Leita í fréttum mbl.is

Skrúfað fyrir vatnið

Greinin í Morgunblaðinu sem þessi bloggfærsla er tengd, er því miður of grunnhyggin. Málið er dýpra og flóknara en svo að hægt sé að afgreiða það með tilvísan í "þjóðrembu"

Nú berast fréttir af því að yfirvöld í Úkraínu hafi skrúfað fyrir 70 til 80 af hverjum 100 lítrum af neysluvatni sem neytt er á Krím. Hver gerir svona nema fyrirfram brjálaðir menn? Þetta sem átti að vera "eitt og sama fólkið", að þeirra sögn. Þetta er forherðing og stigmögnun; e. escalation

Hrun Sovétríkjanna var eitt, en afleiðingar þess í nútímanum fyrir Rússland, eru allt annað. Rússland mun óhjákvæmilega leitast við að gera við og rétta út gömlu stuðara landsins (buffer-zones), sem taka eiga höggin er koma mættu frá útlandinu. Þessi stuðari er eldra fyrirbæri en hin sálugu Sovétríki - og er ekki nátengdari þjóðrembu en landamæri og landfræðilegir stuðarar annarra ríkja eru, og í þetta skiptið, ekki nærri náttengd hinni fölskvalausu evrópumennisrembu Evrópusambandsins

Aldrei hefur leiðin fyrir brjálaða menn á leið til Moskvu verið eins stutt frá útlöndum og hún er nú. Það eitt hefði fyrir langa löngu átt að hringja öllum viðvörunarbjöllum hjá valdhöfum í Vestur-Evrópu. En þar er bara steinsofið í tímanum og hver minnsti vottur af umhugsun er samstundis seldur á útsölum fyrir ekki neitt

Hefst nú löng og ströng gönguferð Evrópu á heimagerðum jarðsprengjum

Fyrri færsla

"Overblown"

Tengt


mbl.is Á baki þjóðrembudýrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2014

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband