Leita í fréttum mbl.is

Danmörk á eyðimerkurgöngu í Evrópusambandinu

Efnahagshorfur Danmerkur eru svartar samkvæmt nýrri skýrslu ráðs hinna vísu manna þar í landi. "Vismandsrapporten", svo kallaða, er nýútkomin og hún er ekki skemmtileg lesning. Í besta falli stendur Danmörk frammi fyrir þurri eyðimerkurgöngu án nokkurs vaxtar og í versta falli stendur Danmörk frammi fyrir nýrri djúpri kreppu sem mun leiða til enn verra atvinnuástands og þar af leiðandi sögulegs halla á rekstri ríkisins, sem er ekki nein smásmíði þar í landi. Ásæðan er bundin tilvera landsins við Evrópusambandið og þess sem þar fer fram og ekki fram. 

Atvinnuleysi í Danmörku mælist nú 7,1 prósent og er þetta 5,4 milljón manna ESB-ríki nú með 830 þúsund Dani á vinnualdri á fullri framfærslu hins opinbera. Ofaní þá tölu koma 1,2 milljón ellilífeyrisþegar og síðan allir hinir mörgu opinberu starfsmenn, sem engu hafa nokkru sinni bjargað, námsmenn og börn. Allt þetta hvílir á herðum þeirra fáu skattpíndu Dana sem búa til verðmætin sem afla tekna í soltinn kassa ríkisins. Ofaní þetta bætist svo við fasteignamarkaður í frjálsu falli sem mun ekki botna á næstu árum, samkvæmt skýrslu ráðsins.

"Þetta er hræðileg efnahagsleg staða sem við erum í og horfurnar eru mjög neikvæðar. Við getum ekkert aðhafst sem komið getur efnahag okkar á rétta braut á ný. Enda nefnum við þann möguleika ekki. Við fjöllum aðeins um hvað hægt er að gera til að þrauka af", segir Nína Smith sem er einn af sérfræðingum ráðsins og prófessor í þjóðhagfræði við háskólann í Árósum

Já: Svona er að missa öll völd yfir eigin málum og flest skörpu verkfærin úr kistunni. Gengið er farið, vaxtavopnið er farið, peningapólitíkin er farin, ráðrúm og virkni ríkisfjárlaga er farið. Öll verkfærin sem stuðlað geta að hagvexti og bata hafa verið afhent til foringjaráðs Evrópusambandsins í Brussel. Trésmiðir sem mæta á vinnustað með tóma verkfærakistu eru ei líklegir til stórræðanna.

"Hvernig á maður að geta skapað vöxt án verkfæra", sagði prófessor einn við Copenhagen Business School um daginn (tískunafn yfir viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn)
 
Tvær krækjur;

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta dæmi um trésmiði minnir mig nú á þegar ég ofl réðum trésmiði í verkefni í Næstved. Þeir mættu jú með einn verkfærakassa og verkfæri frá tímum rannsóknarréttarins en þeir mættu líka með tvo kassa af Grön.

 Kannski er það nærtækari samlíking.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2011 kl. 11:56

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Í Mogganum í dag er birtur Topp 20 listi fyrir Lífskjaravísitölu SÞ. Þar er Danmörk í 16. sæti. Ísland hefur farið upp um þrjú sæti frá því í fyrra og er númer 14.

Fjögur ESB ríki eru ofar en Ísland á listanum en ekki nema 23 eru neðar. Af ESB-ríkjunum komast 70% ekki inn á Topp 20 en öll EFTA ríkin eru í öruggu sæti, Noregur á toppnum.

Hvar verður Danmörk eftir tíu ár ef spár hinna vísu mannaganga eftir? Ísland mun mjakast upp ef við verðum áfram fullvalda utan esb.

Haraldur Hansson, 4.11.2011 kl. 12:47

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir þurfa að meta geng sitt á Þýskum staðli og það gerir það 30% - 40 % viða við USA staðal. 

Ríki EU flytja út Hávirðsauka þrep 3 vsk inn á markaði  verðbólgu ríkja og fá greitt með lágvirðisauka þrep 1 vsk og dollurum, juans, jenun, pundum.

EU er hannað fyrir þýskumælandi að mínu mati.   EES er fjármálleg afsals skerðing.  Formleg aðild er breytir því ekki. Hér eru tollar á móti fullum aðildar sköttum.  Búið að fella raunvirða mat Íslendinga niður um 30% til 40% síðan 1983.  Þá byrjaði opinberlega EES undirbúningurinn Brussell.  Hitlar fór of hratt í sakirnar og var of hávær. Menningararfleið breytist ekki í ríkjum með síu menntakerfi. 

Júlíus Björnsson, 4.11.2011 kl. 18:18

4 identicon

þetta er bara fyndið ;)

http://www.businessinsider.com/uselessness-and-hypocrisy-at-the-g20-2011-11

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband