Leita í fréttum mbl.is

Mótstöðuafl hörmunga

Ef það er eitthvað eitt sem myndi veikja og tortíma mótstöðuafli gegn hörmungum eins og nasisma, fasisma, kommúnisma og esbisma, þá er það innleiðing "beins" lýðræðis í gegnum svo kallaðar "þjóðaratkvæðagreiðslur". Orðið og hugtakið þjóðaratkvæðagreiðsla er þó misvísandi því þær eru einmitt einkenni á neyðarúrræðis-kosningum í landi sem hýsir fleiri en eina þjóð

Á meginlandi Evrópu hefur lýðræði alltaf verið ákaflega veikt, að Hollandi undanskildu. Þar er nýlegt stærsta ríki álfunnar enn í gangi með sína fyrstu alvöru tilraun til lýðræðis sem nýtt stjórnarform. Og sú tilraun hefur ekki tekist vel, eins og sést vel á Þýskalandi. Enda er Þýskaland aðalstöðvar Hegels

Ríkjandi "consensus" augnabliks eða stundar-samstaða um hvað sé rétt, er ekki það sama og almennur vilji og þrá þjóðar sem býr í þjóð-ríki. Því fer fjarri. Og þess utan er alls ekki hægt að taka Sviss sem neitt nema lélega fyrirmynd hvað þetta efni varðar, því þar í einu landi býr ekki ein þjóð. Það land býr því við varnartegund af lýðræði undir neyðarráðstöfunum er kallast "þjóðaratkvæðagreiðslur"

Frjálsar og góðar stofnanir lýðræðisríkja geta ekki þrifist og verið frjálsar og góðar stofnanir nema í þjóðríkjum þar sem ein þjóð býr. Bandaríkin eru til dæmis "ein ósundrandi þjóð undir Guði" og taka ekki í mál að önnur þjóð myndist í landinu, sem væri ástand er grafa myndi undan lýðræðinu sem er gróðurmold hinna góðu frjálsu stofnana þess lands sem vernda einmitt lýðræðið

Mótstöðuafl hörmunga er þingræðið og fulltrúalýðræðið. Þeir sem eru að reyna grafa undan því hér á Íslandi eru sannir afglapar. Þeir vita ekki hvað þeir gjöra

Fyrri færsla

Bara ef Stalín hefði haft tölvur og snjallsíma


Bloggfærslur 15. september 2015

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband