Leita í fréttum mbl.is

Krónan okkar vann: Steingrímur jó jó og Jóhanna von Skjaldborg töpuðu

Alþjóðlegir fjárfestar sem áður voru hið alþjóðlega auðvald og hættulegir spekúlantar eru nú, samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, orðnir "alþjóðasamfélag" - og þá líklega einkamjólkurbúss ríkisstjórnar getuleysisins og vogunarsjóða hennar.

Ríkissjóður Íslands átti come back á alþjóðlegum fjármálamarkaði í dag. Í fyrsta sinn síðan árið 2006 seldi ríkissjóður fullvalda Íslands skuldir til erlendra fjárfesta. Vaxtakjörin sem stóðu ríkissjóði hinnar hetjulegu íslensku krónu okkar landsmanna til boða á þessu fimm ára láni, hljóðuðu upp á aðeins um það bil 5 prósent. 
 
WSJ; Orders are now being taken for Iceland's first bond offering since its spectacular economic and banking collapse late in 2008. The five-year offering, which may raise as much as $1 billion at a yield of around 5%, is a milestone in rebuilding confidence internationally and follows a turnaround in the economy, forecast to grow 2.25% this year. 

Sem sagt fimm prósent vextir til fimm ára. Þetta er þá rétt um það bil þrem prósentustigum yfir því sem talin er vera áhættulaus lánveiting á millibankamarkaði heimsins (LIBOR), sem stundaður er meðal og á milli traustustu fjármálastofnana heimsins. Alt frá einnar náttar lánum og upp í peninglán til eins árs.

Nú spyrja margir hvernig þetta gat gerst undir íslensku krónunni, sem forsætisráðherraínan segir að sé ónýt, því sjálft evrulandið Grikkland þarf að greiða því sem næst VISA-vexti fyrir sama lán hjá sömu fjárfestum, eða 17,8 prósent. Evrulandið Írland þarf að greiða 11,76 prósent fyrir að taka sömu peninga að láni til 5 ára. Og þetta er aðeins tæplega einu prósentustigi meira en Ítalía, sem er þriðja stærsta hagkerfi myntbandalags Evrópusambandsins, þarf að greiða í áhættuþóknun fyrir að fá samskonar lán hjá sömu fjárfestum. 
 
It will also fuel debate over whether peripheral European countries such as Greece, Ireland and Portugal would have fared better if they had had their own currencies and let their banks go bust. 

Svarið er einfalt. Erlendir fjárfestar eru ekki eins innheimskir og forstætisráðherra Íslands og allt pakk* hennar er í ríkisstjórninni. Erlendir fjárfestar vita að lönd sem hafa sinn eigin gjaldmiðil og fullveldi í peningmálum munu miklu frekar lifa af kreppur. Hagkerfi þeirra munu síður stöðvast því sjálfstæður gjaldmiðill getur við réttar og viðeigandi aðstæður virkað eins og instant upplífgunarsprauta eða economic stimulus fyrir allt hagkerfið í einu. Það mun því síður stöðvast og þurrka þar með út lánstraust ríkissjóðs, því hann mun síður verða sjóðþurrðinni að bráð, og greiðslugeta hans þannig frekar haldast ósködduð en hjá löndum sem eru orðin peningalegar nýlendur, eins og Grikkland og Írland eru orðin í ESB.

Svo vita erlendir fjárfestar mjög vel að þjóðin hefur tekið öll völd af Steingrími J. Sigfússyni ríkisfjármálabraskara og kosningasvikara. Hún hefur tvisvar stöðvað hann í því að veðsetja landið upp fyrir skorsteininn. Erlendir fjárfestar vita einnig að þjóðinni er svo illa við manninn að ólíklegt er annað en að dagar hans í pólitík séu allir taldir. Hann hefur fyrirgert sjálfi sínu með hroðalegum svikum við kjósendur.
 
Lánið til ríkissjóðs okkar fékkst á svona frekar hagsæðum vöxtum, miðað við aðstæður, vegna þess að erlendir fjárfestar hafa séð þjóðina í verki taka þessa ríkisstjórn í nefið og völdin af henni; þeir treysta á þjóðina því það er þjóðin sem þarf að borga. Þeir vita svo allt of vel að Steingrímur J. Sigfússon er ekki borgunarmaður fyrir neinu. Og verður það aldrei.
 
 
* fólk í sitjandi ríkisstjórn, sama hver hún er, sem segir að okkar eigin gjaldmiðill sé ónýtur, er pakk; þ.e.a.s upplýst skítapakk!  
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 22:32

2 identicon

Ég skil samt ekki hvernig við förum að borga erlendar skuldir Íslands.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 23:30

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það verður ekki gert með því að rústa sjávarútvegi Íslands Björn. Eða með því að glata samkeppnishæfni undirstöðuatvinnuvega Íslands með því að taka upp evru og afsala okkur fullveldi lýðveldisins í peningamálum til seðlabankahyskis í Frankfurt. 

Í gær komu út tölur landsframleiðslu okkar, og sem sýna að það var eingöngu sjávarútvegur Íslands sem kom í veg fyrir ennþá meiri samrátt en orðinn er.

Við borgum nú sem fyrr erlendar skuldir með því að þéna fyrir þeim. Það hefur sjávarútvegur okkar að miklu leyti gert með því að afla landinu óheyrilegra tekna á mörkuðum erlendis. Það er að segja með því að koma því sem náttúra Íslands gefur okkur í hæsta verð á erlendum mörkuðum, fyrir hvert veitt tonn í heiminum. Þetta er heimsmet og hátækniiðnaður Íslands. 

Svo er það sala á orku sem er seld í Bandaríkjadölum til orkufreks iðnaðar á Íslandi. 

Svo sparar landbúnaður Íslands okkur það að þurfa að eyða gjaldeyri eins og þeim sem ríkisjóður Íslands tók að láni erlendis í dag í matarnauðsynjar handa þjóðinni. Það væri nöturlegt ef við þyrftum að taka erlend lán fyrir lífsnauðsynjum. En það myndum við þurfa að gera eftir aðeins nokkur ár í myntbandalagi Evrópusambandsins - og flytja inn fisk okkur til matar. En þetta skilur enginn í ríkisstjórninni því hún er að mestu mönnuð fólki sem er afar illa að sér í svo allt of mörgu nema kosningasvikum.

Fyrir Ísland er sjávarútvegur um það vil tvöfalt mikilvægari þjóðarbúinu í heild en allur iðnaður er mikilvægur þýska hagkerfinu. Þetta var hér áður fyrr hægt að læra í barnaskólum um allt land.

Ísland getur eftir nokkur ár staðið í sömu gjaldmiðla sporum og Kanada stendur í nú. Þ.e.a.s með einn heimsins besta gjaldmiðil eins og Kanadadalur er orðinn og sem hefur verið frjálst fljótandi frá árinu 1950, þannig að öll lán ríkissjóðs væru í okkar eigin mynt. En það krefst þess að við losum okkur við bull eins og það sem skrifað var hér allar götur frá 1999 eða fyrr, að það skipti engu máli hvaða efnahagsstefna væri stunduð í Kanada, því mynt þeirra myndi aldrei verða annað en hjóm, gjall og trúður miðað við risamynt nágrannaríkis þess. Að Kanada þyrfti bráðnauðsynlega að taka upp Bandaríkjadal strax. Landið væri of lítið til að geta staðið með eigin mynt. Við þyrftum helst að losna við svona rugludalla hagfræðinnar úr umferð hér á Íslandi.

Hert íslensk króna er það sem koma skal.
 
Mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland miðað við önnur lönd
 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2011 kl. 00:52

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Undirlægjuháttur fréttamanna sem taka viðtöl við Steingrím, þar sem hann belgir sig út yfir frábærri stöðu íslensk efnahagslífs, er við brugðið. Hvarflar ekki að neinum þeirra að spyrja hann hvers vegna Icesave-höfnun hefur ekki skilið okkur eftir á efnahagslegri eyðimörk.

Bakslag í blaðrir kom í morgun þegar tilkynnt var að  skuldatryggingarálagið hafi rokið upp í morgun

Ragnhildur Kolka, 10.6.2011 kl. 08:20

5 identicon

Hvað skilar sér nettó af gjaldeyri á ári?

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 09:14

6 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Tek undir með Ragnhildi Kolka undirlægjuháttur fréttamann í viðtölum við Steingrím er með ólíkindum sérstaklega hjá þingfréttamanni Rúv ekki mynnst á Icesave-kúður ríkissjórnarinnar.

Verst er þó að Seðlabankinn var misnotaður í Icesave-umræðunni

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 10.6.2011 kl. 11:05

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlit og athugasemdir

Björn: Þetta er ekki svona einfalt. Gjaldeyrisstaðan fer eftir svo mörgu:

Til dæmis stjórnarfari, situr við völd stjórn sem skilur ekki hagkefið og undirstöðuatvinnuvegi lýðveldis okkar?

Eiga 100.000 bátar að elta sama fiskinn eða bara 2000 bátar? Þeir kosta í innflutningi.  

Eiga 50.000 sjómenn að elta sama fiskinn í 100.000 bátum og landa lélegu hráefni. Verðmæti pr. kíló hátt eða lágt. Og margir í stéttinni sem gætu unnið við annað? Eiga amatörar að stunda sjávarútveg? 

Eiga 5.000 eða 20.000 íslenskir námsmenn erlendis að fá gjaldeyri sendan til útlanda?

Hve mikið af fiski, fragt og skipaflotanum þarf að endurnýja á hverju ári?

Eru Flugleiðir að kaupa nýjar þotur þetta árið eða hitt?

Er verið að byggja virkjanir þetta árið eða hitt?

Er verið að reisa ný sjúkrahús þennan áratuginn eða hinn?

Sýpur byggingariðanðr of mikið af gjaldeyri vegna fasteingabólu, þetta árið eða hitt?

Þetta er ekki einfalt. En allt þetta hefur að miklu leyti hvílt á herðum sjávarútvegs og landbúnaðar. Restin af hagkerfinu er byggð upp með fjámunum sem þessar undirstöður hafa skaffað þjóðarbúinu, og eru enn að skaffa því þessa fjármuni. Það var þetta sem byggði upp velmengun á Íslandi. 

Í krísum eru það sérstaklega þessar greinar sem svo mikið veltur á. Samkeppnishæfni þessara atvinnuvega er því óendanlega mikilvæg.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2011 kl. 13:43

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hægt er að bæta hér við hinum svo kallaða ferðamannaiðnaði. Hér væri aðeins brot af þeim ferðamönnum sem eru hér núna, ef gegni krónunnar væri 40% hærra en það er nú.

Nú er t.d. Aþena orðin dýrari en París, fyrir ferðamann. Þekki ég landsmenn mína rétt myndu þeir verðlegggja sig á núll komma fimm út úr heimi ferðamanna ef við hefðum ekkert fullveldi í peningamálum og gengið væri farið til Frankfurt eða eitthvert annað. 

En ferðamenn koma og fara og eru eins og gervitungl. Við höfum engin áhirf á stöðu fjármála þeirra. Og getum aldrei haft það. Þeir kunna vel flestir á reiknivél. Þess vegna koma þeir á meðan útkoman í reiknivél þeirra segir þeim að Ísland sé órdýrara en land X. Ferðamannaiðnað er ekki hægt að stóla mikið á.   

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2011 kl. 14:03

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og síðan eru það vaxtagreiðslur ríkissjóðs af erlendum lánum.

Núna þarf gríska ríkið að greiða sem svarar einu heilu heilbrigðiskerfi á ári í að greiða vexti og vaxtavexti af erlendum lánum. Öll ný erlend lán til landsins fara alfarið í að greiða vexti af eldri lánum og sífellt versna vaxtakjörin á einmitt nýjum lánum þannig að um er að ræða snjóboltaáhrif í skuldastöðu landsins. Grikkland er orðið fullkomlega ósamkeppnishæft því það hefur ekkert gengi. Útflutningur þess getur ekki lengur stutt nægilega við hagkerfið því hann er orðinn ósamkeppnishæfur. Raunstýrivextir í landinu hafa verið neikvæðir næstum allan tíma þess í myntbandalaginu.   

Hjá okkur velta vaxtakjörin erlendis að miklu leyti á stöðu útflutningsgreinanna og hvort við höfum ennþá í okkar höndum vald til að verðleggja okkur sjálf á útflutningmörkuðum. Höfum við ennþá verðlagningarvaldið (the price adjustment mechanism) í okkar höndum. Það höfum við svo lengi sem við höfum eigin gjaldmiðil.

Þau ríki sem njóta bestu vaxtakjara meðal erlendra fjárfesta í Evrópu núna eru Svíþjóð, Noregur og Sviss. Fjárfestar vita að ríkissjóður þessara landa mun ekki þorna upp og greiðslugeta hans hverfa vegna þess að allir verði þar atvinnulausir því hjól atvinnulífsins hætti að snúast. Allar tekjur ríkisjóðs koma frá atvinnurekstri í landinu. Allar. Enginn ostur, engin pylsa.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2011 kl. 14:34

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Athyglisvert er eftirfarandi í ljósi þess sem bloggfærsla mín fjallar um þ.e.a.s. það var fyrst og fremst hin sjálfstæða mynt og fullveldi Íslands í peningmálum sem gerði sölu ríkisskulda mögulega á viðunandi kjörum í fyrradag. Trú fjárfesta á hagkerfi okkar með sjálfstæða mynt er það sem gerði söluna mögulega. 

Á sama tíma voru spænsk sveitafélög að reyna að ná sér í fjármagn í gegnum skuldabréfaútboð Bank Santander. Upphæðin var svipuð og hjá ríkissjóði Íslands. En aðeins tókst að selja 1/3 skuldanna. Fjárfestar eru orðnir vel meðvitaðir um að í síðasta enda standa þeir með spænsk ríkisskuldabréf í höndunum, og sem gætu reynst vera algerlega verðlaus myntbrandari í hagkerfi sem á enga mynt.  
 
================= 

LONDON—A crack opened in Europe's credit markets last week that could portend deeper trouble for the region's banks and governments.

Investors balked at buying a €1 billion ($1.46 billion) bond offering by Banco Santander SA that was backed by debt of Spanish local governments, according to people familiar with the sale. That left a group of big European banks that managed the deal holding roughly €500 million of the debt.
 
[. . . .]
 
The collateral for the Santander bonds were loans the bank had made to regional and local governments in Catalonia, Madrid, Valencia, Andalucia, Basque country and the Canary Islands, according to a person familiar with the matter.
 
[. . . .]  

Worries about hidden debt in Spain's regions, as well as concerns that problems in Greece, Ireland and Portugal would spread to Spain, conspired to virtually freeze Spanish funding markets for parts of April and May. But last month, one of Spain's government debt agencies pulled off a successful bond issuance. Santander and the three banks interpreted that as a sign that investors had regained their appetite for Spanish debt.
 
WSJ og FT í dag 
  • WSJ | Bond Deal May Augur More European Travails
  • FT | Santander’s €1bn flop – the covered bond that barked 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2011 kl. 16:10

11 identicon

Sæll og takk fyrir afar áhugavert blogg.

Steingrímur lætur eins og hann hafi verið að gera einhvern stórkostlegan hlut en af hverju spyr enginn af hverju hann hafi tekið þessa ca. 114 milljarða kr. að láni og í hvað þessir fjármunir eigi að fara? Ég heyrði fyrir nokkrum mánuðum að íslenska ríkið þyrfti að greiða 74 milljarða króna í vexti og afborganir í ár. Er þörf á að bæta við þessar greiðslur? Kostar LSH okkur ekki ca. 50 milljarða á ári svona til samanburðar?

Hér þarf að fækka verulega opinberum starfsmönnum líkt og Bretar ætla sér að gera. Þá verður hægt að lækka skatta enda engin ástæða til að hafa ríkið jafn stórt og það er.

Mér finnst þessi lántaka hreinasta brjálæði enda virðist ríkisstjórnin ekki gera sér grein fyrir því að lán þarf að borga til baka með vöxtum. Menn eiga ekki að taka lán bara til að sýna öðrum fram á að fólk vilji lána þeim. 5% vextir af 114 milljörðum eru 5,7 milljarðar. Nú veit ég ekki hvort það er heildarvaxtakostnaðurinn eða vaxtakostnaður per ár en einu gildir, þetta eru fjármunir sem við höfum ekki efni á að fá lánaða þó útlendingar vilji lána þessum misvitru stjórnvöldum hér.

Ég vona bara að þetta fé verði sett í einhverjar arðbærar framkvæmdir (fyrst á annað borð er búið að fá það að láni) en maður óttast að svo verði ekki enda núverandi stjórnaflokkar þekktir af öllu öðru en að vera atvinnulífinu lyftistöng.

Fréttamenn og bloggarar hafa brugðist í því að spyrja stjórnvöld ekki gagnrýninna spurninga varðandi þetta lán.

Jon (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 19:15

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón

Þetta lán fer að mestu í að greiða erlend lán ríkissjóðs sem eru á gjalddaga í vetur/des (290 miljónir evra ) og svo næsta vor (165 miljónir evra). Og kannski til að greiða eitthvað meira; til dæmis ráðgjafavinnu Samfylkingarmanna við almenna uppgjöf ríkisstjórnarinnar fyrir hönd Íslands á öllum sviðnum sviðum.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2011 kl. 19:45

13 identicon

Enn og aftur sýnir það sig, að það hefði komið betur að leggja kapallin til Skotlands strax.  Þá væri þetta gjaldeyrismál, alls ekki svona stórt og fleira en fiskurinn stæði undir því að rétta úr kútnum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:57

14 identicon

Er maður með sjálfstæðan gjaldmiðil ef maður skuldar tvöfalda landsframleiðslu í einhverjum allt öðrum gjaldmiðli?

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 22:21

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kapall til Skotlands myndi margfalda rafmagnsverð á Íslandi, Bjarne. Hint; alþjóðlegur olíumarkaður. Lok lok og læs á öll álver og orkufrekan iðnað á Íslandi. 
 
Mér þykir þú spyrja stórt en segja lítið Björn. Ef þú sem prívat persóna eða prívat fyrirtæki skuldar tvöfalda landsframleiðslu (sem er ekki það sama og þjóðarframleiðsla) í erlendum gjaldmiðli þá þér er þér vorkunn Björn eins og bönkunum sem skulduðu 12 falda landsframleiðslu. Nema þú eigir erlendar eignir á móti öllum skuldum og gott betur en það.
 
Enginn ríkissjóðir í heiminum skuldar tvöfalda landsframleiðslu í erlendum gjaldmiðli. Enginn myndi vilja lána neinum ríkissjóð svo mikið og hátt hlutfall af VLF.  

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2011 kl. 23:11

16 identicon

Eitthvað er ég óöruggur á hugtökunum, og ekki með allar tölur á hreinu, en pointið með spurningunni er þetta: Ef skuldir þjóðarinnar (að bankauppgjöri loknu) í erlendum gjaldeyri eru svo miklar (ríkissjóður skuldar hugsanlega þúsund milljarða og restin er vel á annan þúsund milljarða), að við eigum erfitt með að skrapa saman fyrir vöxtum, hvað þá afborgunum - er þá ekki tómt mál að tala um að við eigum sjálfstæðan gjaldmiðil?

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 23:42

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Erlendar skuldir ríkissjóðs (the Icelandic republic sovereign) voru 546.746 miljarðar á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er svona "lágt" (en samt Íslandssögulega hátt) vegna þess að ríkissjóður var skuldlaus fyrir kreppu og tók ekki að sér að bjarga bönkunum frá gjaldþroti.

Spurningin er röng Björn; án sjálfstærar myntar gætum við EKKI greitt af lánum því valkosturinn er alltaf bara sá að eiga enga mynt, eins og t.d. Grikkland. Án sjálfstærar eigin myntar myndu undirstöðu atvinnuvegir okkar deyja. Þess utan gætum við aldrei haft neinn fjármálageira sem gæti þjónað atvinnulífinu dyggilega ef við tækjum t.d. mynt annarra landa upp, eins og t.d. dollar eða annað.

Við erum ekki hvaða ríki sem er. Við erum ekki Malta eða El Salvador. 

Það er skuldastaða ríkissjóðs sem myndar vaxtagrunninn í þjóðfélaginu. Hún verður helst að vera mun lægri en hún er.  

En svo eru það erlendar skuldir einkageirans. Þær eru of miklar.

Ef hagvöxtur (skattatekjulind ríkissjóðs) kemst ekki í gang strax þá versnar skuldastaða ríkissjóðs enn frekar.  

Gunnar Rögnvaldsson, 11.6.2011 kl. 00:12

18 identicon

Er ekki rétt í þessu samhengi að taka allar skuldir þjóðarbúsins (einsog við höldum að þær verði eftir "hreinsunina"? Ef það er rétt að þær séu nettó yfir 2000 milljarðar, þá eru vextir af þeim (einsog þú hefur sjálfur bent á í þessum pistlum) á bilinu 100 til 200 milljarðar.

Þótt allt gangi syndandi vel, þá sé ég ekki hvernig við getum skaffað gjaldeyri fyrir þessu.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 09:14

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Rétt er í þessu samhengi Björn að skoða hverjir "við" erum. Við, Íslendingar, ætlum ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja. Ríkisstjórnin hefur reynt að demba einmitt þessu sem þú hefur áhyggjur af, yfir á "okkar" herðar. Við þ.e.a.s. við ætlum ekki að borga. Þetta getum við meðal annars sagt af því að við höfum okkar eigin mynt. 

Hrein skuldastaða hins opinbera (við) er um 45 prósent af landsframleiðslu samkvæmt alþjóðelgum stöðlum. En hún er hærri ef AGS uppgreiðsluaðferð (immed_emergency_pay_back) er notuð.

Við, Björn, ætlum ekki að greiða erlendar skuldir neinna nema hins opinbera. Ekki erlendar skuldir banka eða fjármálafyrirtækja. En staða þeirra er undir svo mörgu komin. Til dæmis eignaverði erlendis og gengisþróun og velfarnaði ríkissjóðs sem myndar vaxtagrunninn í hagkerfinu.

Sjávarútvegur eykur t.d. alltaf við skuldir sínar þegar gengið er lágt en greiðir þær niður þegar gengið er hátt.

Þegar bætt skuldastaða hins opinbera á Íslandi verður umheiminum ljós þá batna vaxtakjörin fyrir einkageirann. Þá geta fyrirtæki endursamið við erlenda lánadrottna á nýjum og betri kjörum. Sterkur hagvöxtur er hins vegar forsenda alls svo í síðasta enda er aðeins eitt sem skiptir þjóðina (við) máli: AÐ LOSNA VIÐ RÍKISSTJÓRNINA - STRAX

Gunnar Rögnvaldsson, 11.6.2011 kl. 14:42

20 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góður pistill og fín umræða.

Lokaorðin slá  þó í gegn. Fólk verður að fara átta sig á hlutunum.

Eggert Guðmundsson, 13.6.2011 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband