Leita í fréttum mbl.is

Úr ösku Sóvétríkjanna yfir í elda Evrópusambandsins

Litlu ríkin, sem gengu í Evrópusambandið, verða eins og öll smáríki sem lent hafa innan keisaravelda og sovétríkja - ekkert. Þau verða "ekkert" í sovétbandaríkjum Evrópu. Þetta blasir við okkur á degi hverjum þessi árin

Og engar lausnir á þeim hrikalegu vandamálum sem sjálf tilvist Evrópusambandsins hefur skapað á meginlandinu munu rúmast innan ramma lýðræðislegs stjórnar- og réttarfars. Og það er ekki á öðru von. Engin önnur leið hefur nokkrun tíma verið í "pakkanum"

Lögin í velmegandi þjóðríki verða bráðnauðsynlega að grundvallast á engilsaxneskri heimspeki og hefð, sett af þinginu og framkvæmd til verndar okkur fólkinu í þjóðríkinu en ekki öfugt; lögin mega ekki vera samin, sett og framkvæmd fyrst og fremst til verndar ríkisvaldinu, valds yfirvalda eða yfirríkisveldis, eins og í Evrópusambandinu

Slíkt er eitur í beinum Evrópusambandsins. Það var og er því á degi hverjum stofnað til að þurrka af sér allt lögmæti sem minnt getur á engilsaxneska heimspeki, hefðir og lýðræði. Það hatar Pax Americana ofar öllu

***

Krækja

Í gær var staðfest að smáríki missa sjálfstæði sitt með aðild að ESB

Fyrri færsla

Þar sprakk "Made in Germany" út eins og það er - og ESB svín fá erfðabreyttan mat


Bloggfærslur 24. september 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband