Leita í fréttum mbl.is

Hið tvöfalda umboð

The Dual Mandate 

Þeir sem krefjast aðskilnaðar íslensks þjóðríkis frá íslenskri þjóðkirkju, virðast litla grein gera sér fyrir því tvöfala umboði sem þarf til svo að ríki verði til lengdar farsæl. Þessi tvö umboð verða að haldast í hendur. Umboðið frá fólkinu og umboð hins universala í ritningunum, sem er sjálf fæðingardeild góðra stofnana

Einn versti aðskilnaður ríkis frá hinu æðra umboði varð þegar Adolf Hitler fékk umboð sitt frá þinginu —e. the Enabling Act of 1933— til að troða universal boðskap ritninganna niður í sömu ruslatunnur og Stalín hafði þá þegar yfirfyllt í gervöllum Sovétríkjunum, með þeim endalokum sem svo urðu. Enda var nasisminn dæmdur til dauða í Nuremberg, fyrst og fremst samkvæmt brotum gegn ritningunum þ.e.a.s hinu æðra og universala umboði

Evrópusambandið hefur ekki þetta tvöfalda umboð. Reyndar hefur það ekkert umboð frá neinum. Það er umboðslaust

Þjóðríki Bandaríkjamanna og stofnanir þess sem stjórnarskrárbundið byggja á hinu tvöfalda umboði, tóku af hörku Sovétríkin í nefið fyrst og fremst vegna hins æðra umboðsleysis þeirra. Því allir vissu hvert hið algera umboðsleysi Sovétríkjanna stefndi heiminum

Það var ekki að ástæðulausu og bara út í loftið að Geir H. Haarde forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland er gengið var til verks við óbærilegar aðstæður. Hið tvöfalda umboð er forsenda farsældar

Núverandi ríkisstjórn má ekki halda því allsherjar umboðsleysi til streitu sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom íslenska lýðveldinu í. Umsóknina inn í Evrópusambandið verður að draga til baka og fella niður. Hún er stjórnarfarslegt skemmdarverk á hinu tvöfala umboði þjóðríkis okkar. Hún er stjórnarfarslegur þjófnaður og aðskilnaðarstefna

Það voru ritningarnar sem gáfu manninum hið takmarkaða ríkisvald, en ekki öfugt

Fyrri færsla

Fasteignakaup eru ekki "fjárfesting"


Bloggfærslur 2. maí 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband