Leita í fréttum mbl.is

Heil ríkisstjórn í höndum hryðjuverkamanna

 

Moshe Dayan 1973

Þegar kanslari Austurríkis lokaði heimleið Gyðinga frá Sovétríkjunum til Ísraels í september árið 1973, þá var pixel dúkkulísa undralands ekki fundin upp. Þrír sýrlenskir hryðjuverkamenn tóku Gyðinga í gíslingu sem voru í lest á leið frá Sovétríkjunum til Austurríkis, til að geta svo þaðan yfirgefið hið evrópska heimsveldi Gyðingahaturs, illsku og mannvonsku og farið heim til síns þjóðríkis í Ísrael. Barist hafði verið áratugum saman fyrir brottfararleyfi Gyðinga frá Sovétríkjunum

Austurríki lét undan kröfum hryðjuverkamannanna og lokaði á leið Gyðinga frá Sovétríkjunum til Ísraels. Einu transit-stöð þeirra til síns heima var lokað, vegna þriggja manna sem voru að villa um fyrir herleyniþjónustu Ísraels, því að

- nokkrum dögum síðar réðst bandalag Egyptalands, Sýrlands, Íraks, Jórdaníu, Sádí Arabíu, Alsírs, Kúbu, Marokkó, Líbýu, Túnis, Kúveit og auðvitað Norður-Kóreu inn í Ísrael úr öllum áttum, með það markmið að má það út af yfirborði jarðar. Hér fyrir ofan má sjá viðtal við Moshe Dayan þáverandi varnarmálaráðherra Ísraels um austurríska Schönau-málið. Dyan missti auga sitt er byssukúla sem kom í gegnum sjónauka hans grandaði því ásamt vöðvum sem annars hefðu getað haldið gerviauga

Svo seint sem um síðustu helgi gaf andlegur leiðtogi margra múslíma í Mið-Austurlöndum út þá yfirlýsingu að Ísraelsríki yrði tortímt innan næstu 25 ára, einu sinni enn. Þetta er andlegur baráttufélagi skíthæla meiri hluta borgarstjórnar Reykjavíkur, sem virðist hafa sama baráttumál og hann. Öll þessi ofantöldu óvinaríki Ísraels myndu auðvitað aldrei samþykja neinn frið Ísraels við neitt né neinn, alveg sama hvað Ísrael gerði og byði, því þá myndu þau missa vogarstangaraflið í terrorherferð sinni gegn þessu eina lýðræðisríki Mið-Austurlanda, sem þau þola ekki í sinni návist

Engin þjóð veraldar og ekkert land veraldar hefur mátt þola eins mikið skítkast, rógburð, árásir og hatur eins og Ísraelsríki og Gyðingar. Og eru þá öll heimsveldi illskunnar og mannvonsku í Evrópu og Asíu talin með og lögð saman í eitt

Í dag er næstum engin ríkisstjórn í Evrópu við nein völd og enginn kjörinn fulltrúi kjósenda álfunnar er við frumskyldustörf sín; að vernda líf, limi og eigur borgarana. Leita þarf alla leið til Ísraelsríkis til að finna slíka ábyrgð stjórnmálamanna gagnvart þjóð sinni. Það þolir Evrópusambandið ekki. Og slík skyldustörf, sem kjörnir fulltrúar borgarana, þolir borgarstjórn Reykjavíkur heldur alls ekki. Hún er hér með gangster-eining stjórnmála

Auðvitað þolir Reykjavíkurborg ekki Ísraelsríki

Sjálfsmorðsbréf Angelu Merkel kanslara Þýskalands?

Fyrri færsla

Turning and turning . . 


Bloggfærslur 18. september 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband