Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanka Íslands hrósað í morgunsjónvarpi CNBC Europe

Seðlabanka Íslands var hrósað mikið í morgunsjónvarpi CNBC Europe hér snemma í morgun. Hrósið kom frá talsmanni Fitch Ratings. Þeir hrósuðu Seðlabankanum fyrir að hafa ekki farið út í vonlausa vörn á gengisfalli krónunnar undanfarnar vikur. Gjaldeyrisforðanum var því ekki varið í fábjánaskap, eins og svo mörg ríki hafa reynt áratugum saman og alveg án árangurs

Árið 2001 reyndi seðlabanki Evrópusambandsins oftar en einusinni að hindra 22 mánaða samfleytt hrun evru. Allar aðgerðirnar mistókust gersamlega - og þó svo að seðlabanki Evrópusambandsins hefði notið stuðnings frá seðlabanka Bandaríkjanna

Danmörk hækkar stýrivexti einhliða

Danski seðlabankinn hefur tilkynnt að frá og með á morgun neyðst bankinn til einhliða að hækka stýrivexti til varnar gengisbindingu dönsku krónunnar við evru. Útstreymi fjármagns hefur verið það mikið á undanförnum dögum að hækka verður stýrivextina um 0,25% í 5%, því töluvert hefur verð notað af gjaldeyrisforðanum til varnar evru-bindingu. Þessi vaxtahækkun gæti ekki komið dönsku atvinnulífi verr en einmitt núna. Verðbólga í Danmörku mældist 4,3% í ágúst. Lausafjárskortur og svo hærri vextir ofaní. Kanski menn hafi verið að losa sig úr dönsku krónunni vegna þess hve lélegt ríkisábyrgðin er frá danska ríkinu - og því flytja peningana til annarra esb-landa með betri ríkisábyrgð. Nánar um þetta viðskiptalíkan hér: Efnahagsleg borgarastyrjöld geisar í Evrópusambandinu   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Takk fyrir pistilinn og upplýsingarnar. Ekki veitir af að Seðlabankinn fái einhvers staðar hrós og að njóta sannmælis. Áróðurinn um að bankinn gæti ekki að skyldum sínum, reyni ekki að halda þjóðarpeningastraumnum gangandi er svo yfirgengilega ósanngjarn og ótrúverðugur að engu tali tekur.

Og nú var Davíð Oddsson rétt áðan í frábæru og löngu viðtali hjá Sigmari í Katljósinu um öll álitamálin, gengið, skuldirnar, bankakreppuna og margt fleira.

Á sinn skýra og skilmerkilega hátt tókst Davíð að draga fram öll helstu atriði kreppuástandsins hjá útrásarköppunum og bönkunum, græðgina og ofur bjartsýnina, sem stýrði þeirra gerðum og kolvitlausu og áhættufíknu ákvörðunum. Jafnframt sýndi hann fram á, að þjóðin á ekki um neitt annað að velja, en að vernda almenning en láta bankahluthafana bera ábyrgð á sínum gjörðum í útlöndum.

Ég gat ekki betur skilið en að aðferðin, sem beitt er nú af stjórnvöldum, við að skilja útlendu starfsemi bankanna frá þeirri innlendu, og bera einungis sem þjóð ábyrgð á innlendu starfseminni, en leyfa erlenda hlutanum að fá eigið fé bankanna upp í tapið, væri nákvæmlega sú aðferð sem Ragnar Önundarson var búinn að benda nokkrum sinnum á fyrir allmörgum mánuðum og sem mörgum þótti að væri affærasælast fyrir okkur sem þjóð.

Davíð sýndi jafnframt fram á, á auðskilinn hátt, af hveju við skulum halda í krónuna en ekki velja EVRUNA.

Davíð á skilið hrós og margfaldar þakkir fyrir upplýsingarnar og skýringarnar sem hann veitti í kvöld.

Frábært viðtal og bjartsýnin og trúin á íslendinga og íslenskan dugnað og íslenskt atvinnulíf blómstraði í orðum hans.

Hafðu heila þökk Davíð Oddsson.

Kveðja

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:56

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tek undir með þér Guðmundur að viðtalið við Davíð var frábært. Hann er feikilega vel inni í málum og það hefði alls ekki verið betra að hafa hagfræðing til útskýringa.

Nú gildir að halda lífinu í Kaupþingi, svo að við höfum góða stöðu þegar lánsfjár-skortinum lýkur. Við ætlum ekki að hætta í alþjóðlegri bankastarfsemi, eða hvað ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Ég segi það aftur nýju fötin keisarans eru helvíti flott

Steinþór Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: Heilsa 107

Sæll Guðmundur

Við sem þjóð eigum nú að sækjast eftir efnahagssamvinnu og myntbandlagi við Norðmenn!

Sögulega sóttu norskir sjálfstæðisbaráttumenn hingað til Íslands á landnámstíma og nú er komin sá tími að þeir íslensku “norðmenn” sem hér hafa verið í sjálfstæðisbáráttu í nálægt 1200 ár hefji kröftuga samvinnu við gamla Noreg í efnahags-sjálfstæðisbáráttu nýrra tíma og við dyr nýs heims.

Í dag liggja hagsmunir þessara tveggja þjóða saman með margskonar hætti. Fiskiðnaður, orkumál, utanríkismál (eru bæði utan ESB, Danmörk og Svíþjóð eru innan ESB) og í raun á flestum sviðum samfélagsmála.

Í dag liggur líka fyrir að hagsmunir Norðmanna vegna Glitnis eru miklir og ættu ríkisstjórnir Íslands og Noregs saman að reka þann banka áfram. Glitnir er með miklar skuldbindingar í Noregi og yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, um að Íslenska ríkið geti ekki borgað skuldir bankanna erlendis, ættu að valda ugg í Noregi

Við höfum margt að færa Norðmönnum í framtíðar samvinnu í gjörbreyttri heimsmynd, þar sem fyrirliggur að núverandi peningamarkaðshagfræði (=gjaldmiðlagræðgisbrálæði) (peningamarkaður er aðskilið eining frá framleiðslu og atvinnumarkaði), er hruninn. Ljóst virðist líka vera að glundroði innan ESB í björgunaraðgerðum dagsins í dag sýni að þar er ekki mikil samstaða og styrkur í efnahagstjórn. Þangað höfum við ekkert að gera.

Þetta vita Norðmenn! Þeir þekkja og meta vel raunvirði Íslands, virði lands og þjóðar. Við þurfum enga minnimáttarkenda að sýna í slíkri samvinnu.

Kær kveðja,

Kristján Emil Jónasson

Heilsa 107, 8.10.2008 kl. 12:53

6 identicon

Takk fyrir pistilinn, aðeins annað sjónarhorn en hjá flestum þessa dagana :-)

Og tek fullkomlega undir með Guðmundi R. Ingvasyni, sparar mér mikinn tíma því segir allt sem mig langaði einmitt að segja á þessum erfiða tíma

ASE (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband