Leita í fréttum mbl.is

Bankaríkisstjórn Evrópusambandsins ?

Það er eins og mig minnir að núverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé hinn fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker. Frá landinu sem er banki. Síðasti ESB-forseti þessa félagsskapar frá sama landi, Jacques Santer, var ekki rekinn út fyrir spillingu í þessu embætti, fyrr en hún flæddi út um gluggana og varð þar með of sýnileg. Enginn gat rekið þetta fólk. Enginn gat fjarlægt það. Það varð því að bíða og vona að Santer-framkvæmdastjórnin segði sjálf af sér! Ekki er því skrýtið að viðreisn og píratar sæki í svona félagsskap sem enginn kýs og enginn getur fjarlægt. Þetta er betra en var í Sovét

rannsóknarskýrslan: - the report stated that they had not found a single person showing the slightest sense of responsibility

Mig minnir einnig að þessi Juncker-maður hafi sagt að hann gripi til lyga þegar þess þyrfti, sem líklega er, miðað við brunarústina ESB, ansi oft. Maður veit bara aldrei hvenær

En mig minnir líka að 60 prósent vinnuafls Lúxemborgar séu ríkisborgarar annarra landa sem búa í nágrannalöndum stórhertogadæmisins. Þessi maður vill auðvitað engin landamæri, það er skiljanlegt. Nema þau landamæri sem gera honum, og ESB-hagstofu hans, mögulegt að stilla þjóðhagsreikningum sínum þannig upp, að landsframleiðsla Lúxemborgar á hvern íbúa sé bara á hvern íbúa sem býr í landinu, en ekki utan landamæra þess. Þá henta landamærin honum mjög vel. Og auðvitað skorar landið því afar hátt í alþjóðlegum samanburði, á hvern íbúa

Það var vægast sagt sérlega athyglisvert og heillandi að horfa á Theresu May forsætisráðherra Bretlands segja Bretum frá því hvernig hún muni koma landi þeirra út úr þessum félagsskap. Ég hvet alla hugsandi menn til að horfa á forsætisráðherrann segja þjóð sinni frá, því að fátt annað verður mikilvægara fyrir okkur á Íslendinga á næstu árum, en að fylgja einmitt þessum vinum okkar út úr hinum slæma félagsskap sem ESB og EES er:

Horfa: Sögulegasti pólitíski atburður heillar kynslóðar að hefjast


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Spilaði upptökuna með henni í gær,samt ekki alla. Hugsaði hve mikill munur er á henni,Brown og Darling.- Þá var reiðin við völd og UK fékk það óþvegið frá okkur íslenskum andstæðingum ESB.
   Svo fellur allt í ljúfa löð;-Spurning hvort íslenska þjóðin nái aftur sínum fyrri styrk.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2016 kl. 02:49

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga

Það er míkróskópískur möguleiki á að mér skjátlist hér; en það sem er að byrja að gerast í Bretlandi núna undir nýrri forystu Íhaldsflokksins í kjölfar atkvæðis þjóðarinnar um um Brexit, það á eftir að verða að leiðarljósi þess hluta hins frjálsa heims sem áfram og gjarnan vill kenna sig við Vesturlönd.

Frú May er hvorki meira né minna en að gróðursetja landið sitt aftur niður í þá mold sem gerði það að þeim ljósvita sem gerbylti veröldinni á sínum tíma. Takist henni að halda völdum í ofsafengum mótbyr frá þeim öflum sem elska ókjörið, gerspillt og yfirríkislegt elítuveldi á borð við ESB, þá er lítil hætta á pólitískir andstæðingar hennar á heimavelli muni á næstu 12 árum geta mætt til leiks nema þá allsnaktir í augum yfirþyrmandi meirihluta breskra kjósenda.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2016 kl. 04:36

3 identicon

Góður pistill, sammála ... en mér svelgdist á þegar þú skriaðir að "tjallinn" væri "vinur".  VINUR? Þessir lúsablesar?

Að velja milli ESB og Bretlands, er svona svipað og að spyrja greinarmun á "Pest" og "Kóleru".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 07:59

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Bjarne

Já, of margir sögðu slíkt um "valkostina" árið 1939. Þar með er ég alls ekki að segja að um slíkt val séð að ræða í dag, þó svo að slæmar blikur séu víða á lofti. En sagan hófst hins vegar og sem betur fer ekki árið 2008 og sérstaklega ekki saga Vesturlanda. Innistæða bresku þjóðarinnar er ennþá stór og stærri en þrír áhættusamir og illa reknir bankar. Við eigum mesta samleið með bresku og bandarísku þjóðunum, langt umfram Norðurlanda samflot okkar.

Undur og stórmerki eru að gerast í Bretlandi og leiðtogi þeirra breytinga er breska þjóðin og Theresa May forsætisráðherra sem leiðir hana áfram. Það eina sem mér dettur í hug til samanburðar, eru þau áhrif sem breska iðnbyltingin hafði á endur-uppsetningu Vesturlanda og síðar alls heimsins. Hvorki meira né minna. Ég mun fjalla um þetta síðar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2016 kl. 12:25

5 identicon

Ég er sammála þessum rökum þínum.

Sjálfum fannst mér að Evrópubandalagið átti kosti í byrjun, sérstaklega þegar haldið var uppi að hér yrði um að ræða endurbyggingu Grísks lýðræðis, þar sem ríkin væru eigin ríki með eigið stjórnarform, en samstarfið aðeins á þeim sviðum sem öll ríkin hefðu þörf.  Fljótlega fór að bera á "Expansion" í stað "Growth". Sem alltaf í sögu mankynsins er forvari hruns.

Verður gaman að sjá, hvað verður af Bretum og hvernig þeir hafa sig upp ... ef þeim tekst að byggja upp efnahag og þjóð, þá munu flest kjarnaríki Evrópu fyglja í kjölfarið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband