera hið sama og kjósa með landi okkar, en ekki á móti því. Ég tel mig ekki lasta aðra flokka með þessu, en staðan er eins og hún er; Hinu pólitíska öngþveiti í kjölfar hruns EES-bankabólunnar og upplausnar Evrópusambandsins, verður að linna. Pólitískir hrægammar hættulegir fullveldi og sjálfstæði Íslands sveima um loftin í leit að enn fleiri ESB-hörmungum, Íslandi til skaða á höndum og fótum. Látum okkur því sjá 1944 á ný

Fyrri færsla

Pólitísk leit eftir Samfylkingu hafin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sá sem skynjar ekki þær ofboðslegu breytingar sem orðið hafa og eru að gerast í heiminum í dag og það enduruppsetningarferli sem framundan er vegna þeirra, þarf ekki að skammast sín. Hefði hann árið 2006 staðið á kassa fyrir utan verslun og þrumað það sem gerst hefur síðan þá; já þá hefði sjúkrabifreið flutt hann inn á lokuðu deildina og lyklinum að klefa hans hent.

Það eru umbrotatímar tímar í vændum og tek ég þá vægt til orða. Kjölfesta íslenskra stjórnmála er bara ein: Sjálfstæðisflokkurinn

xD

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2016 kl. 12:32

2 identicon

Gunnar þetta er flott grein hjá þér um Betrix og evrópusambandið. En þú ferð illilega villu vegar í sambandi við sjálfstæðisflokkinn. Bjarni Ben er evrópusinni, hann þegir bara um það ótta við missa fylgi. En vittu til nú er búið að hreinsa út þá framsóknarmenn sem eru á móti evrópusambandinu og strax eftir kosningar förum við á flugferð beint inní evrópusambandið. Nákvæmlega sama hvað við kjósum og líka þó við kjósum ekki.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.10.2016 kl. 14:03

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Steindór

Ég er líka Evrópusinni, en ég er ekki Evrópusambandssinni og það er Sjálfstæðisflokkurinn ekki heldur. Þarna er mikill munur á. Og Bjarni Benediktsson er formaður þessa flokks. Hann hefur unnið þrekvirki allt það kjörtímabil er að líða. Það verður ekki frá honum tekið.

En ég er líka Ameríkusinni, en það er léttara að vera því Bandaríkin eru eitt land. Evrópa er nefnilega ekki til nema sem landfræðilegt hugtak. Svo þegar menn segjast ætla að "ræða Evrópumálin" þá veit ég að þeir ætla alls ekki að ræða um staðreyndir, heldur um blekkingar.

Takk fyrir að minna mig á nú-þegar-gleymda útgöngu Viðreisnar úr Sjálfstæðisflokknum. En það var einmitt í þeim aðdraganda og undir fyrirstandandi útgöngu þeirra að ég ákvað að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Útganga þeirra batt enda á allan vafa um hvort að ég hefði gert rétt og hvort að þetta persónulega skerf mitt hefði verð rétt. Ég hafði  einfallega enga afsökun gagnvart sjálfum mér lengur, fyrir að gera ekki það sem rétt er. Ég á hvergi annars staðar heima í íslenskum stjórnmálum og get hvergi annars staðar átt heima í þeim. Svo einfalt er það.

Og mér líður vel með þessa ákvörðun. En ég þakka þér samt Steindór, fyrir umhyggjusemina.

Það tók langan tíma að berjast fyrir kosningaréttindum Íslendinga. Ég skil vel að það renni á þig lömun eftir því sem flokksframboðum fjölgar í versta Weimar-stíl. En fyrir alla muni þá skaltu kjósa. Þú getur skilað auðu og þannig brugðist við sem frjáls maður. En kynntu þér samt hvernig skila á auðum kjörseðli á rétta hátt. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2016 kl. 16:43

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Velkomin í Klúbbinn Gunnar Rögnvaldsson og þakka þér margar skíringar með þínum grallara húmor, sem fær suma til að hnerra af en aðra til að hneykslast á.  Svo eru til þeir sem skilja ekki málið svona til öryggis.

En ég veit náttúrulega ekki neitt um fjármál og enn minna um pólitík, en sex átta eða tíu flokkar á alþyngi eru klárlega ekki þar allir þar til að efla lýðræðið.      

Hrólfur Þ Hraundal, 5.10.2016 kl. 22:38

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hrólfur, ævinlega

Já nú er ég, minnsti minnihluti landsins, í tvennum klúbbum, samtímis!

1) Þjóðfélagi Íslendinga

2) Sjálfstæðiflokknum

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2016 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband