Leita í fréttum mbl.is

Núllin í nýju sovétbandaríkjum Evrópu: Pútín hlær alla leiðina í bankann

Þegar keisaraveldi Evrópu rákust saman og kveiktu elda heimsstyrjaldar árið 1914, þá gerðist þetta:

Hinn sundurtætti jarðvegur meginlandsins varð sú glóðvolga gróðurmold sem ól af sér nasismann. Hann og hugmyndastefnur sem honum líkjast geta aldrei þrifist í sterku þjóðríki. Þýskaland nasimans var ekki þjóðríki. Það var rústir keisaravelda í upplausn, hafði ekkert með þjóðríkið að gera en hins vegar allt með stjórnleysi og upplausn að gera (anarki). Ríki stjórnleysis náði völdum í rústum keisaraheimsvelda

Nasisminn er sú útgáfa kommúnismans þar sem fólkið sjálft og stjórnmál þess eru þjóðnýtt. Álíka andlýðræðisleg öfl ófrelsis þrífast alltaf best í rústum keisara- og sovétvelda. Rústir þeirra eru gróðurmold einræðis þessara afla. Þar verða til sovétríki og hin þriðju ríki fortíðar og nútíðar

Það er ýtrasti þvættingur að stofnun Evrópusambandsins á meginlandinu, undir vafningi hinna fyrstu þriggja til sex ríkja þess, hafi nokkurn tíma komið eitthvað að varðveislu friðar í Evrópu að gera. Ekkert er fremur fjarri sanni. Evrópusambandið er einungis gamli 1871-þráðurinn frá því fyrir 1914 tekinn og spunninn upp á ný, þar sem bæði Þýskaland og Frakkland sjá sig komast til vegs og virðingar á ný í heiminum - í flóknu samspili á öxli Lotharinga - á kostnað annarra

Í Evrópusambandinu hafa sjálf stjórnmálin þegar verið þjóðnýtt. Restin kemur af sjálfu sér, eins og sést

Bandaríska þjóðríkið og borgunarmaður NATO lítur eftir meginlandi taparanna - og heldur á samfellt 70. ári siglingarleiðum útflutnings þess á Kyrrahafi opnum með USPACFLT

Fyrri færsla

Úr ösku Sóvétríkjanna yfir í elda Evrópusambandsins


Bloggfærslur 25. september 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband