Leita í fréttum mbl.is

Norður-Kórea nú eða aldrei?

Það að Norður-Kórea sé orðin fær um að framleiða og skjóta upp eldflaugum knúnum föstu eldsneyti, boðar ekki gott. Það þýðir að japanska þjóðin hefur ekki nema nokkrar mínútur, kannski sjö, til að undirbúa sig fyrir kjarnorkuárás. Tíminn sem vesturströnd Bandaríkjanna hefur er nokkuð lengri, í mínútum talið

Þegar eldflaugar nota hins vegar fljótandi eldsneyti, þá þarf að koma því á flaugarnar áður en þeim er skotið upp og það tekur tíma. Sé vitað hvar þær eru staðsettar er hægt að fylgjast með áfyllingu og undirbúningi skots með aðstoð gervihnatta - og ná að búa sig undir kjarnorkuárás eins mögulega og hægt er

Nýr leiðtogi Suður-Kóreu tók sér sólarhringsfrí frá stöfum í síðustu viku. Það er ekki dæmigerð suður-kóreönsk hegðun, því þeir vinna mest allra þjóða. Hvað var það sem krafðist svona mikils næðis að nýr þjóðarleiðtogi Suður-Kóreu þurfti að stimpla sig út til að geta gert. Þurfi hann að taka erfiða ákvörðun. Þurfti hann að hugsa sig vel um?

Ef Norður-Kórea kemst upp með að þróa kjarnorkuvopn sem með rekstraröryggi ER hægt að beita, þá markar sá atburður að ekki er lengur hægt að eiga við landið. Ef því er leyft að komast yfir þann erfiða þröskuld, þá er orðið of seint að gera nokkuð í málinu. Þannig virka kjarnorkuvopn

Hvað mun gerast næst? Þetta vandamál er ekki á förum, þvert á móti, það er sífellt meira aðkallandi

Fyrri færsla

Utanþings ríkisstjórn Þýskalands lækkar í hafinu


Bloggfærslur 28. maí 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband