Leita í fréttum mbl.is

Hið fullkomna vantraust. Eru Þjóðverjar að gefast upp á lýðræði?

Hið fullkomna vantraust 
 
Lifir lengi í gömlum glæðum?
 
Eða er það hinn svo kallaði "stöðugleiki" ESB sem er farinn að láta svona á sjá? Stöðugleiki stöðugs skorts á lýðræði í ESB?

Bertelsmann stofnunin í Þýskalandi gerði nýlega könnun meðal Þjóðverja. Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar hafa Þjóðverjar aldrei haft eins litla trú á þýskum stjórnmálamönnum frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Um 70% þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki geta treyst á stjórnmálaleiðtoga landsins né stjórendur í þýsku atvinnulífi. Sama gildir um þýska menntakerfið og félagsmálakerfið. 
 
“I have never understood why public opinion about European ideas should be taken into account” – Raymonde Barre, French Prime Minister and Commissioner
 
 
Næstum helmingur þáttakaenda sagðist efast um að hefðbundið lýðræði sé rétta stjórnarformið. Jafnvel hið svo kallaða þýska “félagslega markaðshagkerfi" (e. social market economy eða frjálst markaðshagkerfi með umfangsmiklu félagslegu öryggisneti) er langt frá því að vera álitið eins jákvætt og áður fyrr. 

Kostnaðarsamar banka-björgunaraðgerðir stjórnvalda í fjármálakreppunni og ríkisstuðningur sem átti að bjarga bílaiðnaði Þýskalands hafa Þjóðverjar ekki mikla trú á - að þetta sé ekki nóg til að blása lífi í hagkerfið aftur. Fyrirhugaðar skattalækkanir stjórnvalda upp á 8,5 miljarða evrur valda Þjóðverjum áhyggjum því þær munu koma samhliða versta ástandi í ríkisfjármálum landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar. 

Þjóðverjar höfðu vonast eftir aðgerðum og fjárfestingum sem myndu létta róðurinn hjá fjölskyldum landsins og einnig fjárfestingum í menntun og orkumálum. Önnur könnun leiddi í ljós að 37% Þjóðverja eru meira bjartsýnir hvað varðar sinn eigin persónulega fjárhag | thelocal.de 

Mín skoðun
 
Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef æðstu valdaklíku ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd.
 
Fleiri stuttar fréttir í glugganum 
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Gunnar.

Ég hef aldrei verið hrifinn af ESB, þessi færsla þín styrkir mig í þeirri fullvissu. Sl. áramót seldum við fisk í Bremerhaven og þar spjallaði ég við nokkra heimamenn. Þeim bar öllum saman um að erfiðara væri að ná endum saman eftir að evran kom  og enginn af þeim sem ég talaði við, var ánægður með ESB, þeir voru mjög óhressir með það.

En ég er búinn að skemmta mér mikið yfir lestri athugasemda þinna á síðu Evrópusinna. Ég skil ekki af hverju þeir sögðu þig ókurteisan.

Að kalla menn heimska, sem viðhafa svona málflutning eins og þeir, er ósköp milt orðalag miðað við það sem þeir eiga skilið.

Jón Ríkharðsson, 7.1.2010 kl. 02:29

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir þetta Jón.

Já Þjóðverjar eru ekki neitt sérstaklega ánægðir með hvorki ESB né evru. Ég held reyndar ekki að neitt 27 landa ESB sé ánægt með hvorki ESB eða evru. En þau komast bara aldrei út úr hvorki ESB né myntbandalaginu aftur. Það er engin leið til baka.

Mikill meirihluti þýskra kvenna vill fá þýska markið aftur sem sinn gjaldmiðil, samkvæmt skoðanakönnun þar í landi fyrir 2 árum. 

Það segir sitt að það er meira að segja vaxandi andstaða við upptöku evru í Eistlandi. Þar eru einungis 47% fylgjandi evruupptöku. Hin vaxandi andstaða í Eistlandi byggir á að þeir óttast að evruaðild landsins munu þýða verri lífskjör fyrir þjóðina og meiri dýrtíð | BBN

Í tilefni 10 ára afmælis myntbandalagsins skrifaði Václav Klaus forseti Tékklands ágætis grein um þetta evru dýrtíðar mál í Financial Times 2008 | Ten Years of Euro: A Reason for Celebration?

Vona að þið hafið selt vel í Bremerhaven 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2010 kl. 09:14

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur.

Það sem vantar í ESB umræðuna, er þín persónulega reynsla af ESB og almennings í ESB löndunum. Eftir að hafa lesið um samskipti forseta Tékklands við forsvarsmenn sambandsins á síðu Hjartar, þá var ég mjög hugsi. Það var eins og að horfa á bíómynd um samskipti Sovétríkjanna við stjórnmálamenn annarra kommúnistaríkja. Það má einnig lesa það út úr fréttunum, að ESB vill vera eitt stórt og fullvalda ríki.

Við höfum ekki tryggingu fyrir neinu, ef við göngum þarna inn. Öll ríki eða ríkjabandalög, sem reyna að hafa áhrif á skoðanir manna eru stórhættuleg. 

Það væri gaman fyrir ESB klúbbinn að lesa og vonandi skilja þá grein sem þú skrifaðir í Þjóðmál um ástandið sem skapaðist, þegar Danir tengdu sig við evruna. Það er greinilegt á þeirra umfjöllun, að þeir kunna ekki að beita rökum.

Ef þeir gætu hrakið lið fyrir lið þær skoðanir sem þú setur fram, væri mögulega hægt að bera ofurlitla virðingu fyrir þeim, en þeir gera það ekki.

En ég sá að þú gerðir það, þannig að enginn þarf að efast um, hvor málstaðurinn er réttur. Allir hafa auðvitað rétt á sínum skoðunum, hverju nafni sem þær nefnast. En að neyða þær upp á fólk, jafnvel þvinga þjóðina inn í ESB, það er glæpur, sem seint verður fyrirgefinn.

Ég hef aldrei verið að ergja mig á mínu menntunarleysi, það er ekkert verra en hvað annað að vera til sjós. En ég viðurkenni fúslega núna, að léleg tungumálakunnátta hjá mér, er orðin ansi bagaleg. Ef ég væri góður málamaður myndi ég geta kynnt mér allt um þessi mál í erlendum fjölmiðlum og fylgst betur með umræðunni ytra.

Það sem almenningur í ESB segir er marktækara, heldur en það sem stjórnvöld viðkomandi landa eru að segja, íslendingar þurfa að fá að heyra það.

Þótt mín menntun sé lítil, þá eru sem betur fer til menntaðir og upplýstir menn, eins og þú og margir fleiri. Almenningur þarf að heyra ykkar raddir hljóma, það er komið nóg af lygaþvættingi og órökstuddum dylgjum frá gjörsamlega hlandvitlausum ESB sinnum, sem kunna ekki að færa rök máli sínu til stuðnings. Þeir eru fastir í barnalegri rökfræði; "af því bara" rökfræðinni .

Við seldum ágætlega í Þýskalandi, en nú ætlar sjávarútvegsráðherrann víst að banna löndun á fiski erlendis, þeir vilja passa upp á, að við sjóararnir breytumst ekki í auðmenn.

Jón Ríkharðsson, 7.1.2010 kl. 11:30

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er að verða uppáhalds bloggið mitt, ég verð að fá að komitera á bloggið um hvort menntun borgar sig í norræna velferðarkerfinu, ég var að lesa það áðan og athugasemdatíminn er liðinn.

Þetta minnir óþægilega á Sovétríkin, þar sem verkamaðurinn var í miklum metum og enginn mátti vera ríkur, nema hann væri innundir hjá "flokknum".Allir þurfa að vera jafnblankir. Sagði ekki Churchill einhvern tíma að kapitalismi væri ójöfn skipting á gæðum og jafnaðarstefna jöfn skipting á örbirgð? Það var hárrétt hjá kallinum, en dómgreind og rökhugsun er engin hjá vinstri mönnum.

Ekkert þjóðfélag fær staðist án vel menntaðra einstaklinga og góðra menntastofnanna. Vitanlega eru til hálfvitar í menntamannastétt, en ég tel að þeir væru nú vitlausari, ef þeir hefðu ekki menntun.

Ég þekki líka svona dæmi eins og þú talar um, skattanna. Vinafólk okkar hjóna býr í Danmörku. Hún er sálfræðingur með óreglulegar tekjur. Hún þarf á allri sinni sálfræðikunnáttu að halda, til að lifa óbrjáluð við þessa vitleysu og oft eflaust þarf hún að taka eiginmanninn á bekkinn.

Þau vilja flytja til Íslands og telja sig lifa betra lífi hér, að öllu leiti nema einu, það er svo erfitt að fjármagna íbúðarkaup. Reyndar gæti ég trúað þeim til að vera áfram í Danaveldi, eftir að "hin tæra vinstri stjórn" tók við völdum.

Jón Ríkharðsson, 7.1.2010 kl. 12:54

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég er mikið sammála þér Jón og þakka þér fyrir innleggin. Hér er get ég víst litlu bætt við án þess að offiska gróflega í hrærðum bollanum. Þú ert sennilega kominn með allann aflann sem var í þessum kaffibolla.

Já við erum reyndar líka á leið til Íslands. Eftir 26 ára fjarveru. Þetta er hægt núna því börnin eru orðin fullvaxin og geta sjálf og eru 50% flutt úr landi. Við komum með næstu vorskipum. Eina sem er eftir er að losna við kofann. Fasteignamarkaðurinn er eitthvað svo frosinn fastur hér.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband