Leita í fréttum mbl.is

Landamærin - gjöf til mannkynsins

Með Ritningunum sem Vesturlönd eru byggð upp með og á, voru okkur meðal margs annars gefin landamærin, þjóðríkið og fjölskyldan

Landamærin eru þarna til að vernda þjóðríkið, fjölskylduna og veröldina. Þau eru þarna til þess, meðal annars, að enginn geti ráðskast og drottnað yfir heiminum. Til að hindra að heimsveldi og ríki og ríkjabandalög þenji út landamæri sín og gleypi önnur ríki og reyni ef til villa að gleypa alla veröldina. Að engum líðist að gleypa veröldina og hneppa hana í eitthvað sem aðeins getur endað sem horror fyrir þjóðir og allt mannkynið. Þjóðir þjóðríkjanna sjá heiminum fyrir öryggi sem felst í fjölda og margbreytileika þeirra og þær fagna saman þegar farið er eftir reglunum. Og maður bjargar ekki neinum með því að drekkja sjálfum sér fyrst. Svo mikið er víst. Landamæri eru vörn og veita vernd

Landamærin er af hinu góða. En hin svo kallaða "friðarsúla" í Reykjavík er hins vegar ófriðarsúla. Hún er ekki af hinu góða. Hún er eins konar afglapaturn Lennons sem með einfeldningsskap og fáfræði boðaði veröld án landamæra. Hún lýsir upp Reykjavíkurhimininn sem eins konar vanviti, ef ekki fáviti. Ég bý auðvitað ekki í Reykjavík, en því miður sé ég hana, langt að. Hún fer í mig því hún lýsir heimsku. Og þannig ljós er ekki gott fyrir veröldina. Rangt er rangt og rétt er rétt

Fyrri færsla

Svar mitt til Ragnhildar: þorparinn Kant


Bloggfærslur 12. janúar 2016

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband