Leita í fréttum mbl.is

Útrásarbanki Össurar Skarphéðinssonar & Jóhönnu

Hæstvirtur þöngulhaus Össur Skarphéðinsson er orðinn vanur maður. SPORÐUR hlutabréfabrask hans leiddi til þeirrar innri ályktunar að halda mætti útrápinu áfram en nú á nýjum forsendum. Við látum einhvern annan borga fyrir okkur áfram. Eftir að við höfum tæmt allt hér heima þá sækjum peningana í vasa 27 þjóða Evrópusambandsins, hugsar þöngulhausinn. Hann heldur eins og allir nassarar halda að enginn borgi en allir fái greitt. Allt sé ókeypis. Þannig virkar höfuðvíravirki utanríkisráðherrans. Við skulum ekki minnast á tómið í höfði forsætisráðherraínunnar.   

En því miður, fyrir vini okkar Finna þá er hér eldrauður nettójöfnuður Finnlands gagnvart Evrópusambandinu frá upphafi. Þegar debet og kredit hefur verið gert upp þá stendur eftir sjálfur jöfnuðurinn. Þetta er gert upp eins og bankareikningur sem Össur á. Hvað var lagt inn og hve mikið var tekið út: hvað eigum við eftir. 

Finnland nettójöfnuður við ESB

Mynd: nettójöfnuður Finnlands gagnvart Evrópusambandinu frá 1995 til 2009  

Eins og sést á myndinni hefur Finnland aldrei fengið eina krónu frá Evrópusambandinu nema árið 2000 en þá fékk landið 45,52 miljónir evra nettó-greiddar frá ESB eða sem svarar til 8,8 evrur á mann eða 0,03 prósent af landsframleiðslu Finnlands. Frá árinu 1995 til 2009 hefur Evrópusambandsaðildin kostað Finnland 4,361 miljarða evrur, eða 692 miljarða íslenskar krónur. Þessi upphæð mun fara hratt hækkandi. 

Það er tékkneski hagfræðingurinn Petr Mach, sem er fyrrverandi efnahagslegur ráðgjafi forseta Tékklands sem tekið hefur saman tölurnar og ná þær yfir öll lönd Evrópusambandsins og allar greiðslur til og frá löndunum öll árin. Hér er heimasíða Petr Mach

Staðan er ennþá verri hjá Svíum því þeir hafa aldrei fengið eina krónu frá ESB frá upphafi. Hér er hægt að skoða tölurnar fyrir öll lönd Evrópusambandsins frá upphafi. Þessi vinna Petr Mach og félaga er þrekvirki og skoðast best hér: www.money-go-round.eu

 

Svíþjóð: nettójöfnuður gangvart ESB

Mynd: nettójöfnuður Svíþjóðar gagnvart Evrópusambandinu frá 1995 til 2009 

Myndin hér fyrir ofan sýnir nettójöfnuð Svíþjóðar gagnvart Evrópusambandinu. Eins og sést á myndinni hefur Svíþjóð aldrei fengið eina krónu frá Evrópusambandinu. Landið hefur hins vegar nettó-greitt 158 miljarða sænskar krónur til Brussel frá árinu 1995 til 2009. Þetta eru tvö þúsund átta hundruð fimmtíu og sjö miljarðar íslenskar krónur: 2.857.000.000.000.

Þið getið svo ímyndað ykkur hvað fábjánaverk Össurar Skarphéðinssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur muni kosta íslenska lýðveldið. Eftir 28 ár í Evrópusambandinu er Grikkland gjaldþrota í Evrópuvöxtum Össuar. Írland líka og Portúgal og fleiri lönd eru á leiðinni. Peningar frá Brussel eyðileggja jafnt lönd í Suður-Evrópu eins og þeir gera það í Afríku. Fyrir Ísland myndi Evrópusambandsaðild hins vegar með tímaum þýða endalok bæði þjóðar og lýðveldis okkar.

Þessar upplýsingar munið þið aldrei fá frá ESB-þöggunarmeisturum DDRÚV. Og svo er það Icesave.  

Fyrri fræsla

Axel Weber lætur þvagið falla á seðlabanka og mynt Evrópusambandsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta eru 2.857 milljarðar hjá Svíum þarftu að bæta þremur núllum í textann. Það eru 2.857.000.000.000 krónur!

Takk fyrir margar góðar færslur.

reiknistokkur (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 14:49

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk kærlega reiknistokkur. Þetta varð skyndilegt og Össuarlegt fjöldamorð á núllum hjá mér. Leiðrétt.
 
Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.2.2011 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband