Leita í fréttum mbl.is

81 prósent kjósenda Samfylkingar eru farnir

Samfylking - alþingiskosningar 29 október 2016

Mynd: Evrópska Samfylkingar bölið: ESB

Næstum 81 prósent kjósenda Samfylkingar hafa yfirgefið flokkinn. Eftir standa hin berandi málefni Samfylkingarinnar allsnakin. Þau eru þessi: 1) að afsala fullveldi og sjálfstæði Íslands yfir til Evrópusambandsins: þ.e. landsala. Og 2) að kollvarpa stjórnarskrá lýðveldisins: þ.e. niðurrif til að opna fyrir landsölu

Í þessum kosningum hurfu 55,2 prósent kjósenda flokksins í pólitískri sjálfssprengjuárás hans á sjálfan sig. Þegar hið innra mannfall síðustu tveggja kosninga er lagt saman, þá hafa tæplega 81 af hverjum 100 kjósendum flokksins yfirgefið hann

Þannig mun fara fyrir öllum þeim íslensku stjórnmálaflokkum sem berjast fyrir þessum ömurlegu málefnum. Þeir tortíma sér, en ekki Íslandi. Við sjáum til þess. Og vér eigum endalaust magn af brakandi þurru púðri eftir. Hvar sem þið byggið virki ykkar á ný, munum við koma eftir þeim, og í rústir þau leggja

Fyrri færsla

Kosningasigur Sjálfstæðisflokksins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hef nú lesið nokkrar fréttagreinar og pistla kratahollra, sem leita skýringa á því hvað gerðist. Ekki skortir tilgáturnar, sem snúast mest um persónur og leikendur. Enginn þorir að nefna snöru í hengds manns húsi og ekki einn hefur nefnt þrahyggjuna um ESB og dregið álykanir út frá t.d. Þeirri augljósu staðreynd að 70% hafa aldrei viljað ganga í þetta samband.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2016 kl. 19:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Árni Páll nefndi þetta undir rós jú og hann var svældur úr formannssætinu um leið. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2016 kl. 19:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeim hefði verið hollara að snúa sér til öldungsins Jóns B.Hannibalssonar, hlýða á hann sem býr yfir gríðarlegri þekkingu á ESB.(og utanríkismálum) - Þótt hugmyndin sé upphaflega frá honum sjálfum,vefst ekki fyrir honum að viðurkenna og vara við inngöngu eins og allt er þar í pottinn búið.  

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2016 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband