Leita í fréttum mbl.is

Að vera einn peningur

Rússnesk rúbla - breskt pund - íslensk króna - miðað við Bandaríkjadal

Mynd: Rússnesk rúbla - breskt pund - íslensk króna - miðað við Bandaríkjadal. Vísitölusamanburður gengis þeirra

• • •

Útflutningur Rússlands árið 1995 var að andvirði samtals 53,7 miljarðar Bandaríkjadala. Árið 2011 er útflutningur Rússlands hins vegar að andvirði orðinn 508 miljarðar Bandaríkjadala. Þetta er nálægt tíföldun á 16 árum

Heil 7 prósent af þessum tífalda útflutningi Rússlands árið 2011 fara enn til Kína. Sá útflutningur hefur tólffaldast á tímabilinu

Eystrasaltsríkin sem nú eru handjárnuð við vitlausa mynt Evrópusambandsins, geta sjálf upp á eigin spýtur enga viðskiptasamninga gert við nein lönd. Þau hafa misst fullveldið í þeim efnum. Þau hrundu ófullvalda niður úr Sovétríkjunum og ófullvalda inn í Evrópusambandið. Þau fóru úr og í aftur; reboot

Þau hafa einnig misst fullveldi sitt í orkumálum til Rússlands. Og það hefur Finnland líka. Eystrasaltsríkin eiga því enn, fyrst og fremst viðskipti við hvort annað og við Rússland

Merkilegt er nú að hugsa til þess að rússneska rúblan skuli hafa ráðið við þetta allt. Ekkert af þessu hefði verið hægt ef Rússland hefði ekki haft sinn eigin gjaldmiðil. Og ekki nóg með það. Rúblan kom Rússlandi í gegnum hrun Sovétríkjanna. Og það sést

Af þessu hefur Evrópusambandið mikið lært. Sambandið hefur lært að maður getur ekki orðið nýtt sovétríki án drottnandi myntar

Og eins og lesendur sjá og heyra gengur smíði hinna nýju sovétríkja Evrópusambandsins bara ansi vel. Hagfræðingurinn Jacques Rueff sem vann fyrir ríkisstjórn Frakklands sagði henni strax árið 1949 að; "L’Europe se fera par la monnaie ou ne se fera pas" - eða - "Evrópa verður byggð með einum gjaldmiðli; annars ekki". En þá voru hinir fyrrverandi þrír-til-sex þegar farnir að vinda uppá sig og gramsa eftir sundursprengdu gulli sínu ofan í hinu gamla ruslatunnuveldi meginlandsins á öskuhaugum þess eftir heimsstyrjaldirnar tvær, plús allt það lausa

Helmut Schmidt (D) og Valéry Giscard d'Estaing (F) fóru stuttu síðar eftir steypustöðlum Jacques Rueff og byggðu skotpall evrunnar, sem heitir ERM. Sem var og er enn tröllskessa, efnahagslegt viðriðni og drápsvél velmegunar í Evrópu. Afurð fyrirbærisins sést mjög vel á Spáni á Steingrími, Jóhönnu og Össuri. Og í Danmörku (atvinnuleysi 7%). Og í Lettlandi (11,5%). Og út um allt evrusvæðið (12%) og allt ESB (10,8%)

Þó svo að allir borgarar Spánar (26%), Portúgals (15,3%) og Írlands (12%) dræpust undir evrunni þá verður ekki hætt við þetta brjálsemisverk Evrópusovétsambandsins. Enginn sem komið hefur inn í evruna mun lifandi út sleppa. Hið nýja sovétríki Evrópu er komið beyond point of no return

Það er því nokkuð sprenghlægilegt að verið sé að veita peningaverðlaun fyrir að koma með bestu uppskriftina á því hvernig hægt sé að brjótast út úr evrunni. Það er ekki hægt. Betra væri að veita mönnum verðlaun fyrir að sjá inn í sálir fólks

Til að brjótast úr úr evrunni þarf gífurlegan herafla og mátt kjarnorkuhótunar. Eða vernd Bandaríkjanna. En sú vernd er því miður ófáanleg. En kannski verður hún það síðar - er logarnir sleikja meginland evrunnar á ný

Og af hverju tók Evrópa ekki bara upp Bandaríkjadal fyrst eigin-mynt þjóðríkis samkvæmt Brussel er banvæn? Hvað er að?

En svo eru til þeir, sem á stundum segja að "lífið sé ekki bara einn peningur". Það segja reyndar flestir nema þeir sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þeir eru sem einn peningur í framan en sem skrifaður er út í gegn að aftan

• • • 

Project Syndicate 25. mars 2014

Rífið evruna niður

Deconstructing the Euro 

Strategy;

João Ferreira do Amaral

Brigitte Granville

Hans-Olaf Henkel

Peter Oppenheimer

Jean Jacques Rosa

Antoni Soy

Jean-Pierre Vesperini

- for Saving the European Union from the Euro

• • • 

Fyrri færsla

"dwell upon its horrors"

Tengt

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það besta í dæminu, er að sjá að rúblan féll í verði svo að um munaði, en verðmæti útflutnings í bandaríkjadollar jókst, samt sem áður.

Þetta er eitthvað sem þú ættir að fókusera á, því þetta sýnir svo ekki sé um villst að peningamarkaðurinn eins og hann kemur fyrir í Evrópu, að Bandarískri fyrirmynd.  Er það sem er að drepa Evrópu.  Spákaupmenn peningamarkaðana, eru snýkjudýr, sem eru að mergsjúga Evrópskan almenning að Bandarískum sið.  Og ef þú lítur til bandaríkjanna, bak við tjöld Hollywood, sérðu eymd og fátækt almennings, í skugga hinna ríku.

Er þetta, það sem fólk vill ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 09:10

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Aurora-mynt? Hvað er það? 

Mynt án marktæks regluverks, og án löglegs leyfis á markaði, hjá siðmenntuðu og lög/dómsstýrðu samfélagi? Krónan og Evran eru ekki vandamálið! Siðblind heimsveldisgræðgi er vandamálið? Hitler, Stalin og Maó hafa fengið nýja sjúklinga í sinn stað. Það er óvefengjanleg staðreynd! Kvenkyns staðgenglar, sem verðmeta framapot og völd hátt, og eru talaðar upp í að það sé öllu fórnandi fyrir að vera "fyrsta konan þetta, og fyrsta konan hitt"! Það er áfram gert út á valdagræðgi og framagirni!

Áróra er álíka ómarktækur gjaldmiðill (með marklaust verðmat myntar), eins og regluverk þessa spillta og ruglaða heimsveldishertöku-sambands, sem AGS/EES/ESB er í raun? (Matsfyrirtækja-stýrt ofbeldi!)

Almenningur í Úkraínu er nú byrjaður að sjá hvers konar spillingaraftöku-bandalag þetta heims-ofbeldisglæpabankakerfi er í raun! (Ólögleg hertökuríkisstjórn stjórnar Úkraínu í dag!)

Ríki heims ættu að taka sig saman um að styrkja almenning í Úkraínu núna, til að bjarga almenningi þar í landi frá sultarpyntinga-hengingaról AGS og E-co.

Það verður að stoppa þessa Alþjóðabankabrjálæðinga heimsins á einhvern hátt.

Sýrland var í aftökusigti þessara heimsveldis-bankadjöfla fyrir nokkrum árum síðan, með óbætanlegum hörmungum fyrir almenning. Fórnarlömb Alþjóðabankamafíunnar!

Hvað finnst misvel/illa upplýstum almenningi heimsins, um árangur af skyldustörfum NATO og Sameinuðu Þjóðanna? Hvar er siðmenningar-verkstjórnarvitið, og friðurinn margumtalaði, sem þessi heimsveldis-verkfæri þykjast vera, í snobb-fréttum veraldar-fjölmiðlarisanna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.3.2014 kl. 15:01

3 Smámynd: Snorri Hansson


Eitt mesta vandamál heimsins í dag eru fáránlega litaðar fréttir. 


Snorri Hansson, 28.3.2014 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband