Leita í fréttum mbl.is

Þessi sjálfstæðiskona hefur ekki hugsað sér að sitja til borðs með Tryggva Þór Herbertssyni á meðan hann kyngir ælunni

Þetta er hárrétt hjá konunni sem heitir Brynhildur Andersen. Samningar af Icesave tagi munu elta embættismenn íslenska lýðveldisins hvert sem þeir fara til samskipta við fulltúra annarra þjóða. Því mun alltaf verða núið þeim um nasir að Íslendingar hafi sloppið "billega" því við hefðum átt að borga meira og meira. "Við björguðum ykkur" verður sagt.

Og svo munu allir Icesave samningar - sama hvernig þeir mættu vera - alltaf narta og naga sál og meðvitund íslensku þjóðarinnar áratugum saman. Því þegar fólk finnur fyrir niðurskurðinum og hallærinu sem skapast þá mun það alltaf segja að við borguðum of mikið, við hefðum ekki átt semja og samþykkja ólögmætar kröfur, eða við hefðum átt að borga minna, við hefðum átt að gera svona, en ekki svona.

Dómstólar eru eini rétti staðurinn til að útkljá mál af þessu tagi, ef nauðsyn krefur. Hér er ekki um einkamál ríkisstjórnarinnar eða þingmanna að ræða. Þeir munu sleppa léttast og hafa allt sitt á þurru. 

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Tryggvi Þór, Gylfi og Vilhjálmur Egils ættu að hugleiða það alvarlega að fara með Jóni Gnarr til Grænhöfðaeyja enda eiga þeir ekkert erindi á Íslandi.

Sigurður I B Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 21:46

2 identicon

Á þá bara að segja já til að embættismenn veeði látnir í friði ?

Siggi R (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 22:31

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Flottur pistill að vanda Gunnar og takk fyrir marga góða pistla um Icesave síðustu vikurnar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 23:24

4 identicon

Ég er sammála húsmóðurinni. Sjálfur hef ég hallast að Sjálfstæðisflokknum, en nú verðum við að moka flórinn.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 00:11

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið.

Sömuleiðis takk til þín Friðrik.

Ég sagði nei. Nei, nei, nei. Og aftur nei.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.4.2011 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband