Leita í fréttum mbl.is

Hið tvöfalda umboð

The Dual Mandate 

Þeir sem krefjast aðskilnaðar íslensks þjóðríkis frá íslenskri þjóðkirkju, virðast litla grein gera sér fyrir því tvöfala umboði sem þarf til svo að ríki verði til lengdar farsæl. Þessi tvö umboð verða að haldast í hendur. Umboðið frá fólkinu og umboð hins universala í ritningunum, sem er sjálf fæðingardeild góðra stofnana

Einn versti aðskilnaður ríkis frá hinu æðra umboði varð þegar Adolf Hitler fékk umboð sitt frá þinginu —e. the Enabling Act of 1933— til að troða universal boðskap ritninganna niður í sömu ruslatunnur og Stalín hafði þá þegar yfirfyllt í gervöllum Sovétríkjunum, með þeim endalokum sem svo urðu. Enda var nasisminn dæmdur til dauða í Nuremberg, fyrst og fremst samkvæmt brotum gegn ritningunum þ.e.a.s hinu æðra og universala umboði

Evrópusambandið hefur ekki þetta tvöfalda umboð. Reyndar hefur það ekkert umboð frá neinum. Það er umboðslaust

Þjóðríki Bandaríkjamanna og stofnanir þess sem stjórnarskrárbundið byggja á hinu tvöfalda umboði, tóku af hörku Sovétríkin í nefið fyrst og fremst vegna hins æðra umboðsleysis þeirra. Því allir vissu hvert hið algera umboðsleysi Sovétríkjanna stefndi heiminum

Það var ekki að ástæðulausu og bara út í loftið að Geir H. Haarde forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland er gengið var til verks við óbærilegar aðstæður. Hið tvöfalda umboð er forsenda farsældar

Núverandi ríkisstjórn má ekki halda því allsherjar umboðsleysi til streitu sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom íslenska lýðveldinu í. Umsóknina inn í Evrópusambandið verður að draga til baka og fella niður. Hún er stjórnarfarslegt skemmdarverk á hinu tvöfala umboði þjóðríkis okkar. Hún er stjórnarfarslegur þjófnaður og aðskilnaðarstefna

Það voru ritningarnar sem gáfu manninum hið takmarkaða ríkisvald, en ekki öfugt

Fyrri færsla

Fasteignakaup eru ekki "fjárfesting"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

..hún er stjórnarfarslegt skemmdarverk,,,,,,Stjórnarfarslegur þjófnaður og aðskilnaðarstefna. Sammála Gunnar,við kusum þessa flokka vegna Esb,andstöðu,en hamagangurinn í Esb,sinnum sem eira engu,eru að mestu atvinnumótmæli.---Ég vil sjá undirskriftalistana,er viss um að megnið af þeim er fólk sem er ekki enn búið að ná því hvernig Esb lokkar þjóðir í “hnapphelduna”. Þar vegur trúin um að opnun eins kafla sé samningur um nákvæmlega hann. Síðan koll af kolli.Þeir komast upp með áróður í okkar eigin fjölmiðli.Meira að segja INN- stjóri sagðist vera talsvert andsnúinn sínum flokki,hann vill klára “samninga” .... Ég vildi að við gætum keypt skýrslurnar um eignir Íslendinga í skattaskjólum (sem er falt),það dregur úr þeim jaxlana ,því þar er um stórfelld svik að ræða. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2014 kl. 01:43

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nýr vínkill og áhugaverður, Gunnar. Öskuraparnir á vinstrikantinum gleyma því gjarnan að vestræn menning stendur á stoðum kristinna gilda. Siðfræði akademíunnar getur aldrei komið í þeirra stað.

Ragnhildur Kolka, 3.5.2014 kl. 10:41

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef mig misminnir ekki voru það einmitt kaþólskir á þýska þinginu, Centre Party, sem studdi the Enabling Act Hitlers - svo sérkennilega sem það nú hljómar.  Sá stuðningur skipti sköpum.

Kolbrún Hilmars, 3.5.2014 kl. 13:01

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og skrif.

Mikið rétt Ragnhildur. 

Látum þetta, Kolbrún, standa þannig að enginn söfnuður er betri en þeir einstaklingar sem í honum eru. En stjórnmálaflokkur er ekki söfnuður, sama hvaða nafn og stimpil hann kann að nota í sína ytri áferð. Og eins og við vitum er það einstaklingurinn sem er hið sérstaka og einstaka.

Dómurinn í Nuremberg talaði sínu máli og var vandfundin og vandmeðfarin niðurstaða. Það var ekki hægt að afsaka sig með því að segja að þingið (fólkið) hafi veitt umboð sitt.

Og þannig reyna menn enn, sýnist mér, út um allt. Já, út um allt. Menn reyna að skýla sér á bak við umboðsleysið.

Evrópusambandið er gott dæmi um það. Dæmir til dæmis Evrópudómstóllinn (ECJ) dóma sína samkvæmt totalitarian uppskrift er mest líkist gömlu stjórnarskrá Sovétríkjanna sálugu.

Hann dæmir ávallt samrunahugmyndinni —"Une certaine idée de l'Europe" eða "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu(sambandið)"— í hag. Það sáum við til dæmis enn aftur svo seint sem í síðustu viku. Réttindi borgarana eru í augum dómstólsins ekki til —eru non existing — ef þau stangast á við ofangreinda samrunahugmyndagloríu ESB. Þetta er totalitaian concept

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.5.2014 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband