Leita í fréttum mbl.is

Það gengur svo "óskiljanlega vel" hjá okkur

Det går "ufattelig godt", sagði Thor Pedersen. Þessi voru orð danska fjármálaráðherrans þegar hálftíma í hrun var såhh mikill hagnaður af fjármálum danska ríkisins. Verkalýðsfélög opinberra tóku hann á orðinu og fóru í kröfugöngur. Þau vildu fá arðinum úthlutað, fyrirfram. Einmitt. Óskiljanlegt var það væni minn. Óskiljanlega gott. 

En svo kom árið 2008 og þar næst árin 2009 og 2010. Á aðeins þremur árum var danska ríkið fláð úr skyrtunni. Bankapakki I, Bankapakki II, Bankapakki III og svo mesti samdráttur í útflutningi og landsframleiðslu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. 

"Óskiljanlegt" dúndrandi tap danska ríkissjóðsins fékk Maastrichtmennin til að hoppa hæð sína í loft og skipun um immed niðurskurð kom í urgent SMS frá Brussel. Danska ríkið limpaðist niður og loftið lak óskiljanlega hratt úr ríkiskassanum.    

Gjaldþrot Amagerbankans í fyrri viku hefur gerbreytt afstöðu manna til danska bankakerfisins. Þetta lá ekki í augum uppi, en hefur nú samt gerst. Óskiljanlega hratt. Sleggjan kom í nótt og fláði lánshæfnismat danskra banka. Samt höfðu embættismenn Fjármálalegs stöðugleika danska ríkisins andað að sér upplýsingum um lánasafn bankans vikum saman og einni mínútu í gjaldþrot.

Þeir sem halda að Iceasave þýði betri aðstæður á fjármálamörkuðum fyrir Ísland eru að mínu mati geðbilaðar staðgöngumæður fyrir afkvæmi fjárglæframanna. Ef svona staðgöngumæður finnast á Alþingi þá þekkjast þær á völtum fótum, þungaðar mjög, og á hraða hlaupum frá þjóðinni, með lýðræði landsins í seðlaveskinu. Þær munu falla.  

Ég leyfi mér að efast um geðheilsu þeirra sem sitja í ríkisstjórn. Geðheilsu formanns Sjálfstæðisflokksins hefur sem kunnugt er hrakað mjög skyndilega og lýsir sér sem geðsýktri og óskiljanlegri þörf á að hlaupa fyrstur allra fyrir hvaða björg sem fótum eru næst.  

Þetta er sami andinn og var í íslenskum bönkum á fjárglæfraárunum. Við erum ósigrandi. Við vitum allt, við tökum áhættuna og stingum henni svo upp í kjaft þjóðarinnar.
 
Asnar!
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Jahérna Gunnar,

Þú tekur hressilega til orða og mörgum mun sjálfsagt ofbjóða. En því miður er þetta ekki út í loftið hjá þér.Og það er verulegt áhyggjuefni hvert stefnir með virðingu stjórnmálanna hjá okkur. Ég spyr mig, hvað á að taka við? Jón Gnarr eða hans nótar ?

Eða ferð þú í pólitíkina með mínum stuðningi?

Halldór Jónsson, 16.2.2011 kl. 11:11

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Samt höfðu embættismenn Fjármálalegs stöðugleika danska ríkisins andað að sér upplýsingum um lánasafn bankans vikum saman ...

En Danir eiga engan Sigmund Erni, eins og við!

Sigmundur Ernir sagði í Silfrinu að við ættum að samþykkja IceSave. Hann sjálfur var búinn að skoða eignasafnið (í trúnaði að sjálfsögðu) á ÞRIGGJA KLUKKUTÍMA löngum fundi og komist að niðurstöðu. Líklega á "einu augabragði" eins og honum einum er lagið.

Ó já, það er ekkert að óttast.

Sigmundur Ernir renndi sér fótskriðu í gegnum eignasafnið  - fjóra milljarða á mínútu - og hefur kveðið upp sinn úrskurð: Það er íslensku þjóðinni fyrir bestu að samþykkja ólögvarða IceSave kröfu.

Þurfum við einhverjar frekari tryggingar?

Nei, svona í alvöru talað, hraðaferð IceSave III gegnum þingið er skandall. Og ef þjóðin á ekki að fá neitt um málið að segja er það ófyrirgefanlegt.

Haraldur Hansson, 16.2.2011 kl. 12:36

3 identicon

ja,ja, sjalfstæðismenn eru þa bara asnar það er þa komið i ljos (þu meinar þa væntanlega þessa nyju sem sitja a þinginu nu) enn þessir gömlu sem voru aður við stjorn eru þa bara goðir sjallar þeir sem attu að fylgjast með öllu glæparuglinu sem hefur viðgengist með xd-var við stjorn nei,Gunni

hvað er svona slæmt við það að borga icesave

folk skuldar þegar 200% i sinum eignum þegar eg se engann mun a kuk og skit

einar axel (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 13:03

4 Smámynd: Jón Þór Helgason

Haraldur.

Það tekur margar vikur fyrir fagmenn að skoða eitt sæmilega stórt útibú.

ég mæli með að Sigmundur Ernir verði sendur í gáfnapróf í framhaldi af því að hann fái strax fyrirfram heiðusdoktorspróf í viðskiptafræði frá Samfylkingarskólanum í Bifraust. Sigumundur getur síðan þegar um hægist klárað háskólaprófið, mastersnámið og Doktorsprófið þegar um hægist hjá honum.

Reyndar er það týpist við svona gáfaða menn eins og Sigmund Erni að vera óhæfur til daglegra verka. Þið munið eflaust eftir því að hann skilaði bíl sem Jón Ásgeir lét hann hafa sem fréttastjóra Stöðvar tvo að hann var bæði skemmdur að utan og með úrbrædda vél.

En gáfðaðir menn eru oft bölvaðir glópar líkt og þeir væru heimskir...

Jón Þór Helgason, 16.2.2011 kl. 17:02

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Evru ríki EU fá sinn áralega evru kvóta miðað við rauntekjur á sínum markaði síðustu fimm ár.  Þetta eftir viðskiptagengisjöfnuð sem lækkaði Ísland úr 62.000 dollurum á þegn niður í 37.000 dollara 2009. Eru ekkert annað en gjaldeyrishöft. Hentar hagsmun kommissionarinnar.

Ég er búinn að hlusta stanslaust á alþingsumræður inn á þingi og spyr sjálfan mig hvort það sé eðlilegt að hleypa lið inn á þing sem hefur ekkert viðskipta vit.  

35436 Undirskriftir þeir sem viðurkenna ekki umboð sitjandi á þingi í augnabliku næstu 30 ár til að fara með forræði sitt.

Hér má einhalda skattkerfi. Taka upp tvíhliða bókhald með gagnsæi að leiðar ljósi. Blanda ekki saman langtíma og skammtíma eða öryggi og áhættu.

Þá losnar maður við steypuna sem vellur upp offræðingum hér.

Íslenskir séreignabankar sem byggðu á subprime veðskuldagrunni  búa við rýmra regluverk en gengur og gerist um banka sem kallast ekki áhættu bankar erlendis. 

Þessir banka höfðu fengið mikið af dýrum lánum  hjá Stórum Bresku Bönkum til að fjármagna áhættu fjárfestingar eiganda sinna m.a. í UK. 2005 eru þeir í greiðslu erfiðleikum. Búið að loka EU bankalínum.   Þá hleypa UK yfirvöld þeim inn á sinn markað og veita meðmæli til að fylla sig af pundum. Hvert fóru þessi pund?   

Hér hljóta menn almennt að vera heimskir.

Allt sem gerist eftir 2004 eru skiljanleg viðbrögð þegar koma á í veg fyrir bruna útsölu sem lengst að hálfu hagsmuna aðila. 

Ég var í heildsölu þegar smásalan hér var öll að fara yfir um og keðjurnar voru að koma inn. Má því segja að ég af mikla reynslu af  rekstri sem er fara í þrot.

Það má aldrei reka fyrirtæki á þeim forsendum að það sé að fara á hausinn.

Þegar markaðsaðstæður rekstursins sem grunnur byggir á breytast þannig að stefna í greiðslu erfiðleika þá er hægt  að skipta um grunn eða ef það er ekki hægt þá að skera niður alla liði sem íþyngja grunninum ekki grunninum sjálfum eða viðhaldi á honum.

Afskrifa alla pappíra með skekkjumatið sér í óhag. Lækka svo allan vaxtakostnað, óþarfa yfirbyggingarkostnað m.a. með einföldum á bókahaldi ef þarf.   Ábyrgur eigandi byrjar á sjálfum sér. 

Ég er ekki að sjá þetta í gangi hér. Heldur eintómt kjaftaæði hvað allt er fólkið og þurfi mikið af áhættu módelum og sérfræði álitum. 

 Þetta bendir til að best sé að skera niður áhættuna og gera rekstur almennari.

Júlíus Björnsson, 16.2.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband