Leita í fréttum mbl.is

"Síðasta orðið" um morðið

ESB-aðildarsinnar staglast á því að þjóðin eigi að hafa síðasta orðið um eitthvað sem hún bað aldrei um. Síðasta orðið um morðið.

Vinstri grænir urðu sigurvegarar síðustu kosninga með því að auglýsa sig sem staðfasta umboðsmenn þeirra kjósenda sem mestir voru andstæðingar ESB-aðildar Íslands. Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda í þingkosningum. Sigur þeirra VG-manna vannst með því að lofa þjóðinni því —meðal annars í DDRíkisútvarpinu— að hún, en ekki fámenn ESB klíkuelíta, fengi þarna tækifæri til að eiga síðasta orðið um þetta mál. Þá óskaði ég VG til hamingju með sigurinn og bað þá um að fara vel með valdið sýna því virðingu. Aðeins 27 prósent kjósenda undir stóráfalli kusu flokka sem höfðu ESB aðild sem sitt baráttumál. En lítið vissi kjáninn ég; að þarna væri ég að ávarpa lýðræðislega, pólitíska og stjórnarfarslega svikamyllu.

Ég get svo sannarlega alveg lifað með vinstri-stjórnir. Kerfisskipti eru oft ágæt sé rétt og lögmætlega til þeirra stofnað. Þetta segi ég því Alþingiskosningar eru haldnar á fjögurra ára fresti í fullvalda lýðveldi mínu. Hármarks sársauki fyrir mig sem kjósanda er því í mesta lagi fjögur ár. Max_pain er hámark fjögur ár. Þá er kosið aftur og ég sem kjósandi get hent ríkisstjórninni á dyr. Þetta er kallað lýðræði.

Ég sætti mig aldrei við að þurfa að búa til frambúðar við síðustu orð umboðslauss Steingríms og þingflokks hans. Að búa við mottó sem segir; Þú skaffar fórnarlömbin í kosningum og við afhendum morðin. Vonandi eru þetta síðustu orð foringjaklíku flokksins sem umboðslaus umboðsmaður kjósenda.

Aðeins kjánar halda að nokkurn tíma verði sagt síðasta orðið um ESB. Vinstri grænir og blóðrauður vettvangur eru til dæmis á ný farnir að tala um Marx-Lenínisma. Héldu þó sumir að þarna væri síðasta orðið sagt. Leshringur þeirra hefur á ný myndast um það síðasta og stærsta morð sögunnar.

Norðmenn hafa verið látnir kjósa um ESB aðild tvisvar sinnum. Þetta hættir aldrei fyrr en það kemur já. Því þegar þjóðir hafa einu sinni í hræðslukasti sagt já við að skríða í ESB, þá er aldrei kosið aftur. Aldrei. er því síðasta orðið um morðið á lýðræðinu. Það ætti að banna þjóðum að kjósa undan sér lýðræðið á þennan hátt.

Ég segi nei. Umsókn Íslands inn í Evrópusambandið er algerlega án umboðs kjósenda. Hún er árangur hreinna og beinna kosningasvika. Draga á hana umsvifalaust til baka. Hún er skammarblettur á Íslandi.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála í þessu ESB ferli er ríkisstjórn Íslands umboðslaus, þar sem annar stjórnarflokkana laug að fólki í kosningabaráttunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 10:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góð grein Gunnar,sammála kröfunni um að draga umsóknina tafarlaust til baka.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2012 kl. 11:17

3 identicon

Mjög góð grein Gunnar. Ég er einnig sammála kröfunni um að draga umsóknina tafarlaust til baka.

Einar Kolbeinsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 11:57

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það þarf að fá skýrt svar frá ólafi og öðrum forsetaframbjóðendum um afstöðu þeirra til ESB. Óloðið svar.

Þá  er hægt að fá niðurstöðu þjóðarinnar  um þetta ESB aðildarferli ríkisstjórnar samhliða forsetakosningum í júní.

Eggert Guðmundsson, 17.4.2012 kl. 13:53

5 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Gunnar Rögnvaldsson, þakka þér fyrir mjög góða grein. Hún er eins og kalt vatn sem vekur mann af draumi snemma morguns.

Það er eins og þú segir, ekkert minna en að svíkja sig til valda með loforðum sem ekki er staðið við.

Þeir sem lofa fyrirfram að koma á Lenínisma fá ekki nægilegt fylgi til að framfylgja slíku. En að lofa okkur að þjóðinni verði ekki komið í ESB gegn vilja hennar og vera svo komnir langleiðina þangað áður en kjörtímabilið er á enda, það er skammarlegt, ekkert minna. Drottinssvik hjá VG.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 17.4.2012 kl. 21:53

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og kveðjur

Nú fara albjartar sumarnætur að byrja. Þá er gott að horfa yfir landið, sveitina góðu og hlusta á hrossagaukinn í fögrum dal, a.m.k á meðan maður er enn óþjóðnýttur.

Enn og aftur; hattur ofan fyrir Heimi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.4.2012 kl. 23:36

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Gunnar að vanda. En það er þarna ásláttarvilla í 2. málslið; þar segir: "Þingmenn skækja umboð sitt til kjósenda í þingkosningum." Kannski ósjálfráð hugrenningatengsl við þann veruleika, að VG-þingmenn hugsuðu ekki um umboðið og hvaða ábyrgð það fæli í sér, heldur tóku til við að stunda pólitískt skækjulífi. Líkt hugtak er til í brezkri stjórnmálaumræðu: the prostitutionalizing of politics -- að selja stjórnmálasannfæringu sína fyrir pólitíska upphefð og bitlinga eða annan meintan ávinning. Það væri næstum hægt að horfa með vorkunnsemi á vesöld þessara manna, ef við gleymdum því eitt andartak, hvernig þeir hafa unnið gefgn þjóðarhagsmunum í Icesave- og Esb-málum, beitt sér þar af grimmd og bæði hætt og nítt sína gagnrýnendur, varnarmenn Íslands.

Jón Valur Jensson, 18.4.2012 kl. 00:23

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega fyrir Jón Valur.

Þetta er hér með leiðrétt og biðst ég afsökunar á þessari innsláttarvillu, sem vel gat valdið misskilningi.  

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.4.2012 kl. 02:36

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Er Steimgrímur J.Sigfússon og VG nokkuð annað en pólitíksar skækjur? Án sjálfsvirðingar á eigin líkama og uppeldi heldur selja það sem þær ólust upp við sem heilaga trú?

Halldór Jónsson, 18.4.2012 kl. 07:37

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir kaffið Halldór. Gott að sjá þig hér

Er svarið ekki öllum nema örfáum augljóst?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.4.2012 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband